Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Get Carter 2000

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 28. september 2001

The Truth Hurts

102 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 11% Critics
The Movies database einkunn 24
/100

Jack Carter fór frá Seattle til Las Vegas til að verða þar spilavítismafíósi og stórkarl fyrir mörgum árum síðan. Hann snýr nú aftur til Seattle til að vera við jarðarför bróður síns Richard "Richie" eftir að hann lét lífið í bílslysi í óveðri, sem var mjög óvenjulegt fyrir þennan varkára föður og húsbónda. Eftir að hafa talað við ekkjuna,... Lesa meira

Jack Carter fór frá Seattle til Las Vegas til að verða þar spilavítismafíósi og stórkarl fyrir mörgum árum síðan. Hann snýr nú aftur til Seattle til að vera við jarðarför bróður síns Richard "Richie" eftir að hann lét lífið í bílslysi í óveðri, sem var mjög óvenjulegt fyrir þennan varkára föður og húsbónda. Eftir að hafa talað við ekkjuna, dótturina Doreen og hina orkumiklu Geraldine, þá grunar Jack að um morð hafi verið að ræða. Cliff Brumby, eigandi klúbbsins sem Richie rak, er fjárhagslega tengdur klám- og vændisbaróninum Cyrus Paice, sem segist bara vera handbendi ITC mógúlsins Jeremy Kinnear. Einhver réð þorparann Thorpey til að fá Jack til að snúa aftur til Las Vegas. Þar bíður félagi Jack, Les Fletcher, óþreyjufullur, útaf yfirmanni þeirra Con McCarthy, en eiginkona hans átti í ástarsambandi við Jack. Nú brýst einhver inn hjá Richie í leit að mikilvægum geisladiski. Nú er komið að Carter að drepa alla sem hlut eiga að máli ...... minna

Aðalleikarar


Stallon er orðinn of gamall fyrir svona svaka hörkutóla myndir.Hann hefur leikið í ágætum myndum áður en ég held að hann ætti að snúa sér að öðruvísi leik því hann er orðinn frekar lint hörkutól að mínu mati eftir að sjá þessa mynd.Enda kom hún ekki í bío og ég skil af hverju en það er svo sem alveg hægt að glápa á hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Aldrei bregst nú blessaður Stallone! Hér er komin mynd sem er með miklum 70´ brag enda endurgerð á mynd sem kom út um það leiti og ekki laust við að þetta sé ólíkt flestu sem Sly hefur gert áður. Engu að síður er sú gillta regla kvikmyndanna að allt sem Sly kemur nálægt verði að gulli, greinilega enn í fullu gildi. Þetta er ekki mikil hasarmynd fyrir þá sem eru að leyta að því en myndin gengur út á frábært plott sem byggist á góðu handriti þar sem hvert óvænt atriðið kemur á fætur öðru. Ég mæli með þessari fyrir alla karlmenn, en ekki konur þar sem Sly leikur yfirleitt ekki í myndum sem falla þeim vel í geð og ekki er nein breyting hér á.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þrátt fyrir að myndin sé smekklega tekin og stýlísk mjög stendur hún frumgerðinni langt að baki, enda var þar um eðalræmu að ræða. Þó hressandi að sjá Caine gamla á skjánum við og við, hefði mátt vera meira af honum og minna af muldrandi steraboltanum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það þarf ekki meira en tvö orð til að lýsa Get Carter: Hrein Hörmung..... Leikurinn er Hryllingur, söguþráðurinn og bara já Algjört waste of time and money.

Ekki sjá þessa !
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hvað var þessi mynd að reyna vera. Ekkert botnaði ég í henni. Nú verð ég að viðurkenna að mér finnst oft gaman að Stallone, og þótti til dæmis Tango and Cash bara ágætis skemmtun, sömuleiðis var Oscar fyndin. Þessar tvær myndir voru ekkert að taka sig of alvarlega, reyndu bara svona að vera skemmtilegar. Get Carter er að reyna svo mikið að það er bara vandræðalegt að horfa á hana. Söguþráðurinn er alveg vonlaus, hangir engann veginn saman, til dæmis leikur yfirmaður Carters stóran þátt í myndinni með hótandi símhringingum og með því að senda einhverja gaura á eftir Carter. En það er aldrei skýrt á einn eða annan máta hvernig það allt fer, eða afhverju Carter má ekki taka tveggja daga frí frá handrukkun. Hvers vegna bræðurnir skildu skiptum fyrir fimm árum er aldrei farið út í nánar, sem er svona svolítið skrítið þar sem öll myndin virðist vera um Carter vera að reyna bæta fyrir einhverjar gamlar syndir frá samskiptum sínum við bróður sinn. Stelpan er samt alveg dásamleg og breytti myndin hreinlega um tón þegar hún var á tjaldinu. Sama má að sjálfsögðu segja um Michael Cain, og ætti að ráðleggja meðalleikurum eins og Sly að leika ekki of mikið með meisturum eins og Michael. Það gerir lítið annað en auglýsa, eigum við að segja, mismunandi leik þeirra félaga. En heildina þá virtist myndin alltaf vera á mörkunum að verða rosalega góð. Hún hafði góðan leikarahóp, góða myndatöku, en vantaði hreinlega gott handrit. Myndin var að reyna að vera smartari, flottari, heldur en hún þurfti. Og það bara virkaði ekki. Langt síðan ég hef setið yfir mynd og hreinlega leiðst.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn