Aðalleikarar
Leikstjórn
Vissir þú
Þetta er fyrsta hlutverk Jennifer Love Hewitt í hrollvekju síðan hún lék í framhaldsmyndinni árið 1998. Þá er þetta aðeins þriðja hlutverk leikkonunnar í hryllingsmynd en fyrsta hlutverkið var í upprunalegu I Know What You Did Last Summer frá 1997. Árið 1997 sagði hún að sér mislíkuðu hrollvekjur, hún ætti erfitt með að horfa á þær því þær skefldu hana of mikið. Hún vildi sömuleiðis ekki verða stimpluð hrollvekjudrottning og hafnaði því hlutverkum í The Ring (2002), Valentine (2001), Scream 3 (2000) og Dark Water (2005).
Myndin var að mestu tekin í Sydney í Ástralíu sem þýðir að hún er þriðja kvikmyndin í seríunni sem tekin er utan Bandaríkjanna. Framhaldið I Still Know What You Did Last Summer (1998) var að mestu tekin í Mexíkó og sjónvarpsútgáfan I Know What You Did Last Summer (2021) var tekin upp í Hawaii.
Leikstjórinn gerði hvað hann gat til að persónan Helen Shivers, sem leikin er af Sarah Michelle Gellar, yrði með í kvikmyndinni, en án árangurs. Ástæðan var einkum sú að persónan er sannarlega látin og beinfrosin.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Jeff Howard, Jennifer Kaytin Robinson
Framleiðandi
undefined
Vefsíða:
Frumsýnd á Íslandi:
17. júlí 2025
VOD:
21. október 2025







