Náðu í appið
Face/Off

Face/Off (1997)

Face Off

"In order to trap him, he must become him."

2 klst 18 mín1997

Ofurlöggan Sean Archer er búinn að vera að eltast við sama hryðjuverkamanninn í 6 ár, Castor Troy, eftir að Troy ætlaði að drepa hann en...

Rotten Tomatoes93%
Metacritic82
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Ofurlöggan Sean Archer er búinn að vera að eltast við sama hryðjuverkamanninn í 6 ár, Castor Troy, eftir að Troy ætlaði að drepa hann en kúlan fór í gegnum hann og í son hans þar sem þeir voru saman í hringekju í skemmtigarði. Snemma í myndinni nær Sean Archer loksins Castor Troy eftir löng slagsmál.. en eftir slagsmálin fellur Troy í dá. Eftir það finnst teikning í einkaþotu Troys af eiturgassprengju sem á að drepa hálfa Los Angeles borg. Nú verður uppi fótur og fit og fer Archer að yfirheyra bróðir Troys sem virkar ekkert vegna þess að hann er snargeðveikur. Næst fer Archer að yfirheyra vini Troys og þar nær hann því út úr einum þeirra að sprengjan á að springa innan skamms. En eina vandamálið er að þau vita ekkert um þessa sprengju, og hvar hún er staðsett. Þá kemur Dr. Holllis Miller með hugmynd, að nota nýjustu tækni til að skera andlitið af Troy og setja það á Archer. Archer tekur ekki vel í þetta í fyrstu, en fellst á það seinna. Tilgangurinn með þessari aðgerð er sá að Archer á að fara sem Castor Troy í fangelsið sem bróðir Troys er í og fá út úr honum hvar sprengjan er staðsett.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

WCG Entertainment ProductionsUS
Douglas/Reuther ProductionsUS
David Permut Productions

Verðlaun

🏆

Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir hljóðvinnslu, og brellur. Cage og Travolta unnu MTV verðlaun fyrir besta tvíeyki í mynd. Myndin vann einnig MTV verðlaun fyrir besta hasaratriði - atriðið á hraðbátnum.

Gagnrýni notenda (10)

★★★☆☆

John Travolta og Nicolas Cage leika aðalhlutverkin í alltílæ hasarmynd frá John Woo sem eldist ekki nógu vel(myndin ekki Woo...). Söguþráðurinn gengur út á að Alríkislögreglumaðurinn S...

Ein besta mynd sem ég hef séð sennilega sú besta!. stórkostlegur leikur hjá Nicolas Cage John Travolta og Alessandro Nivola. Þetta er mynd sem slær öll met allir ættu að sjá hana það er ...

★★★★☆

Face/Off er án efa ein besta mynd John Travolta og líka Nicholas Cage. Myndin er leikstýrt af honum John Woo,hann er líka maðurinn á bak Mission inpossibole2 sem var svona miðlungs mynd. Enn þ...

Face off er ein af mínum uppáhaldsmyndum, travolta hefur aldrei verið í uppáhaldi en í þessari er hann frábær, nicolas cage einnig. Mynd er um hryðjuverkamanninn Castor Troy og lögguna Sean...

John Woo hefur hefur leikstýrt einni bestu hasarmynd sem hefur komið út í langan tíma. Frábærir leikarar, frábær hasar og frábær leikstjórn gera þessa mynd af einni bestu mynd sem ég hef...

John Travolta og Nicholas Cage fara á kostum undir stjórn John Woo í spennumynd sem fjallar um löggu sem þarf að fara í lýtaaðgerð til að ná að aftengja sprengju og allt fer úrskeiðis o...

Enda þótt kvikmyndatakan sé lengst af frábær og flestir leikararnir standi fyrir sínu, nær það ekki til að hefja þessa ofmetnu kvikmynd Hong Kong leikstjórans John Woos upp yfir meðallagi...

Sean Archer er lögreglumaður sem hefur verið að reyna að ná aðalóvini sínum Castor Troy allan tímann. Svo þegar að þeir ná honum komast þeir að því að hann var búinn að plana spre...

Spennumynd eftir John Woo, Þeir sem þekkja til J. Woo þurfa ekki að vita meira. Mjög góð spennumynd.