Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

From Dusk Till Dawn 1996

One night is all that stands between them and freedom. But it's going to be a hell of a night.

108 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 64% Critics
The Movies database einkunn 48
/100
George Clooney fékk MTV verðlaunin fyrir bestu frumraun í bíómynd. Quentin Tarantino var tilnefndur til Razzie verðlauna fyrir versta leik.

Seth Gecko og yngri bróðir hans Richard eru á flótta eftir blóðugt bankarán í Texas. Þeir sleppa yfir landamærin yfir til Mexíkó, og verða hólpnir daginn eftir þegar þeir greiða skatt til höfuðpaurs helsta glæpagengisins í bænum. Það eina sem þeir þurfa að gera er að halda lífi frá því það byrjar að dimma, og þar til birtir á nýjan leik, og... Lesa meira

Seth Gecko og yngri bróðir hans Richard eru á flótta eftir blóðugt bankarán í Texas. Þeir sleppa yfir landamærin yfir til Mexíkó, og verða hólpnir daginn eftir þegar þeir greiða skatt til höfuðpaurs helsta glæpagengisins í bænum. Það eina sem þeir þurfa að gera er að halda lífi frá því það byrjar að dimma, og þar til birtir á nýjan leik, og bíða á mótsstaðnum, sem reynist vera hörku nektardansbúlla. ... minna

Aðalleikarar


Fín mynd. Fullseint reyndar hvenær vampýrurnar eru kynntar til sögunnar en það telst samt varla ókostur því að þangað til er myndin fyrirtaks krimmamynd sem aldrei missir flugið. Svo þegar vampýrurnar láta sjá sig þá gengur þetta aðallega út á hasar sem endar í smellnu lokaatriði. Ég verð að taka leikarana aðeins fyrir:Yfirleitt er ég ekkert mjög hrifinn af George Clooney en hann er óvenjulega góður í þessari mynd og svalur og hefur hreinlega aldrei verið betri. Quentin Tarantino sýnir það að hann er ekki bara hæfileikaríkur kvikmyndagerðarmaður heldur líka ágætis leikari þó að hann reyni ekki alveg nógu vel á hlutverkið. Harvey Keitel er langt frá því að vera slæmur leikari en hann líður yfirleitt fyrir það að vera alltaf sama týpan og er þetta engin undantekning. Svo er það Juliette Lewis sem kemur með veika persónusköpun án þess að bæta það upp með einhverju öðru. Í heild þá er From dusk til dawn gæðamynd sem inniheldur margt gott. Hún verkar svona....nógu vel á mig og ég gef henni þrjár stjörnur. Mæli með þessari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Nice mynd. Fyrri helmingurinn er frekar venjulegur bófahasar, og þetta er bætt upp með klikkuðum vampírum og einstökum húmor. Mynd sem það þarf bara að sjá einhvernveginn.... Taranteeno er frábær þarna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er comic genious. Quentin Tarantino og Robert Rodriguez eru bilaðir. Tarantino hefur með þessari mynd skrifað mesta steypu-handrit sem ég hef nokkurn tímann séð skotið á filmu. Handritið þrátt fyrir að vera með snilldar línur er alveg út í hött. Þeir Tarantino og Rodriguez hafa bara hugsað að þeir væru nógu frægir til þess að gera hvað sem þeir vilja. Ego-tripp dauðans. George Clooney er sérstaklega góður í myndinni, og líka Harvey Keitel. Myndin fjallar fyrst um road-ferð bófa með fjölskyldu gíslingu á leið sinni til Mexíco en breytist svo í vampíruslátur. Ég get komið með tuttugu hluti um myndina sem eru hreinlega bara fyndnir en myndin er hreint snilld sem mynd sem gerir grín að sjálfum sér. Þetta hefði getað verið svona kult-mynd en þrátt fyrir auglýsingaherferð hennar er hún einstök og helvíti góð. Myndin er steypa og hreinar hægðir en samt dýrka ég hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ágæt hrillingsspennumynd um blóðuga ferð tveggja eftirlísta bræðra í gegnum Mexico.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Gargandi snilld. Fjallar um þá bræður Seth Gecko, sem er bankaræningi, og Richard Gecko, þjóf og kynferðisglæpamann. Byrjunaratriðið alveg frábært og restin lítið verri. Ræna þeir presti og tveim börnum hans til að freista þess að komast til Mexíkó, hvar þeirra bíður öruggt skjól. Sem betur fer vissi ég ekkert um þessa mynd þegar ég sá hana fyrst og var það vel, enda er þetta eina myndin sem ég hef séð sjö daga í röð í bíó. Algjört möst. Varist samt framhaldsmyndirnar, þær eru ógeð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn