Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Hálf slöpp melódrama. Segir frá lögreglustjóra nokkrum er Sean Connery leikur og dvelur á einu af tunglum Júpíters og...ja ég sá nú engan eiginlegan söguþráð. Handritið er innantómt og yfirborðskennt en ágætis tónlist, flott útlit og að sjálfsögðu Connery hífa myndina upp úr algjörum sorpflokk. Outland fær frá mér eina og hálfa stjörnu.
Vel þolanleg endurgerð Peter Hayms af hinum sígilda vestra High Noon. Nú er það ekki villta vestrið heldur eitt af tunglum Júpíters sem er sögusviðið og Connery er lögreglustjóri staðarins. Hann þarf að hafa hendur í hári eiturlyfjasala sem sendir á eftir honum tvo leigumorðingja.
Heldur hæg, en skilar sínu þó Connery hafi sjálfur elst mun betur en myndin.
Ég varð fyrir töluverðum vonbrigðum hvað varðar leik og sviðsetningu. Connery leikur þarna ekki sitt besta hlutverk og aðrir leikarar eru engu betri. Mæli ekki með þessari.