Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

In the Mouth of Madness 1994

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Lived Any Good Books Lately?

95 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 59% Critics
The Movies database einkunn 53
/100

Þegar hrollvekjuhöfundurinn Sutter Cane hverfur, þá fer allt til helvítis ... bókstaflega! Cane hefur nef fyrir því að skrifa hluti sem vekja óvættina í bókunum til lífsins. Tryggingarannsakandinn John Trent er sendur til að rannsaka dularfullt hvarf Cane, sem leiðir hann til lítils bæjar á austurströndinni, Hobb´s End. Sú staðreynd að þessi bær er til... Lesa meira

Þegar hrollvekjuhöfundurinn Sutter Cane hverfur, þá fer allt til helvítis ... bókstaflega! Cane hefur nef fyrir því að skrifa hluti sem vekja óvættina í bókunum til lífsins. Tryggingarannsakandinn John Trent er sendur til að rannsaka dularfullt hvarf Cane, sem leiðir hann til lítils bæjar á austurströndinni, Hobb´s End. Sú staðreynd að þessi bær er til aðeins vegna sjúks ímyndunarafls Cane, er aðeins byrjunin á vandamálum sem mæta Trent.... minna

Aðalleikarar

Andleg misnotkun eftir John Carpenter, ekki fyrir
John Carpenter er enginn venjulegur fugl, myndirnar hans eru jafn einstakar og þær eru mistækar. Stundum er hann ótrúlega frumlegur og hittir beint í mark, stundum gerir hann miðjumoð en sjaldan koma frá honum rotin epli. Ghosts of Mars er dæmi um þannig epli, en In The Mouth of Madness er dæmi um eitt hans besta verk. The Thing hóf heimsendaþríleikinn, og þvílík byrjun. The Thing er líklega besta sci-fi horror mynd allra tíma, eftir það kom Prince of Darkness sem var einnig í sci-f horror geiranum. Sú mynd var því miður langt frá gæðastigi The Thing en slapp sem miðjumoð, allavega miðað við aðrar Carpenter myndir. In The Mouth of Madness klárar þennan heimsendaþríleik með að taka allt aðra stefnu en forverarnir sínir.

Byggð á bók Stephen King, ég hef ekki hugmynd hve trú myndin er bókinni en hvort sem er þá þetta ein mest sáfræðilega truflandi mynd fyrr og síðar. Hún hefur öll Carpenter einkennin í kvikmyndastíl og grófleika, en þetta er í fyrsta sinn sem Carpenter fer í að trufla mann í stað þess að sjokkera. Því minna sem þú veist um myndina eða bókina fyrir áhorf, því betra. Ég hafði ekki hugmynd hvað ég átti von á þegar ég sá hana fyrst, en það sem ég fékk var truflandi, flókið og bókstaflega geðbilað. Þetta er John Carpenter að fokkast í manni í 90 mínútur og þar af leiðandi er hún alls ekki fyrir alla.

Augljóslega er Sam Neill alltaf kostur, maðurinn getur verið meira creep en andskotinn, munið eftir Event Horizon? Hérna er hann að sýna leikhæfileika á öllum sviðum og hann gerir það vel. Mætti kalla þetta hans "tour de force" frammistöðu bara í þeirri deild að vera mindfucked alla myndina. Myndin er í þeirri deild að efa undirstöðu tilveru aðalpersónunnar á afar sérstakan hátt og með frammistöðu Sam Neill og litríka stílinn hjá Carpenter þá er niðurstaðan afar áhugaverð. Meira má ekki segja um söguþráðinn án þess að skemma fyrir.

Til þess að enn fremur ítreka gæði myndarinnar frá sjónarhorni höfundarins hérna, þá er þetta hugsanlega besta Stephen King mynd sem gerð hefur verið. Flestir myndu argast við þessa tilhugsun og öskra "Shawshank Redemption" aftur og aftur. Ég ætla ekki að tala illa um Shawshank en það sem Shawshank hefur í hefðbundnum sögustyrk hefur Madness í sálfræðilegu mindfucki. Að kalla Shawshank Redemption einstaka mynd væri ekki alveg rétt, þar sem til eru ýmsar myndir sem eru líkar henni eða mjög svipaðar. Madness er einstök mynd, það er ekki til neitt líkt henni nein staðar svo ég viti af. Betri en Shawshank, kannski ekki en mun einstakari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Besta John Carpenter-myndinn.
John Carpenter hefur þennan svakalega dark-stíl og þessar dauðar tökur. Hann vantar sig oftast við myndirnar sínar og þegar maður veit þegar the-super-spooky-atriðið kemur þá verður varla tónlist. Myndir hans eru oftast vel leiknar og brellur, sýn á myndunum hans eru ógeðslegar. Þessi mynd er á topp 5 John Carpenter listanum mínum. Númer 1#.

Söguþráður myndirinar er geðveikur og rithöfundur myndarinar skrifaði það sem honum langaði til að skrifa. Bara að láta vita : Allt sem gerist í myndinni mun aldrei gerast, ég endurtek, mun aldrei gerast.

Þeir blanda mikið að skemmtilegum hugmyndum saman við þennan söguþráð : Framleiðandi að rannsaka nýjustu bók, höfunds sem sést aldrei.
Það sem er blandað við þessu er : skrímsli, draugar, satan og annað skemmtilegra, en ég segji ekki því að þetta er must-see-mynd og ef við viljð vita, þá bara horfið á myndina.
Aðalpersóna myndarinar er svona, ekta framleiðandi í einnhverri ekta amerískri mynd. Leiðinlegur. Þetta er samt þannig að karekter að maður þarf ekki að segja : neeeeeeeeeei, ekki vera svona mikill skíthæll. Frekar skemmtileg persóna. Útlind myndarinar er frekar óhugnalegt og sýn af krípí fólki í myndinni er frekar KRÍPÍ. Ég mæli með þessari mynd. John Carpenter var á hassinnu á kvikmynda-tímabilinu hans og í þessari mynd, sérst skýrt og greinlega að hann var næstum búin að milja heilann sinn í sandkorn.

Geðveik mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

In the Mouth of Madness segir frá tryggingarannsóknarmanninum John Trent (Sam Neill) sem sérhæfir sig í að koma upp um svindlara o.þ.h. Myndin hefst á því að hann er lagður inn á geðsjúkrahús og síðan fer öll myndin í það að hann rekur alla söguna á meðan geðlæknirinn Wrenn (David Warner) hlustar. Trent lá leið sína í smábæ út í bandaríkjunum til að hafa uppi á rithöfundi sem hvarf en þar var maðkur í mysunni og okkar maður lenti í heldur óskemmtilegri lífsreynslu. Alger snilldarhrollvekja sem leikur sér einnig að því að draga mörkin milli veruleika og skáldskap. Spennandi mjög og húmorinn er oft á tíðum svo yndislega svartur að maður bara hálf skammast sín fyrir að hlæja. Blóðugu atriðin eru þó nokkuð djúsí og ætti að geðjast þeim sem hafa smekk fyrir svoleiðis. Sam Neill er alveg í essinu sínu og hefur sjaldan verið svona góður. David Warner er frábær eins og alltaf og Charlton Heston kemur sterkur inn sem bókaútgefandi. Svo er endirinn trylltur og alveg að hætti John Carpenter. In the Mouth of Madness og Escape myndirnar eru sannarlega bestu myndir meistarans. Fjórar stjörnur.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn