Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Welcome to your worst nightmare, welcome to Leviathan. Þá er það systir DeepStar Six. Pínu fyndið hvað þetta plakat er næstum beint framhald af plakatinu í þeirri mynd. Þetta er auðvitað stolið frá Jaws en samt flott. Myndin fjallar um fólk sem starfar við neðansjávar námu. Þau rekast á gamalst skip frá Sovétríkjunum og ákveða að rannsaka nánar. Án þess að vita af því koma þau með lífveru til baka í neðanjarðarbyrgið sem gerir allt vitlaust. Ég veit, Alien í sjónum. Leikararnir eru betri en í DeepStar Six með Peter "RoboCop" Weller fremstan meðal jafningja.
Skrímslið er úr smiðju hins mikla meistara Stan Winston sem er alltaf gæðastimpill. Veran veldur ekki vonbrigðum, hún er ekki eins og neitt sem ég hef séð áður. Þetta er ekki geimvera og ekki forneskjuleg lífvera. Veran er afleiðing af genarannsóknum og tilraunum sem fóru úrskeiðis með frekar slæmum afleiðingum. Dýrið dregur í sig þekkingu þeirra sem hún drepur og að hluta til útlit. Mjög disturbing.
Mér fannst þessi mynd ansi skemmtileg. Hún var spennandi á köflum og mun betur gerð en mynd gærdagsins. Það er samt fullt af klysjum og öll myndin er í raun stolin úr öðrum myndum. Mér finnst hressandi að horfa á myndir með engum tölvubrellum, bara gamaldags aðferðum. Ég myndi mæla með henni fyrir aðdáendur svona mynda, aðrir ættu að halda sig frá.
"I bet you were imploding in your pants."
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
David Webb Peoples, Jeb Stuart
Kostaði
$25.000.000
Tekjur
$15.704.614
Aldur USA:
R