Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

House on Haunted Hill 1999

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 21. janúar 2000

Six strangers have the chance to make $1,000,000 EACH. All they have to do is make it through the night alive

93 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 31% Critics
The Movies database einkunn 28
/100

Þegar sérlundaði auðmaðurinn Stephen Price, og djöfulleg eiginkona hans, Evelyn, bjóða sex ókunnugu fólki, eina milljón dala hverju, þurfa þau aðeins að gera eitt: þau þurfa að lifa af eina nótt í húsi sem er fyrrum geðspítali, en húsið er reimt þar sem draugar fyrrum sjúklinga sem voru drepnir þarna, ríða húsum, sem og klikkaður læknir sem framdi... Lesa meira

Þegar sérlundaði auðmaðurinn Stephen Price, og djöfulleg eiginkona hans, Evelyn, bjóða sex ókunnugu fólki, eina milljón dala hverju, þurfa þau aðeins að gera eitt: þau þurfa að lifa af eina nótt í húsi sem er fyrrum geðspítali, en húsið er reimt þar sem draugar fyrrum sjúklinga sem voru drepnir þarna, ríða húsum, sem og klikkaður læknir sem framdi hroðaleg illvirki ... í fyrstu skemmta allir sér vel, og hugsa að þetta sé allt saman bara grín. En þegar húsið lokast af sjálfu sér, þá átta þau sig á að þetta er ekkert grín.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Hin leiðinlegasta mynd þar sem sýnd eru verulega ósmekkleg atriði sem fá ekki hárin til að rísa heldur fær maður áfall af vonbrigðum. Alla myndina gat ég ekki hugsað annað en hvað var ég að hugsa að fara á þessa hörmung. Ég vara alla þá sem ekki hafa séð myndina að halda sig í nokkurra kílómetra fjarlægð, það er ykkur fyrir bestu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Enn ein endurgerðin frá Hollywood. Í þessu tilfelli varð gömul Vincent Price hrollvekja eftir William Castle fyrir valinu og er útkoman slök eins og kannski mátti búast við. Myndin segir frá auðjöfrinum Stephen Price, sem nýtur þess að hræða líftóruna úr fólki með alls kyns bellibrögðum. Hann leigir dag einn gamalt afskekkt geðsjúkrahús, sem staðið hefur tómt síðan á millistríðsárunum vegna óhugnanlegrar fortíðar þess og orðróms um draugagang, og býður þangað fimm gestum síðla kvölds og heitir hverjum þeirra milljón dollara í verðlaun, haldi þeir út nóttina innan dyra. Enda þótt gestirnir þekki fæstir gestgjafa sinn, láta þeir allir til leiðast. Þeir eru þó bara rétt komnir inn fyrir ásamt gestgjafanum, eiginkonu hans og húsverðinum, þegar þykkir stálhlerar loka skyndilega öllum gluggum og útgönguleiðum og gauragangurinn hefst fyrir alvöru. Í ljós kemur að myrkraöflin höfðu fiktað eitthvað við gestalistann í gegnum netið og kannast auðjöfurinn því ekki heldur við alla gesti sína. Hrollvekjudagskráin hans fer líka úr böndunum og gestirnir taka að týna tölunni einn af öðrum, yfirleitt með afar subbulegum hætti. Ef nautheimskur söguþráðurinn er umborinn, má finna nokkur ágæt hrollvekjuatriði í fyrri hluta myndarinnar, en um leið og tæknibrellurnar ná yfirhöndinni verður hún aðeins langdregin og þreytandi, auk þess sem endirinn verður að teljast afspyrnu vondur. Geoffrey Rush leggur sig fram við að stæla Vincent gamla Price með slökum árangri en tekur hlutverkið að öðru leyti ekki alvarlega. Aðrir leikarar sleppa naumlega frá sínu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mjög góð mynd. Geoffrey Rush leikur sitt hlutverk mjög vel. Síðan eru aðrir svona ágætir, eins og Taye Diggs(sem mun sjást næst í The Way of the gun, sem ég bíð spenntur eftir) og Famke Jensen(þið kannski þekkið hana betur í X-men) Hún fjallar um skemmtigarðaeiganda sem býður 5 manns í sem ég myndi kalla svokallað „partý“ sem er haldið á stað þar sem geðveikir morðingjar voru á og hann býður hverri manneskju 1 milljón fyrir að lifa af nóttina. That´s all. Hún fær 4 stjörnur hjá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Myndin er ein þeirra mynda sem fá hárin virkilega til að rísa með almennilegum draugagangi og mögnuðu hljóði og lýsingu og nóg af blóði. Grunnþættir fyrir hrollvekju sem mér finnst fara of lítið fyrir. Blair Witch Project þó ágætis undantekning. Rosalegur tryllir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég bjóst nú ekki við miklu af þessari mynd. En þetta er mjög góð hryllingsmynd. Handritið er kannski ekki algjör snilld en það eru mjög góðar myndatökur og visual effects sem láta hárin rísa. Leikararnir eru ágætir og persónurnar eru mjög skemmtilegar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn