Náðu í appið
60
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Alien³ 1992

(Alien 3)

Start running...again.

114 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 48% Critics
The Movies database einkunn 59
/100
Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tæknibrellur.

Eftir að hafa sloppið frá geimskrímslaplánetunni, brotlendir geimskipið með Ellen Ripley innanborðs, á óbyggðri námuplánetu. Á meðan Ellen og hennar fólk bíður eftir björgun uppgötvar Ripley taugatrekkjandi ástæðu þess að hún brotlenti: um borð er geimvera sem hefur laumað sér um borð. Eftir því sem geimverunni vex ásmegin, og byrjar að drepa allt... Lesa meira

Eftir að hafa sloppið frá geimskrímslaplánetunni, brotlendir geimskipið með Ellen Ripley innanborðs, á óbyggðri námuplánetu. Á meðan Ellen og hennar fólk bíður eftir björgun uppgötvar Ripley taugatrekkjandi ástæðu þess að hún brotlenti: um borð er geimvera sem hefur laumað sér um borð. Eftir því sem geimverunni vex ásmegin, og byrjar að drepa allt kvikt, uppgötvar Ripley að raunverulegur óvinur hennar er meira en bara þetta morðóða skrímsli. ... minna

Aðalleikarar

Ágætis byrjun á ferils snilldarleikstjóra
Alien 3 var fyrsta myndin sem leikstjórinn David Fincher gerði og heppnaðist hún bara ágætlega þó að hún sé ekki gallalaus. Sigourney Weaver endurtekur hlutverk sitt sem Ellen Ripley en í þetta sinn er hún stödd á fanganýlendu þar sem eitt stakt geimveruskrýmsli gengur lausum hala og útlitið er svart. Alien 3 finnst mér nokkuð góð og heldur vanmetin. Myndatakan er ekkert síðri en í hinum bara öðruvísi(myndatökurnar í Alien og Aliens eru líka frábrugðnar hvor annarri) og leikurinn er með ágætum m.a. Charles Dance sem leikur fangelsislækninn og er sá leikari yfirleitt góður(þó að hann hafi leikið lítið síðan myndin var gerð, mér dettur helst í hug Last Action Hero). Það var ekki sniðugt að láta Ripley vera sköllótta hér en það fer henni engan veginn og virðist hafa haft áhrif á leik Weaver því maður tekur eftir smá breytingu á persónunni en þessi galli kemur út af einhverju lúsadæmi sem gerir bara ekkert fyrir myndina og alveg óþarft. Alien 3 er mjög skemmtileg til áhorfs en handritið er því miður bara ekki 100% gott. Ég segi þrjár stjörnur í einkunn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ótrulegt að kvikmyndir.is skuli gefa alien 3 bara 2 1/2 stjörnur.

Þessi mynd var alveg mögnuð vel leikinn enda megnið af leikurum breskir sérstaklega lék charles Dance frábærlega (sjáðið hann í last Action hero).

Þó að þessi mynd er ekki fyrir alla því hún er mjög drungaleg og dimm frekar þúnglýndisleg en altaf spennandi þótt að hún er mjög góð þá nær hún ekki alveg klassanum af nr 1 og 2.

Mæli samt ítrekið með henni þið eigið svo sannarlega ekki eftir að sjá eftir því að sjá hana.

Ef þið viljið magnþrúgna spennu og smá hrílling.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með myndina, mér fannst Alien mjög góð og Aliens snilld en mér finns Alien 3 ekkert sérstök hún er vel leikinn, myndataka góð og fínar brellur en sagan er bara leiðinleg að mínu mati en það er allt í lagi að sjá hana svona einu sinni.

Söguþráðurinn er sá að Ripley lendir á plánetu fyrir fanga og

hún ein lifir af og svo kemur auðvitað í ljós að geimvera hafði

komist með í skutluna og er að slátra föngum og svo verður Ripley nátturlega að reyna að drepa hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég verð nú að viðurkenna það að þessi toppaði ekki nálægt því eins vel og hinar tvær myndirnar, en það er samt mikil spenna í myndinni og maður beið alltaf spenntur eftir því hvað gerist næst. Ég ætla að vona að hún Sigourney Weaver geri fimmtu myndina því að mér fannst Alien-serían alltaf góð. Ég gef þessari 3 og hálfa stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Að mínu mati er þetta besta Alien myndin. Ég gleymi aldrei þegar ég fór á þessa mynd í bíó. Ég hef aldrei verið jafn hræddur. Hún er svo miklu meira töff og drungalegri en allar hinar til samans og nú eru engin vopn. Það er virkilega cool. Ekkert hægt að freta á dýrið úr vélbyssum. Nú eru það bara kyndlar og álíka forneskjuleg vopn. Leikararnir eru fínir og gaman er að sjá hin geðþekka Pete Postelwaite í aukahlutveri eins fangans.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

28.08.2012

Er Robocop í ruglinu?

Tökur á endurgerð Robocop endurgerðinni fara að hefjast innan skamms, og er stefnt á að hún komi út innnan árs, eða í ágúst 2013. Strax eru orðrómar farnir á kreik um að framleiðslan gangi illa, sem veldur áhug...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn