Seint á nítjándu öldinni fer allt úr böndunum í þessum umrædda bæ, Tombstone af völdum byssubófa sem kalla sig kúrekana. Wyatt Earp(Kurt Russell) og félagar bjarga síðan málunum. Mynd...
Tombstone (1993)
"Justice Is Coming / Every town has a story. Tombstone has a legend."
Mynd um hinn goðsagnakennda lögreglustjóra Wyatt Earp sem þráir nú að láta af störfum.
Bönnuð innan 16 ára
OfbeldiSöguþráður
Mynd um hinn goðsagnakennda lögreglustjóra Wyatt Earp sem þráir nú að láta af störfum. Hann kemur til Tombstone í Arizona ásamt bræðrum sínum Virgil og Morgan, til að hefja þar nýtt líf. Þar finnur hann fyrir vin sinn til margra ára Doc Holiday, og kemst að því að bænum er stjórnað af grimmum útlögum sem kalla sig Kúrekana, eða The Cowboys. Earp, sem er ósáttur við ópíumháða eiginkonu sína, byrjar ástarsamband með stelpu úr ferðaleikhúsi, Josephine Marcus. Á sama tíma gera Kúrekarnir bæjarbúum lífið leitt. Þegar lögreglustjóri bæjarins er drepinn af einum Kúreka, þá stígur Earp fram til að koma í veg fyrir aftöku múgsins án dóms og laga. Hann neitar einnig að láta morðingjann af hendi til félaga sinna, sem verður til þess að fjandskapur verður á milli Earp og bræðra hans og Kúrekanna. Virgil, sem er með sektarkennd yfir því að gera ekkert til að hjálpa íbúum bæjarins, samþykkir að taka að sér stöðu lögreglustjóra, með Wyatt og Morgan sem sína aðstoðarmenn, auk þess sem Doc er til aðstoðar einnig. Virgil reynir að handtaka nokkra Kúreka, sem endar með hinum fræga OK Corral skotbardaga. Kúrekarnir hefna sín með því að gera bræðrunum fyrirsát og særa Virgil og drepa Morgan. Earp bræður yfirgefa bæinn, hræddir að því er virðist. Wyatt snýr aftur, með skjöld alríkislögreglumanns, og lofar að drepa hvern einn og einasta Kúreka. Hann eltir þá uppi af miskunnarleysi, þar til leiðtoginn, Johnny Ringo, mætir Wyatt í einvígi.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar


Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur



Gagnrýni notenda (3)
Besta kúrekamynd 10 áratugsins með tonn af góðum leikurum. Myndin fjallar um part af lífi löggunar Wyatt Earps þar sem hann verður lögreglustjóri í smá bænum Tombstone. Sögulega er þ...

























