Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Miami Blues 1990

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Real badge. Real gun. Fake cop.

97 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 85% Critics
The Movies database einkunn 72
/100

Þegrar Fred Frenger sleppur úr fangelsi þá ákveður hann að byrja nýtt líf í Miami í Flórída, þar sem hann kemur af stað eins manns ofbeldis- og glæpaöldu. Hann hittir fljótlega hina elskulegu Susie Waggoner, sem er bæði nemandi og vændiskona. Andstæðingur Frenger er Hoke Moseley, lögga sem er orðin aðeins of gömul og þreytt í starfi, sérstaklega þar... Lesa meira

Þegrar Fred Frenger sleppur úr fangelsi þá ákveður hann að byrja nýtt líf í Miami í Flórída, þar sem hann kemur af stað eins manns ofbeldis- og glæpaöldu. Hann hittir fljótlega hina elskulegu Susie Waggoner, sem er bæði nemandi og vændiskona. Andstæðingur Frenger er Hoke Moseley, lögga sem er orðin aðeins of gömul og þreytt í starfi, sérstaklega þar sem það að vera lögga í Miami alltaf að verða klikkaðara og klikkaðara starf með hverju árinu.... minna

Aðalleikarar


Þessi mynd kom mér virkilega á óvart. Ég horfði á þessa mynd með engar væntingar. Alec Baldwin hefur hingað til ekkert heillað mig sérstaklega sem leikari en frammistaða hans í þessari mynd hlýtur að vera sú besta á ferli hans. Miami Blues er óvenjuleg mynd vegna þess að hún dansar hættulegan línudans milli gamanmyndar, dramamyndar og spennumyndar og því má segja að hún leiki sér með ólíkar tilfinningar áhorfenda til skiptis en geri það óvenju vel. Aðalleikararnir þrír þau Jennfer Jason Leigh og Fred Ward ásamt áðurnefndum Baldwin eru óborganleg í hlutverkum sínum og skapa mjög eftirminnilegar persónur með frábærum frammistöðum sínum. Þetta er mynd sem er erfitt að útskýra og bera saman við aðrar myndir en fyrir vikið er hún mjög athyglisverð og mjög vanmetin í raun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn