Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Expendables 2010

Justwatch

Frumsýnd: 18. ágúst 2010

Choose your weapon.

103 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 42% Critics
The Movies database einkunn 45
/100

Myndin segir frá hópi málaliða sem er ráðinn til að koma illum einræðisherra frá völdum í landi í Suður - Ameríku. Þegar leiðangurinn byrjar, þá átta mennirnir sig fljótlega á því að hlutirnir eru ekki alveg eins og þeir bjuggust við og eru nú sjálfir lentir í miklum og stórhættulegum svikavef sem reynir á samheldni hópsins.

Aðalleikarar

Hinir fórnanlegu
Sylvester Stallone er potturinn og pannan í þessari ljómandi fínu og svölu spennumynd sem er ekki hægt annað en að hafa gaman af. Sly er studdur af leikurum á borð við Jason Statham, Dolph Lundgren, Terry Crews, Jet Li og Mickey Rourke sem standa sig allir með prýði og Dolph á glæsilegt comeback. Bruce Willis og Arnold Schwarzenegger eru í gestahlutverkum og spila frábærlega úr því. The Expendables hefur grípandi söguþráð, smellna frasa og hasarinn er rosalegur. Ég kalla þó hana ekki meistaraverk en þetta er samt mjög solid mynd sem svíkur engan og fær hiklaust þrjár stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég sá the Expendables í lúxus-sal smárabíósins og ég held að þessi mynd muni lifa lengi. Myndin fjallar um harðjaxlahóp sem eru að reyna að bjarga eitthverju illa stæðri eyju undan kúgun. Sagan í sjálfri sér ekkert meistaraverk en með hasarhetjur á borð við Stallone, Statham og Li (ásamt mörgum fleirum), er hægt að búa til harðjaxlamynd sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.

Myndin er hins vegar ekki alveg fullkomin, Sylvester Stallone, sem skrifar, leikstýrir og leikur sjálfur í myndinni er auðvitað nagli eins og venjulega en mér fannst hann skrifa sjálfan sig of mikið inn í myndina. Karakterinn hans Statham var til dæmis mín uppáhalds persóna, hann sérhæfði sig í að berjast með hnífum og var að mínu mati mesti naglinn í myndinni. Stallone hefur líka Li sem er flott persóna, lítill og grannur en fer létt með að slást við stóru gæjana, t.d. berst hann við sænska risann Dolph Lundgren, og stendur alveg í honum. Randy Couture og Steve Austin eru að mínu mati sístir af þessum gríðalega sterka hóp. Ekki má gleyma Terry Crews sem kemur sterkur inn í myndina með ofurvopn sem erfitt er að lýsa.
Mickey Rourke leikur lítið hlutverk en er samt flottur í því sem hann gerir. Mickey leikur gamlan jaxl sem var í klíkuni með Stallone og félögum. Hann er hættur og einbeitir sér núna að skipta út hverri ofurskutlunni á fætur annarri og tattúrerar svo strákana þess á milli.
Bruce Willis og Arnold Schwarzenegger fá lítið atriði með Stallone.

Myndin er eiturhörð í alla staði, karlmennskan verður ekki mikið meiri en þetta, mótorhjól, sprengjur, flottar stelpur og eiturharðar línur. The Expendables svíkur mann ekki.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skítt með handritsgalla, fjörið virkar!
Að lýsa The Expendables væri eins og að lýsa flestum karlmönnum; Myndin er einföld, barnaleg á tíðum og hugsar mestmegnis um aðeins eitt hlut. Að vísu, í þessu tilfelli er miskunnarlaust ofbeldi það helsta sem svífur í kringum heila þessarar myndar í staðinn fyrir það sem við karlkynið hugsum oftast um. Hún er einnig alveg rosalega ástfangin af sjálfri sér og hreðjum sínum sérstaklega. Söguþráðurinn er ekkert nema afsökun til að þræða saman hasarsenur og persónusköpun er algjörlega látin vera, þar sem í staðinn koma pappafígúrur sem eru annaðhvort sköllóttar, vöðvastæltari en allt eða tala bjagaða ensku. Sylvester Stallone áttaði sig samt á því strax að hann væri ekki að gera þessa mynd fyrir gagnrýnendur eða art-mynda fíkla, heldur fólk sem nýtur þess í botn að sjá yfirdrifnar sprengingar, one-linera, limlestingar og mikinn (og þá meina ég MIKINN) töffaraskap.

Ég vissi nákvæmlega hvað það var sem ég vildi fá út úr þessari mynd, og viti menn, ég fékk einmitt það sem ég vildi! Ég fékk að vísu einfaldaðri útgáfu af ræmunni sem ég hefði vonast eftir (meira um það bráðlega) en hún er engu að síður hröð, skemmtileg og meistaralega sturluð. Í alvöru talað, hávaðinn og klikkunin sem á sér stað í lokahlutanum á myndinni ætti að halda hverjum einasta manni í salnum vakandi, og líklegast með galopinn kjaft. Það er orðið langt síðan ég sá seinast svona orgíu af sprengjum og hávaða, en Stallone sér líka til þess að senda markhóp sinn labbandi út úr salnum með vítt bros límt við smettið. Þegar öllu er á botninn hvolft eru til aðeins tvær týpur af kvikmyndaáhugamönnum þegar kemur að svona myndum: Þeir sem vilja ekkert með svona þunnildi hafa og kunna ómögulega að slökkva á heila sínum í 100 mínútur, og síðan þeir sem sjá ekkert rangt við það að eyða jafnlöngum tíma í sterabaði eins og þessu.

Það hefði samt verið hreint út sagt brilliant hefðum við fengið mynd sem nýtir leikhópinn stóra örlítið betur, eins og t.d. eitthvað í líkingu við The Dirty Dozen eða Magnificent Seven. Hefði Stallone tekið sér aðeins meiri tíma í að gera þessa mynd, víkkað skjátíma lykilhópsins, leyft hverjum og einum að gera meira og kannski bætt við Bruce Campbell og Liam Neeson og þá hefði The Expendables orðið að öflugustu strákamynd sem hægt væri að finna á seinast liðnum 10 árum. Markaðssetning þessarar myndar þrýstir öllum þessum frægu hasarhetjunöfnum við andlitið á okkur á meðan myndin fjallar í rauninni bara um Stallone, Jet Li og Jason Statham. Svo koma Eric Roberts og Dolph Lundgren en allir aðrir eru til skrauts. Ég mundi samt kvarta meira ef myndin hefði ekki nýtt þessa efstu þrjá eins og hún gerði.

Stallone er svo vanur svona hlutverkum að hann gæti gert það jafn vel á meðan hann gengur í svefni. Li er alltaf flottur og lærir smám saman betri og betri ensku. Statham er þó einhver langsvalasti gaurinn á skjánum, og miðað við þau nöfn sem hér eru að finna segir það SLATTA. Held að hann hafi aldrei verið jafn harður í sér og hérna. Fílaði hann í botn. Annars er að sjálfsögðu betra að hafa lítið af mönnum eins og Mickey Rourke og Bruce Willis heldur en ekkert. Þeir gera það besta sem þeir geta við sinn tíma. Tortímandinn fær einnig gott cameo, sem spilar skemmtilega með samband hans við Stallone í raunheiminum eins og það var áður.

Maður fær samt oft þá tilfinningu að þessir töffarar séu stanslaust að berjast (bókstaflega!) um skjátímann. Það er annaðhvort merki um að Stallone hefði átt að skipuleggja sig betur (og þarna tala ég um hann sem leikstjóra) eða hafa myndina lengri. Annars virkar 80s fílingurinn rosalega vel og ætti það að gefa eldra pakkinu smá nostalgíupest. Myndin auðvitað virkar frábærlega á þá sem gera sér ekki kröfur til annars en afþreyingargildis, og í þeirri deild skilar hún sér með glæsibrag. Þið stelpurnar fenguð Eclipse og Sex and the City 2 í sumar, á meðan við fengum The A-Team og svo þessa. Og ég er alveg nokkuð sáttur með það og hlakka til að eigna mér þessar ræmur og horfa á þær með vinunum.

Ég skil samt ekki alveg af hverju Jean Claude og Steven Seagal höfnuðu hlutverkum í þessari mynd. Ég skil mögulega Seagal þar sem hann var ábyggilega að gera Machete, en hafði Van Damme VIRKILEGA eitthvað betra að gera??

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

25.09.2023

Kuldi á toppnum fjórðu vikuna í röð

Sálfræðitryllirinn Kuldi, í leikstjórn Erlings Óttars Thoroddsens, situr sem fastast á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans fjórðu vikuna í röð. Tekjur myndarinnar um síðustu helgi voru rúmar fjórar milljónir en h...

24.09.2023

Ánægður með nýja blóðið

Bardagalistakappinn og hasarleikarinn Randy Couture er mjög ánægður með nýju leikaraviðbæturnar í málaliðateymið The Expendables í nýju myndinni The Expendables 4 sem kom í bíó hér á Íslandi nú um helgina. ...

01.03.2021

Erlingur með nýja sýn á rottufangarann

Kvikmyndagerðarmaðurinn Erlingur Óttar Thoroddsen mun skrifa handritið og leikstýra hrollvekjunni The Piper. Það er bransaveitan The Hollywood Reporter sem greindi fyrst frá þessu og segir þar að framleiðslufyrirtækið M...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn