Náðu í appið
Judge Dredd

Judge Dredd (1995)

"One man is Judge, Jury, AND Executioner."

1 klst 36 mín1995

Sagan gerist árið 2139.

Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldi

Hvar má horfa

Streymi
Disney+

Söguþráður

Sagan gerist árið 2139. Jörðin er búin að breytast í stað sem varla er hægt að búa á, og kallast hin fordæmda jörð, eða "Cursed Earth". Allir íbúar Jarðarinnar hafa troðið sér inn í borgirnar, sem þekktar eru undir nafninu "Mega Cities", eða Ofurborgir. Glæpirnir í þessum borgum urðu svo alvarlegir að venjuleg lögregla hætti að ráða við ástandið, og að lokum hrundi löggæslukerfið algjörlega. Upp úr öskunni reis nýtt löggæslukerfi sem sameinaði öll þrjú stigin í eitt, þ.e. löggæsla, dómari og böðull, allt í einum löggæslumanni, og þessar löggur fengu nafnið Dómarar. Í Mega City 1, sem áður var New York, er dómari að nafni Joseph Dredd, sem er miskunnarlausastur af dómurunum. Einn daginn er hann sjálfur ákærður fyrir morð. Réttað er yfir honum, og hann dæmdur til ævilangs fangelsis. Dredd uppgötvar síðar að sá sem framdi morðið var manneskja sem er með sama erfðaefni og hann, fyrrum dómari að nafni Rico. Dredd þarf nú að finna út úr því hvað Rico ætlast fyrir og hver fortíð hans er.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Cinergi PicturesUS
Hollywood PicturesUS

Verðlaun

🏆

Sylvester Stallone var tilnefndur sem versti leikari á Razzie Awards.

Gagnrýni notenda (4)

★★★★☆

Stallone gamli leikur hér titilpersónuna, löggæslumann í niðurníddu bandaríkjunum árið 2139. Kauði er ranglega ásakaður um morð og reynir að sanna sakleysi sitt. Sly er ágætis leikari...

Ég held að titill myndarinnar og aðalleikarinn segji allt sem segja þarf um þessa hörmung. Gjörsamlega misheppnum mynd um teiknimyndahetjuna Judge Dredd sem er ótrúlega illa leikin af Stallon...

Æ,æ,æ,æ. Hvers vegna eru menn að þessu, hlýtur maður að spyrja sjálfan sig. Þessi mynd hefði átt að heita Just Dreadful. Sönnun þess að menn eiga ekki að kvikmynda teiknimyndasögur....