Aðalleikarar
Leikstjórn
Ágætis mynd þar sem Sylvester Stallone leikur hermanninn John Rambo sem er sendur til Víetnam til að frelsa stríðsfanga síðan úr Víetnamstríðinu. Skemmtileg mynd sem þó hlunkast niður í einstaka dauðum köflum. Það versta við þessa mynd Rambo: First blood part 2 er að hún stendur ekki nógu vel við það sem hún lofar í upphafi. Fyrstu tvo þriðju hlutanna virðist hún vera að byggja upp eitthvað rosalegt en síðan þynnist hún og verður ekki eins fullnægjandi og maður heldur. Annars er soldið gaman af þessari mynd og Stallone stendur sig alveg afbragðsvel sem Rambo og leikur bara vel. Frumskógarsviðsmyndin er einnig mjög flott og sannfærandi og gefur myndinni góðan lit. Tónlistin er að vísu ekkert mjög eftirminnileg og hefði átt að vanda hana betur. Tvær og hálf stjarna í minni bók og þó að þetta sé ekki besta mynd sem Stallone hefur tekið þátt í þá er hún ansi góð og ómissandi fyrir aðdáendur kappans. Nú eða bara þá sem fíla góðar hasar og byssumyndir eins og ég geri.
Þetta er framhaldið af First blood, (betur þekktri sem Rambo 1.) Hérna er Rambo frelsaður úr fangelsi til að fara aftur inn í Vietnam til að bjarga POW's (prisoners of war/stríðsfangar). Þarna er enn vottur af persónunni sem var í nr.1, maður sem missti vitið í Vietnam en alls ekki áberandi samt. Screenplay-ið var víst upprunalega eftir James Cameroon (Titanic, Terminator 2 o.fl.) en Silvester Stallon breytti því víst til að gera það meira pro-america, og næstum því pro-war. Þarna kemur líka fyndin bandaríkin eru best ræða í endan og svona. Nokkuð slöpp mynd. Þúsund sinnum betri en þrjú þar sem hún er bara áróður og búin að gleyma öllu um upprunalegu persónuna en samt ekki góð.
Þessi mynd er um John Rambo (Sylvester Stallone) sem er stríðshetja sem var í Víetnam. Í fyrstu myndinni er hann nýkominn frá Víetnam og ætlar að hitta vin sinn sem var allan tíman látinn. Illvirkur fógeti fer að túska hann til og fer illa með hann og allt fer í bála brand. Í annarri myndinni er hann í fangelsi þegar fyrirverandi yfirmaður Rambo, Samuel Trautman (Richard Crienna) fær hann til að snúa aftur til Víetnam til að bjarga herföngum. Rambo fer á staðinn og kemst hann að því að það liggur miklu meira á bakvið þetta verkefni en vanalega. Skemmtileg mynd fyrir alla og sérstaklega þá sem hafa gaman að hasar, spennu og sprengingum.
Ein af ýktari myndum sem ég hef séð en samt algert brill.
Ef þú getur ekki þolað óraunveruleika í bíómyndum, þá skaltu ekki horfa á þessa, en ef þú lætur það ekki skipta þig máli, þá er þetta myndin.
John J. Rambo (Sylvester Stallone) er mættur aftur og í þetta skiptið er hann sendur til víetnam til að ná ljósmyndum af stríðsföngum sem urðu eftir í víetnam stríðinu og víetkong heldur enþá föngum, en Rambo er ekki á því að taka bara ljósmyndir.
Ef eitthvað er þá er hún aðeins of mikið ýkt, en það er ekki hægt annað en að hafa gaman af því.
Alveg fáránlegt að fólk geti haft gaman af þessu sorpi. Rambo er boðin náðun fyrir allt sem hann gerði í fyrstu myndinni ef hann fer aftur til Víetnam til að rannsaka hvort þar séu enn stríðsfangar. Að sjálfsögðu fer hann þangað, hefur stríðið á nýjan leik og fer létt með að rassskella hundruðir Víetkong-manna auk þess sem fleiri tugir sovéskra sérsveitarmanna liggja í valnum. Þó hún sé slæm þessi verð ég þó að gefa henni stjörnu fyrir mjög viðunandi tölu særðra og fallinna.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
James Cameron, Kevin Jarre, Sylvester Stallone
Framleiðandi
TriStar Pictures
Aldur USA:
R
Útgefin:
9. desember 2010
VOD:
18. nóvember 2014