Náðu í appið
113
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

I Still Know What You Did Last Summer 1998

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 26. febrúar 1999

Some secrets will haunt you forever.

100 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 7% Critics
The Movies database einkunn 21
/100

Frábært framhald myndarinnar I Know What You Did Last Summer. Julie fer til karabíska hafsins í jólafrí en sá með krókinn lifir enn góðu lífi og ætlar að láta til sín taka hvað sem það kostar.

Aðalleikarar


Guð minn góður. Hvernig er hægt að koma með svona ömurlegt framhald af þegar lélegri mynd? Það er allt lélegt við þessa mynd: Handrit, leikstjórn, leikur leikaranna og plottið er of augljóst. Hræðilegt framhald sem ég mæli ekki með fyrir neinn að sjá eða eyða peningum í.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

I still know what you did last summer tekur upp þráðinn einu ári eftir atburði fyrri myndarinnar(og þar af leiðandi tveimur árum eftir að krakkarnir keyrðu á manninn...málinu óviðkomandi þó)þegar Julie(Jennifer Love Hewitt)er ennþá öll lurkum lamin og sambandið við Ray(Freddie Prinze jr) gengur ekki sem best. Vinkona okkar vinnur ferð til Bahamas eyja og skellir sér þangað ásamt vinafólki en viti menn, lík byrja að hlaðast upp og restin segir sig sjálf. Í hnotskurn er söguþráðurinn í þessari mynd hvorki fugl né fiskur og hún er á köflum mjög ósannfærandi t.a.m. virðist morðinginn vita ýmislegt sem undir eðlilegum kringumstæðum enginn ætti mögulega að geta vitað(eins og karaoke tækið...er maðurinn spámaður eða hvað?!?) en myndin hefur samt snilldar stemningu og kemst á almennilegt flug þannig að maður hefur bara gaman af þessu ef maður er tilbúinn til þess að kyngja göllunum. Þó finnst mér þessi mynd I still know vera örlítið síðri en forveri sinn en það er aðallega út af því að forverinn inniheldur meira af kraftmiklum augnablikum þannig að það munar eiginlega ekki miklu. Hin afburða sæta Jennifer er alveg yndisleg í hlutverki sínu og gjörsamlega á alla myndina nema ef vera skyldi Jeffrey Combs sem kemur sterkur inn. Frábær leikari. Tvær og hálf stjarna frá mér og ef þú fílaðir fyrri myndina er ekkert að því að kíkja á þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd var ekki næstum því jafn góð og Fyrri myndin lélegri söguþráður.Hún fjalar um sama fólkið sem lifði af í hinni myndinni það er að segja Ray (Freddie Prinze J.r og Helen Jennifer Love Hewitt ogmorðinginn heldur áfram að stríða þeim og öðrum lélegri mynd en hin en ekki ömurleg......
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Byrjunin er mjög góð allt gefur til kynna að þetta verði góð hrollvekja þangað til að atburðarrásin færist til Bahamas.

Kevin Williamson skrifar því miður ekki framhald i know what you did last summer og ef hann hefði gert það væri hún án efi mikið betri eins og t.d. var scream3 misheppnuð án hans.

Jennifer Love Hewitt er mikilu kynþokkafyllri heldur en í fyrstu myndinni en er alveg glötuð sem leikonu sem og flest allir leikarar myndarinnar nema kannski Mekhi Phiffer og Jennifer Esposito sem er nú alveg á mörkunum..

I know...höfðum við allavega Sarah Michelle Gellar og Ryan Phillippe en persónur þeirra Helen og Barry dóu því miður í þeirri mynd og koma því ekkert við sögu í framhaldinu.

Hugmyndin að láta hana gerast á Bahamas er svo hálfitaleg og handritð er ekki nógu gott en fyrri hlutinn sem ég sagði áðann er mjög góður og mikið af eftirminnilegum atriðum og flottum eins og karókíið,ljósabekkurinn,gróðurhúsið ofl.

En það að láta dauðann raðmorðingja fyrst vera í Ameríku og svo allt í einu Bahamas er asnalegt.

Það hefði mátt sleppa því að gera þetta framhald eyðileggur fyrir i know...

Julie(Love Hewitt)er að klára sitt annað ár í háskóla og er að falla og er með ofsóknarbrjálaði útaf hryllingnum í fyrra sumar og allt í einu vinnur vinkona hennar(Brandy)vinnur ferð fyrir fjóra til GETTU NÚ Bahamas og um leið og þau koma þangað fer maðurinn með krókinn að myrða þá sem eftir eru á eyjunni...

Myndin hefur enga kosti nema flott atriði og góða byrjun.

Það má alveg gleyma þessari og sleppa því að sjá hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég verð að segja að mér finnst þessir amerísku háskólatryllar alveg svakalega ótrúverðugir og leiðinlegir. Þeir eru illa leiknir og handritin fara alltaf yfir trúverðuleikamörkin og hér er engin undantekning.

Ef þið farið út á vídeóleigu og takið eina nýja og fáið eina gamla fría þá er hún ekki þess virði að taka þótt þú fáir hana fría, nema náttúrulega að þú ert að leita að einhverju aðhlátursefni.

Takk fyrir
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

22.02.2020

Verstu framhaldsmyndir allra tíma

Breska blaðið The Independent hefur birt á vef sínum nýjan lista yfir 27 verstu framhaldsmyndir allra tíma, og kennir þar ýmissa slæmra grasa. Blaðið segir að listinn sé tekinn saman í tilefni af væntanlegu framhaldi kvikmyndarinnar PS ...

01.07.2014

Love Hewitt ný í Criminal Minds

Leikkonan vinsæla Jennifer Love Hewitt er nýjasta viðbótin við leikaralið sjónvarpsþáttanna Criminal Minds. Persóna hennar verður kynnt til sögunnar þegar 10. þáttaröðin fer í loftið þann 1. október nk. í Bandaríkjunum. ...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn