Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

The Omen 2006

(Omen 666)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 6. júní 2006

6 6 06, His Day Will Come

110 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 26% Critics
The Movies database einkunn 43
/100

Þegar prestur í Vatikaninu sér halastjörnu, þá er kirkjan sannfærð um að heimsendir sé á næsta leiti. Á sama tíma er guðsyni forseta Bandaríkjanna, Robert Thorn, tilkynnt á fæðingardeildinni í Róm af séra Spiletto, að eiginkona hans Katherine, hafi misst barnið og vandamál hafi komið upp þannig að hún muni líklega ekki geta átt annað barn. Spiletto... Lesa meira

Þegar prestur í Vatikaninu sér halastjörnu, þá er kirkjan sannfærð um að heimsendir sé á næsta leiti. Á sama tíma er guðsyni forseta Bandaríkjanna, Robert Thorn, tilkynnt á fæðingardeildinni í Róm af séra Spiletto, að eiginkona hans Katherine, hafi misst barnið og vandamál hafi komið upp þannig að hún muni líklega ekki geta átt annað barn. Spiletto segir Robert að annað barn hafi fæðst á sama tíma sem missti móður sína, og þau geti fengið það barn í staðinn fyrir það sem þau misstu. Robert samþykkir það og skírir hann Damien. Robert fær síðan stöðuhækkun upp í stöðu sendiherra í London eftir hræðilegt slys. Þegar barnfóstra Damien fremur sjálfsmorð í afmælisveislu hans, þá kemur ný barnfóstra, Frú Baylock, til starfa. Kathereine áttar sig smátt og smátt á að Damien er illur, og séra Brennan hefur samband við Robert, og segir honum að Damien sé sonur djöfulsins. Þegar presturinn deyr í furðulegu slysi, þá sýnir ljósmyndarinn Keith Jennings Robert sönnunargögn fyrir því að Damien sé and-kristur. Þau fara til bæjarins Megiddo til að finna út úr því hvernig hægt sé að stöðva drenginn. ... minna

Spila stiklu
  • Aðalleikarar

    Leikstjórn


    Ungur stjórnmálamaður Robert Thorn(Liev Schreiber) er í Róm ásamt rosalega óléttri konu sinni Katharine(Julia Stiles) sem eignast andvana barn. Presturinn sem sá um fæðinguna segir Robert að önnur móðir hafi dáið við fæðingu en nýfæddur sonur hennar sé ennþá á lífi og vantar foreldra, þar sem Thorn hjónin eru rétt búin að missa barn þá er tilvalið að taka þetta í staðinn án þess að segja Katharine frá, og Robert samþykkir og skýrir barnið Damien. Sendiherran sem gerði Robert að vara manni sínum, deyr í slysi og Robert tekur við af honum og flytur í stórt hús í Englandi með Kathatrine og Damien, sem hamingjusöm fjölskylda. En þegar barnfóstra Damiens hengir sig fyrir framan alla gestina í barnaafmæli hans, þá fara fleiri skrítnir hlutir að gerast. Prestur sem kallar sig Brennan(Pete Postlethwaite) hefur samband við Robert og heldur því fram að Damien gæti verið eitthvað allt annað en lítið ættleitt barn frá Ítalíu nefnilega antikristur... Með hjálp frá ljósmyndaranum Keith Jennings(David Thewlis) ætlar Robert að komast að meiru í málinu áður en fleiri deyja eða jafnvel verri að það komi heimsendir....

    Omen(2006) er endurgerð sem var aðeins gerð til þess að græða á frumsýningardegi hennar sjötta(6) júní(6) tvöþúsund(2000=0) og sex(6)= 666, tala djöfulsins/fæðingarmerki antikrists.

    Upprunalega myndin frá 1976 í leikstjórn Richard Donner(Superman, Leathal weapon myndirnar) er talin vera hryllings klassík, og margir fúlir að hún hafi verið endurgerð. Sjálfur sá ég hana á eftir endurgerðinni og fannst hún ekki jafn frábær og hún eigi að vera en engu síður góð.

    Endurgerðin í leikstjórn John Moore(Flight of the Phoenix, Behind Enemy Lines) gerir ekkert nýtt, hann er mjög trúr Donner útgáfunni en alltof trúr, því að hann gerir næstum því ekkert nýtt. Handritið er 90 prósent eins og upprunalega handrit David Seltzer(hann skrifar reyndar líka endurgerðina) sem gerir það erfitt að segja hvort að handritið sé lélegt eða ekki því að það er gott en bara ekkert nýtt, þetta er bara copy and paste af upprunalega handritinu, næstum engin ný atriði (voru það nokkuð?), bara samtölin rétt svo breytt og morðin öðruvísi útfærð(ég held samt að mér finnist þau flottari í upprunalegu, hér eru þau of “final destination leg”) en engar nýjar persónur(nema forsetisráðherran í byrjun), nema að í þessari útgáfu þá er svolítið búið að breyta persónu Katharine í Robert eða rétttara sagt búið að taka element úr Robert og sett í Katharine, t.d það er hún sem heldur að það sé eitthvað að Damien en ekki í þessari afneitun sem hún var í ´76 myndinni.

    Moore passaði ekki sem leikstjóri finnst mér, Omen er ekki sama gæða mynd og hún hefði getað verið, tengist engan veginn hæfileikum heldur peningum.

    Annað, þá virkar ´06 útgáfan meira sem “action thriller” heldur en “horror thriller” og það er alls ekki jákvætt. Hún var ekki sérlega óhugnanleg né rosalega spennandi(þó alls ekki leiðinleg og pínu spennandi smat) Myndatakan er fín, en passar ekki alveg við myndina, útlitið ætti að vera “gothic”,klassískt og drunalegt eins og í “the Others”. Eitt af því sem upprunalega myndin fékk athygli fyrir var góð tónlist, sérstaklega Ave Satani en því miður er ný og mjög dauf og venjuleg tónlist í staðinn.

    Liev Schreiber sem hefur mjög oft farið í taugarnar á mér er skítsæmilegur og passar eiginlega ekki í hlutverkið sitt og eins og mátti búast við þá er frammistaða hans ekki jafn góð Gregory Peck´s í upprunalegu. Talandi um að passa ekki í hlutverkin sín þá er Julia Stiles alltof ung sem gerir hana ósannfærandi í að leika sendiherra frú sem er búin að vera gift manninum sínum í langan tíma og á með honum 6 ára barn, ég er ekki að segja að frk. Stiles hafi leikið illa(hún var ágæt) heldur þá passaði hún ekki í hlutverkið.

    Mia Farrow er í sérstöku uppáhaldi hjá mér eftir að hafa séð hana sýna einn best leik sem ég hef séð í Rosemarys baby(önnur mynd sem fjallar um djöfladýrkun og fæðingu antikrists og sem enginn má missa af!) er fín sem Mrs. Baylock en eftir að hafa þótt vænt um hana í Rosemarys baby þá er erfitt að hræðast og hata hana.

    David Thewlis er í virkilega pirrandi og alltof stóru hlutverki sem gerir leik hann ekkert mjög góðann. Pete Postlewait og Michael Cambon eru fínir í sýnum hlutverkum.

    Seamus Davy Fitzpatrick er í mikilvægasta hlutverki myndarinnar því hann er Damien, sonur djöfulsins og stendur sig bara ágætlega en hans persónu var virkilega vannýtt og var ekki nógu mörgum atriðum og sagði 3 heilar setningar.

    The Omen(2006) er fín afþreying sem vel má sjá ef manni langar að sjá hana og það er vel hægt að hafa gaman af henni. En hún er ekki nærri því jafn góð og hún hefði getað orðið af það væru fleiri hæfileikar og nýjar hugmyndir en ekki nákvæm eftiröpun af forveranum.
    Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

