Aðalleikarar
Leikstjórn
Örugglega skemmtilegasta leigumorðingjamynd sem ég hef séð um ævina. Leigumorðinginn Martin Blank fær verkefni í sínum gamla heimabæ, Grosse Point. Nú, fyrir tilviljun á sér stað á sama tíma 10 ára útskriftarafmæli hans gamla bekkjar og auðvitað verður gamli að mæta á svæðið áður en hann gengur frá viðfangsefninu. Hann hittir þar gamla bekkjarbræður og systur og gamla kærustu sem hann hafði einmitt stungið af fyrir lokaballið. Inn í allt þetta blandast svo sálfræðingur morðingjans, snilldarlega leikinn af Alan Arkin, einkaritari hans, ekki síður vel leikin af systur John Cusack, Joan Cusack svo ekki sé minnst á leigumorðingjann Grocer og föður gömlu kærustunnar. Þetta er snilldarræma sem allir ættu að sjá og helst eiga.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Tom Jankiewicz, John Cusack, Steve Pink
Framleiðandi
Buena Vista Internationa
Aldur USA:
R
- Debi: I should have worn a skirt.
Marty: I should have brought my gun.
Debi: What was that?
Marty: Should be fun!