Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

End of Days 1999

Frumsýnd: 17. desember 1999

Prepare for the end. / On the eve of the millenium an ex-cop torn by loss must regain his faith in order to quell the end of days.

121 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 11% Critics
The Movies database einkunn 33
/100

Þann 28. Desember árið 1999 þá eru íbúar New York borgar að gera sig klára fyrir nýja öld. En öllum að óvörum þá ákveður Djöfullinn að ráðast inn partýið, með því að koma til borgarinnar í líki manns, og til að leita að brúður sinni, 20 ára gamalli konu að nafni Christine York. Ef að hann barnar hana á milli kl. 11 og 12 á miðnætti á gamlársdagskvöld,... Lesa meira

Þann 28. Desember árið 1999 þá eru íbúar New York borgar að gera sig klára fyrir nýja öld. En öllum að óvörum þá ákveður Djöfullinn að ráðast inn partýið, með því að koma til borgarinnar í líki manns, og til að leita að brúður sinni, 20 ára gamalli konu að nafni Christine York. Ef að hann barnar hana á milli kl. 11 og 12 á miðnætti á gamlársdagskvöld, þá mun heimurinn líða undir lok, og eina von mannkyns er trúlaus fyrrum lögga að nafni Jericho Cane, sem trúir ekki lengur á Guð af því að hann missti konu og dóttur fyrir morðingja hendi. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


End of Days. Hefði getað orðið svo mun betri mynd en hún er. Af hverju hún er ekki eins góð og hún er? 2 ástæður. 1: Sagan í myndinni er fáránleg. Og 2: Arnold Schwarzenegger er í henni. Flestar ræmur Schwarzenegger hafa verið frekar leiðinlegar myndir, f. utan Terminator myndirnar og Conan The Barbarian. Þessi er engin undantekning. Schwarzenegger leikur augljósu hetjuna sem bjargar deginum. En Gabriel Byrne er verulega svalur í hlutverki Djöfulsins, og verð ég að hrósa honum fyrir sitt framlag. Mín einkunn: 1 stjarna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

End of days segir frá því þegar hinn fallni engill Lúsífer tekur sér bólfestu í líkama óþekkts manns(Gabriel Byrne)til að geta barn með ungri konu(Robin Tunney) og breyta jörðinni til þess verra. Þetta þarf að gerast á gamlárskvöldi 1999 og hinn drykkfelldi Jericho Crane(Neggerinn), lífvörður sem hefur misst konu og barn flækist inn í málið og finnur sig knúinn til að hindra þetta. Alveg sjúklega skemmtileg og vönduð mynd og líklega með betri myndum leikstjórans mistæka Peter Hyams. Neggerinn er hér í einu af sínum allra bestu hlutverkum og á virkan þátt í að halda uppi hinum kolsvarta húmor sem gerir viss atriði í myndinni að gullmolum. Ég veit að þessi mynd End of days var ekki hugsuð sem gamanmynd en á köflum er hún alveg ótrúlega fyndin og það vil ég bara kalla kost. Gabriel Byrne er afburða skemmtilegur sem myrkrahöfðinginn og gerir hann rólegan og mjög ógnvekjandi. Kevin Pollack kemur sterkur inn sem félagi Jericho's en Robin Tunney stendur sig ekki betur en alltílæ enda er hlutverkið ekki mjög krefjandi. Tónlistin er mjög vel valin og gefur myndinni réttu döpru stemninguna. Þrjár og hálfa stjörnu fær þessi stórgóða mynd og er skylduáhorf fyrir unnendur góðra hasarmynda.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Vá, en sú vonbrigði! Allt í lagi, það er allt í lagi að hafa þetta trúarkjaftæði og guð vs. djöfullinn og allt það. En come on! Þetta er soddan hrikaleg vella að annað eins hefur ekki sést í langan tíma. Svartnaggurinn getur ekki grátið og það eru stóru mistökin sem leikstjórinn gerir. Arnold á svo bátt af því að konan hans og dóttir voru drepnar. Og þið sem hafið séð myndina, spiladósin. What the fuck!! Svo með "frumlegheitin". Þegar við sjáum Jericho fyrst þá er hann með byssuna í kjaftinum og ætlar að skjóta sig. Hefur einhver séð Lethal Weapon? Ein af fyrstu senunum með Riggs er þannig að hann ætlar að skjóta sig í dimmu herbergi, ein kúla í hlaupinu, hann grætur o.s.frv. Þetta eru eins atriði. Svona er myndin öll. Eftirhermur og klisjur aftur og aftur. Hryllingur. Það ógeðslegasta við myndina er hún sjálf. Það eina góða við myndina er Byrne sem er þéttur sem djöfullinn. Annars ekkert!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Sú var tíðin að austuríska eikin þótti trygging fyrir allt það besta sem kom frá kvikmyndaiðnaðinum í flokki hasarmynda og báru myndir þessar undantekningarlaust með sér nýja og ferska strauma. Síðustu árin hefur hins vegar hallað verulega undan fæti hjá goðinu og hefur honum ekki tekist að fylgja eftir þeim kröfum sem áhorfendur gera í dag, þ.e.a.s. góð saga, gott handrit og ekki síst frumleiki. Í nýjustu mynd hans End of Days virðist vera vottur af viðleitni um bót en hvergi nóg ef duga skal. Myndin er töluvert flott og nær kvótanum hvað varðar stórar sprengingar en því miður dugar það hvergi til að koma góðum trylli á toppinn í dag. Söguþráðurinn er ekki upp á neina stjörnu og er fyrirsjánlegur allt til enda auk þess að vera á köflum leiðinlegur. Samt sem áður má hafa þokkalega skemmtun út úr myndinni og nokkur atriði býsna góð þó aðalega í fyrri hluta myndarinnar. Í fáum orðum miðlungsmynd frá Arnold.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hér er á ferðinni geðveik mynd þar sem Arnold Schwarzenegger fer með aðalhlutverk og fyrsta mynd sem hann leikur í í þónokkurn tíma. Þegar aldamótin nálgast (í raun ekki fyrr en næstu áramót en það er hægt að deila um lengi), kemur Satan til stórborgarinnar New York til að sækja brúður sína og boða endalok heimsins. En ekki ef Jericho Cane (Arnold) fær að ráða. Eins og ég sagði er þetta geðveik mynd og skemmtilegri en margar aðrar myndir með svona baráttu milli góðs og ills þar sem Satan er mesta illmennið af þeim öllum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

12.08.2015

Allar sprengingar Schwarzenegger í einni ofurklippu

Arnold Schwarzenegger hefur sent frá sér myndbandið Overkill með öllum þeim sprengingum sem hafa orðið í öllum hans myndum. Kappinn skellti myndbandinu, eða ofurklippunni, á Youtube til að kynna atburðinn Omaze sem han...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn