Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Vampires 1998

(John Carpenter's Vampires)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 8. janúar 1999

From the master of terror comes a new breed of evil.

108 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 43% Critics
The Movies database einkunn 42
/100
Vann 3 Saturn Award. James Woods sem besti leikari, besta förðun og besta tónlist.

Hér er á ferðinni blóðug hrollvekja. James Woods leikur blóðsugubana sem vinnur fyrir Vatíkanið. Hann ásamt úrvalsveit blóðsugubana ætlar að drepa síðustu blóðsuguna sem til er í heiminum. En það er hægara gert en sagt. Blóðsugan er myrkrahöfðinginn sjálfur sem murrkar lífið úr allri blóðsugusveit James Woods. James Woods stendur einn eftir ásamt... Lesa meira

Hér er á ferðinni blóðug hrollvekja. James Woods leikur blóðsugubana sem vinnur fyrir Vatíkanið. Hann ásamt úrvalsveit blóðsugubana ætlar að drepa síðustu blóðsuguna sem til er í heiminum. En það er hægara gert en sagt. Blóðsugan er myrkrahöfðinginn sjálfur sem murrkar lífið úr allri blóðsugusveit James Woods. James Woods stendur einn eftir ásamt einum félaga sínum. Nú hefst barátta milli góðs og ills. Þess má geta að hér er John Carpenter með sína eigin blóðsuguútgáfu. Blóðsugurnar sofa ekki í kistum, þær bíta þig ekkert endilega á hálsinn og þær þola hvítlauk og hjartastungur. Aðdáendur Carpenters verða ekki fyrir vonbrigðum.... minna

Aðalleikarar


Mér finnst Vampires ágæt. Enda getur útkoman ekki orðið annað en góð ef að snillingurinn John Carpenter tekur vampírur fyrir og gerir mynd um þær. Þessi mynd heppnaðist bara vel. James Woods leikur Jack Crow sem er flokkstjóri hóps af vampírubönum og allt fer í hund og kött þegar ævaforn vampíra ætlar sér úti um kross sem gefur henni mátt m.a. til að ganga um í dagsljósi. Það er nákvæmlega ekkert hægt að setja út á frammistöðu Woods's, hlutverkið er sterkt og vel skrifað og skyggir alveg á mótleikara sína og þá meina ég líka Daniel Baldwin sem er að mínu mati sísti Baldwin bróðirinn. Það sem ég hef aðallega út á þessa mynd að setja er að þegar það fer að líða á hana þá verður hún soldið þunn og jafnvel einhæf og ekki eins mikið um gaman en samt er Vampires í heild nokkuð smellin mynd og ætti þrjár stjörnur skilið en fyrir áðurnefndan galla verð ég að mínusa hálfa. Sem John Carpenter aðdáandi verður mér einfaldlega að líka þessi mynd. Langt frá því að vera hans besta verk en Vampires er samt áhorfsins verð og ég gef henni tvær og hálfa stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Jæja, ágæt mynd svosem. Til að segja sannleikann þá sukkaði hún sko, þessi þarna aðalgaurinn var svoooo ömó og leim og sonna wannabe cool dæmi....algjör karlrembumynd í þokkabót :P En, því allir voru svo leim, þá kýs ég minn uppáhaldskarakter í myndinni Valek, sem átti nú alveg skilið að ganga í dagsljósi garmurinn....En, þessi mynd var nógu asnaleg og ömurleg til að verða fyndin.....Þið ættuð ekki að missa af þessu sko, bara vera bjartsýn og þar sem á að segja ojj :( á bara að segja HAHA :D Mjög hátt....


P.S. Hún er svooo EKKI ógeðsleg.... Eins og ég sagði, bara fyndin.... :)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Í fyrsta lagi hélt ég að þessi mynd mundi nú vera ágæt, í það minnsta ekki léleg því ég heillast af vampírumyndum.

En það voru hreyn mistök að gera hana, hún var alltof ömurleg.

Þessi James var hreynt og beint bara ömurlegur, gamall skarfur að drepa vampírur með lásaboga, það er EKKI það sem fólk VILL.

Og endirinn var ekkert til að hrósa sér yfir, alltaf það sama.

Leiðinleg mynd, neiddi mig til að horfa á hana alla bara til að skrifa þennan dóm um hana.

o stjörnur, einn fílukall.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég er svo hissa. Vampires er virkilega einn léglegasta mynd sem ég hef séð. Leikararnir eru hrikalegir, tæknibrellurnar ömurlegar, tónlistin passar ekki, söguþráðurinn er langdreginn og fyrirsjáanlegur og kvikmyndatakan er fáranleg. John Carpenter, sem hræddi skítinn út úr mér með In The Mouth Of Madness, hefur aldrei gert annað eins. Þetta er svo ófrumleg mynd að það er ekki fyndið. Ef þetta væri B-mynd væri hún góð en hún er er A-mynd, þannig séð. Myndin er það sorgleg að í endanum gat ég ekki gert annað en að hlæja. Og þetta er ekki grínmynd. Það eina góða við myndina er það að það sást í rassinn á Sheryl Lee og myndin er full af alsberum gellum. Hún fær hálfa stjörnu fyrir það. Yfirleitt þegar einhver segir við þig að mynd er léleg viltu samt sjá það með eigin augu, en í þessu tilfelli er það tíma og peninga sóun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

James Woods á þessa hálfu stjörnu einn og sjálfur fyrir að reyna að bjarga þessari ræmu, en þar sem hann hefur ekkert í höndunum til að spila úr tekst það ekki. Þetta er einfaldlega drasl og engan veginn þess virði að eyða í tíma og fé, svo sleppið því endilega. Það eina sem er í lagi er eins og áður segir Woodsarinn enda er hann alltaf flottur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

07.12.2016

Lofandi nýliðar í Blu-ray bransanum

Þó svo að niðurhal sé orðið algengara en beinhörð eintök þá er enn töluvert líf í útgáfum á diskum í háskerpu og tvö ný fyrirtæki í Blu-ray bransanum fóru af stað seint á árinu.        Indicator er breskt fyrirtæki sem byrjaði á að gefa út „Body D...

06.10.2011

30 rip-off plaköt

Kvikmyndabransinn er oft kenndur fyrir að endurvinna hugmyndir, handrit og jafnvel heilu bíómyndirnar. Plakötin eru engin undantekning. Hér eru 30 plaköt sem eru, vægast sagt, svipuð. Betrayed vs Basic Instinct Madhouse vs Cheaper By The Dozen...

26.01.2011

Razzie-tilnefningarnar opinberaðar

Nýlega voru tilnefningar til Óskarsverðlaunanna opinberaðar en það eru margar myndir sem berjast um gullstyttunna fallegu. En það er önnur verðlaunahátíð væntanleg sem Hollywood-menn eru ekki alveg jafn spenntir fyrir,...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn