Náðu í appið
Rocky Balboa

Rocky Balboa (2006)

Rocky VI, Rocky 6

"It's not about how hard you hit, it's about how hard you can get hit and keep moving forward"

1 klst 42 mín2006

Rocky Balboa er goðsögn í boxheiminum, en er löngu hættur keppni.

Rotten Tomatoes78%
Metacritic63
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiVímuefniVímuefniBlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Söguþráður

Rocky Balboa er goðsögn í boxheiminum, en er löngu hættur keppni. Hann býr nú í úthverfi Philadelphiu og lifir á því að reka veitingahús sitt Adrian´s, og sinnir Marie og syni hennar Steps, auk þess sem hann nýtir hvert tækifæri til að eiga samskipti við son sinn úr fyrra hjónabandi, Robert. Eftir að Balboa sér sýndarbardaga á milli sjálfs síns, Rocky, og þungavigtarkappans Mason "the line" Dixon, á íþróttasjónvarpsstöðinni ESPN, þá vaknar áhugi Balboa aftur á hnefaleikum og hann ákveður að byrja að keppa á litlum stöðum, aðallega sér til skemmtunar. Mason Dixon og umboðsmenn hans hafa þó annað í huga, og vilja koma á alvöru bardaga á milli Rocky og Mason, í þeim tilgangi að vekja athygli á Mason og endurheimta virðingu aðdáenda hans. Að lokum þá ákveður Rocky að slá til og mæta Mason í hringnum í einum lokabardaga.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Metro-Goldwyn-MayerUS
Revolution StudiosUS
Chartoff ProductionsUS
Winkler FilmsUS

Gagnrýni notenda (3)

Rocky V kom út 1990 og var sú slakasta í seríunni. Ekki datt mér í hug að það ætti eftir að koma enn ein 16 árum síðar. Það sem kom mest á óvart var hversu góð myndin er. Stallone ...

★★★★☆

Sjötta Rocky myndin er núna komin og slefar hún rétt svo upp í að standast undir væntingum. Mér fannst þessi mynd Rocky Balboa skemmtileg og hún hefur ýmislegt sér til ágætis. Sylvester ...

★★★★★

Ég gapi af undrun eftir að hafa horft á þessa mynd. Þessu átti ég svo sannarlega ekki von á. Þetta er næst besta Rocky myndin, aðeins fyrsta myndin er betri. Sylvester Stallone og Burt ...