Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Seint á nítjándu öldinni fer allt úr böndunum í þessum umrædda bæ, Tombstone af völdum byssubófa sem kalla sig kúrekana. Wyatt Earp(Kurt Russell) og félagar bjarga síðan málunum. Myndin grípur mann ekki og skilur ekki mikið eftir sig en hún má samt eiga það að hún er flott, vel gerð og skemmtileg.
Besta kúrekamynd 10 áratugsins með tonn af góðum leikurum. Myndin fjallar um part af lífi löggunar Wyatt Earps þar sem hann verður lögreglustjóri í smá bænum Tombstone. Sögulega er þetta mjög góð mynd.
Einn af betri vestrum sem ég hef séð og örugglega einn albesti sem gerður hefur verið í seinni tíð. Kurt kallinn er hér í hlutverki Wyatt Earp og fer mun betur með það en Kevin Kostner í annarri mynd um sama efni. Þó er það Val Kilmer sem ber höfuð og herðar yfir aðra með óumdeilanlegum leiksigri í hlutverki hins feykidrykkfellda, kvensama og spilasjúka Doc Holliday. Myndin fer býsna vel með söguna og virðist hvorki ýkja né draga úr ef marka má skráðar heimildir. Endilega sjáið þessa ef þið hafið ekki gert það nú þegar.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Kostaði
$25.000.000
Tekjur
$56.505.065
Aldur USA:
R