Aðalleikarar
Leikstjórn
“You're the disease, and I'm the cure”. Cobra er hreinræktuð 80´s hasarmynd með öllu sem því fylgir. Það er stoppað í miðri mynd til að spila hræðilegt 80´s lag, allar persónur eru algjörar steríótýpur og samtölin eru hræðilega hallærisleg. Það breytir ekki því að þessi mynd er ÆÐISLEG! Setningarnar sem Marion Cobretti lætur út úr sér eru brilliant og fyndnar, það er fullt af hasar og byssubardögum. Vondu kallarnir eru góðir og eftirminnilegir. Svo er Poppie úr Seinfeld sidekickið hans, verður það betra? Það besta við þessa mynd er að það var aldrei gert framhald. Það gerir hana einhvernveginn hreina og tæra, barn síns tíma og tímavél fyrir áhorfandann.
"Hey dirtbag, you're a lousy shot. I don't like lousy shots. You wasted a kid... for nothing. Now I think it's time to waste you!"
Sem Stallone fan þá getur maður ekki annað en dást að frammistöðu hans í þessari mynd. Cobra (Stallone) er lögga sem kallar ekki allt ömmu sína í átökum sína við snargeðveika glæpamenn og hefur það svona fyrir vana að taka þá ekki marga til fanga heldur fargar þeim bara. Hinn grískt ættaði George P. Cosmatos (Rambo first blood part II, Tombstone) gerir góða hluti hér í leikstjórastólnum en flestir aðrir (fyrir utan Stallone auðvitað) sýna það að ekki aðeins eru þeir hæfileikalausir heldur virðast hafa það eitt að markmiði að eyðileggja myndina og ef ekki hefði komið til stórleikur Sylvester Stallone hefði það tekist (þriggja störnu virði).
Algjört rusl sem mest getur verið. Ofurmennið Stallone ásamt þáverandi eiginkonu sinni, Birgitte Nielsen, - sem getur einmitt EKKERT leikið - eiga í höggi við einhvern geðsjúklingahóp sem er nú ekki sérlega vel skilgreindur. Nú, Stallone auðvitað plaffar þá niður einn af öðrum og er það svosem ekkert sem kemur á óvart. Þó myndin sé hræðileg er hún vel nothæf í þynnku.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Sylvester Stallone, Andreas Schmidt
Kostaði
$25.000.000
Tekjur
$49.042.224
Aldur USA:
R