Náðu í appið
60
Bönnuð innan 16 ára

Alien: Resurrection 1997

(Alien 4)

Frumsýnd: 23. janúar 1998

Witness the resurrection.

109 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 55% Critics
The Movies database einkunn 63
/100

200 árum eftir að Alien 3 lýkur, þá tekst fyrirtækinu að reisa Ripley upp frá dauðum, með því að nota klónun. Vísindamennirnir ná einnig að taka geimskrýmslisdrottninguna út úr henni. En erfðaefni Ripey blandast óvart við erfðaefni geimskrýmsladrottningarinnar, og hún byrjar að þróa með sér ákveðin einkenni skrýmslisins. Vísindamennirnir byrja... Lesa meira

200 árum eftir að Alien 3 lýkur, þá tekst fyrirtækinu að reisa Ripley upp frá dauðum, með því að nota klónun. Vísindamennirnir ná einnig að taka geimskrýmslisdrottninguna út úr henni. En erfðaefni Ripey blandast óvart við erfðaefni geimskrýmsladrottningarinnar, og hún byrjar að þróa með sér ákveðin einkenni skrýmslisins. Vísindamennirnir byrja að rækta og fjölfalda geimskrýmslin, en þeim tekst til allrar óhamingju að strjúka. Fljótlega eru þessi skrýmsli, the Xeno-morphs, út um allt skip, og ganga þar trylltan berserksgang, en geimskipið er á leið til jarðar. Skrýmsladrottningin fæðir núna nýja og mun illvígari kynslóð geimskrýmsla, sem gæti þýtt endalok mannkyns ef þau ná til jarðar. Nú þarf Ripley að láta hendur standa fram úr ermum ásamt geimsjóræningjum sem slást í lið með henni, og stöðva skipið áður en það nær til jarðar. ... minna

Aðalleikarar

Upprisan
Alien Resurrection gerist 200 árum eftir atburðina í Alien 3 og nú er búið að klóna Ellen Ripley(Sigourney Weaver) og fjarlægja geimveruegg úr henni. Hún er stödd í geimskipi þegar sagan endurtekur sig and all hell breaks loose. Alien Resurrection finnst mér bara ansi góð mynd á marga vegu, hún er svöl, myrk og fín afþreying. Þó er hálf leiðinlegt að sjá klónaða Ripley, þessa útgáfu af henni skortir alla persónutöfra sem hún hafði í fyrstu tveimur myndunum sem er mjög stór galli við þessa mynd. Þar að auki fer myndin alveg í köku undir lokin þegar Ripley klónið sýnir tilfinningar til geimveruskrýmslisins. Hefði betur mátt sleppa því. En annars er Alien Resurrection ágætis geimhasar með viðkunnalegum karakterum, Ron Perlman er t.d. mjög góður og Dan Hedaya og Winona Ryder líka. Ég er alveg á mörkunum með að gefa þessari mynd tvær og hálfa stjörnu en ég ætla að gefa henni þrjár því hún er mjög skemmtileg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það sem einkennir Alien myndirnar og er skemmtilegast við þær: Það er aldrei sami leikstjóri. Og maður fær mismunandi stíl á hverri mynd. Ridley Scott byrjaði með pure hrollvekju formúlu, James Cameron breytti þessu yfir í action ride sem maður gleymir seint. David Fincher kom svo með blöndu af þeim báðum, en var ekki jafn succesfull og hinir. Alien 4 er allt öðruvísi en allar hinar. Hún er hröð, mikill action, soldið creepy og mikið af blóði. Þó hún sé ekki í sama gæðastandard og hinar, þá er hún samt fantagóð mynd sem Alien aðdáendur og spennufíklar ættu ekki að vera vonsviknir með.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Næst besta Alien myndin að mínu mati á eftir fyrstu myndinni. Það er loks í þessari mynd að maður fær að sjá skrímslin vel og getur loks virt þau fyrir sér, það var ekki mikill tími til þess í fyrri myndunum. Þetta er mikill action í þessari mynd eins og Aliens. Persónurnar eru þveröfugt við Aliens bara nokkuð svalar.(Þessir Marines voru brandari). Tæknibrellurnar eru mjög góðar. Og það er sérstaklega ánægjulegt fyrir sci-fi fan eins og mig að fá loks að sjá skrímslin almennilega eftir öll þessi ár. Pottþétt mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Í fjórðu og hingað til seinustu myndarinnar um Ellen Ripley og The Aliens, hefur Ellen Ripley verið einræktuð eða klónuð. Ripley vaknar upp á Hergeimskipinu USM Auriga, og hafði verið endurbyggð þar sem óæskilegir menn hafa hugsað sér að læra meira um skrímslið og hvernig mannkyn framtíðinnar getur notfært sér sjálfsbjargarviðleitni og yfirburði þess. Til sögunnar kemur svo áhöfn vertakans Captain Elgyn (Michael Wincott, sem lék frænda Fógetans í Robin Hood-Prince of Thieves). Er um sundurleita og harðgerða áhöfn að ræða, og taka þau höndum saman með Ellen Ripley við að reyna sleppa frá skrímslunum sem að sjálfsögðu sleppa úr haldi og drepa allt sem fyrir verður. Hér er líkast til um slökustu mynd þessarar seríu að ræða. Sagan um Ripley sjálfa er ennþá mjög áhugaverð, og allar tæknibrellur og kvikmyndataka til fyrirmyndar. Á hinn bóginn þá gleymir myndin sér í tæknibrellum og er persónusköpun alls ekki nógu vel gerð. Myndin flakkar á milli mjög góðra atriða en fellur svo niður þess á milli. Hún er afskaplega ólík hinum myndunum í uppbyggingu, sem er svo sem allt í lagi, ef hún færðist ekki svo mjög frá einfaldleika hinna þriggja. Af mínu mati þá eyðileggu hið nýja skrímsli myndina, og var enginn þörf á að kynna önnur eða breytt skrímsli. Þessi mynd er samt skemmtileg og mikið um brosleg atriði. Alien Resurrection er meiriháttar mynd, en nær bara ekki alveg að standast þær væntingar sem maður hefur, eftir að hafa horft ótal sinnum á hinar myndirnar. Þeir sem hafa séð myndirnar Delicatessen eða The city of Lost Children og líkað vel, munu samt vera hrifnir af Alien Resurrection, þar sem andi leikstjórans Jean-Pierre Jeunet skín vel í gegn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn