I Know What You Did Last Summer (2025)
"You get the ending you deserve."
Þegar fimm vinir verða óvart valdir að banvænu bílslysi, hylma þeir yfir atvikið og gera samning um að halda því leyndu í stað þess að mæta afleiðingunum.
Deila:
Bönnuð innan 16 áraÁstæða:
Ofbeldi
Hræðsla
Blótsyrði
Ofbeldi
Hræðsla
BlótsyrðiSöguþráður
Þegar fimm vinir verða óvart valdir að banvænu bílslysi, hylma þeir yfir atvikið og gera samning um að halda því leyndu í stað þess að mæta afleiðingunum. Einu ári síðar kemur fortíðin og ásækir þá. Þeir þurfa að horfast í augu við hrollvekjandi staðreynd: Það er einhver sem veit hvað gerðist síðasta sumar ... og ætlar sér að ná fram hefndum.
Aðalleikarar
Vissir þú?
Þetta er fyrsta hlutverk Jennifer Love Hewitt í hrollvekju síðan hún lék í framhaldsmyndinni árið 1998. Þá er þetta aðeins þriðja hlutverk leikkonunnar í hryllingsmynd en fyrsta hlutverkið var í upprunalegu I Know What You Did Last Summer frá 1997. Árið 1997 sagði hún að sér mislíkuðu hrollvekjur, hún ætti erfitt með að horfa á þær því þær skefldu hana of mikið. Hún vildi sömuleiðis ekki verða stimpluð hrollvekjudrottning og hafnaði því hlutverkum í The Ring (2002), Valentine (2001), Scream 3 (2000) og Dark Water (2005).
Myndin var að mestu tekin í Sydney í Ástralíu sem þýðir að hún er þriðja kvikmyndin í seríunni sem tekin er utan Bandaríkjanna. Framhaldið I Still Know What You Did Last Summer (1998) var að mestu tekin í Mexíkó og sjónvarpsútgáfan I Know What You Did Last Summer (2021) var tekin upp í Hawaii.
Leikstjórinn gerði hvað hann gat til að persónan Helen Shivers, sem leikin er af Sarah Michelle Gellar, yrði með í kvikmyndinni, en án árangurs. Ástæðan var einkum sú að persónan er sannarlega látin og beinfrosin.
Höfundar og leikstjórar

Jennifer Kaytin RobinsonLeikstjóri
Aðrar myndir

Jeff HowardHandritshöfundur
Gagnrýni notenda
Skráðu þig inn til að skrifa gagnrýni
InnskráEngar gagnrýnir ennþá. Vertu fyrstur til að skrifa gagnrýni!
Framleiðendur

Columbia PicturesUS

Mandalay PicturesUS

Original FilmUS

Screen GemsUS

TSG EntertainmentUS
