    Þegar ég sá þessa mynd The Omen sem, eins og flestir vita er endurgerð af samnefndri gamalli mynd, bjóst ég allt eins við að hún yrði góð, vond eða sæmileg. Niðurstaðan reyndist vera það síðastnefnda. Mér finnst þessi mynd ekki eins slæm og mörgum finnst hún vera, hún má þó eiga það að hún er spennandi og alls ekki fyrirsjáanleg. Það er t.d. alveg ómögulegt að segja til um fyrir fram hverjir munu deyja og hvenær. Slæmt við þessa mynd er leikurinn, Liev Schreiber er í mjög þurru hlutverki og næstum því laus við alla persónusköpun. Hann bara leikur illa. Julia Stiles er engu skárri og er jafnvel svo óþolandi að maður greinir ekki alveg hvort að vandinn sé hún eða hvernig hlutverkið er skrifað. Þó vil ég hrósa David Thewlis sem er fínn í mikilvægu hlutverki og fari ég ekki með rangt mál þá endurskapar hann hlutverkið sem David Warner fór með í gömlu myndinni(langt síðan ég sá þá mynd, er ekki alveg viss) og ja hérna hvað þeir eru líkir. Tala allavega svipað. Í heildina er þessi mynd alveg í lagi, á sér sín augnablik og fléttan er spennandi en á móti kemur að neistinn er alveg dauður og myndin er bara fljótgleymd þannig að tvær stjörnur er eiginlega hámarkið.
    Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
    Í... alvöru?
    Hér höfum við einhverja tilgangslausustu endurgerð sem gerð hefur verið síðan að Gus Van Sant tók upp þá hugmynd að gera Psycho alveg upp á nýtt, skref fyrir skref. Ég botna lítið í því að uppfæra klassísk handrit til að nýju kynslóðirnar fái að smakka á þessu efni. Er orðið svo mikið mál nú til dags að stökkva bara út á næstu leigu og kíkja á klassíka úrvalið? Eða eru unglingar í dag bara með óþol gagnvart því að horfa á eitthvað gamalt og gott?

    2006-útgáfan af The Omen var klárlega gerð með það í huga að höfða til fólks sem vissu sama og ekkert til upprunalegu útgáfunnar, og þá er ég að sjálfsögðu að tala um unga fólkið sem er vant því að fá einungis ódýrar bregður og leiðinda gimmick sem þykjast vera hrollvekjandi. Burtséð frá því er lítið sem ekkert nýtt sem þessi mynd gerir en hin gerði ekki.

    Ég sá ekkert varið í þessa mynd. Ég sá gömlu myndina og hélt mikið upp á hana. Ég fór á þessa mynd og fékk lélegt afrit. Stíllinn á myndinni og almennt útlit hennar er það eina sem kemur nokkuð vel út. Nýliðinn Seamus Davey-Fitzpatrick var reyndar skemmtilega skuggalegur sem Damien og virkaði vel í því hlutverki, en Liev Schreiber og Julia Stiles virtust voða óspennandi eitthvað og jafnast hvergi á við gömlu leikaranna. Það kemur samt á óvart hve fínir leikarar slógust til í aukahlutverkin. Það er ekkert leiðinlegt að hafa reynt fólk á borð við David Thewlis, Miu Farrow, Pete Postelthwaite og Michael Gambon. Þau gera svo sannarlega gott úr því sem þau hafa.

    Ég sé engan tilgang með þessari mynd (kannski það sé löngu komið á hreint...). Ef þið viljið sjá drungalegan og vel unnin þriller af gamla skólanum, notfærið ykkur smáaurinn og horfið á Richard Donner-myndina ef að þið hafið ekki séð hana. Það þarf eiginlega ekki margt annað til, því ef að þið hafið séð hana, þá eruð þið meira eða minna búin að sjá þessa líka...

    4/10

    Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

    Ef þetta er ekki einhver versta endurgerð af mynd sem ég hef séð þá veit ég ekki hvað!!!Glataðir leikarar,glatað handrit það er glatað við þessa mynd...brenna hana!!!
    Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

    Mér fannst þessi mynd alveg skelfileg... ! hún var nær manni alveg til þess að geta ekki horft á hálfa myndina ! ég get ekki sagt að ég mæli sérstaklega með þessari mynd ekki nema þig langar til þess að verða hrædd/ur :)
    Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
    Skrifa gagnrýni
    Senda inn

    Tengdar fréttir

    07.04.2024

    Uppgötvar komu andkrists

    Leikstjóri hrollvekjunnar The First Omen, sem komin er í bíó á Íslandi, Arkasha Stevenson, segist hafa verið aðdáandi The Omen myndaflokksins frá unga aldri. Það var því talsverð áskorun fyrir hana að fá það verk...

    05.07.2021

    Richard Donner látinn

    Bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Richard Donner lést í dag, 91 árs að aldri. Framleiðslufyrirtæki Donners staðfesti andlát hans við Variety en dánarorsök er enn ókunn.Ferill hans spannaði rúmlega fimmtíu ár sem leikst...

    20.09.2019

    Fáðu borgað fyrir að horfa á hrollvekjur

    Halloween, eða hrekkjavökuhátíðin er á næsta leiti, eða í lok október nk. Ef þú vilt gera sem allra mest úr hátíðinni og horfa til dæmis á eitthvað af hrollvekjum, þá er möguleiki á að þú getir fengið borg...

    Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn