Náðu í appið
The Haunting

The Haunting (1999)

"Some houses are born bad"

1 klst 53 mín1999

Eleanor Lance er greitt fyrir að koma í Hill House til að taka þátt í svefnrannsókn Dr.

Rotten Tomatoes17%
Metacritic42
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:HræðslaHræðsla

Söguþráður

Eleanor Lance er greitt fyrir að koma í Hill House til að taka þátt í svefnrannsókn Dr. Marrow, ásamt þremur öðrum. Eigendur hússins segja þeim að enginn muni verða í nágrenninu og þau muni ekki trufla heldur. Fyrstu nóttina sitja þátttakendurnir og spjalla saman. Eleanor segir þeim að svefnvandamál hennar sé öðruvísi en annarra þar sem að hún geti í raun alveg sofið, en hún vakni upp af því að hún heldur að látin móðir sín búi enn hjá sér. En þetta breytist í rannsókninni því núna vaknar hún eina nóttina í Hill House þar sem hún heyrir í börnum sem eru að biðja um hjálp. Fyrst hræðist hún raddirnar, en lærir síðan að leiða þær hjá sér. Síðar þá uppgötvar hópurinn að Dr. Marrow er í raun ekki að prófa þau fyrir svefnrannsóknir heldur er hann að prófa þau fyrir hræðslu. Í fyrstu er hræðslan talin vera plat, en í lokin kemur í ljós að hún er raunveruleg þegar hávaði heyrist og hlutir fara að hreyfast úr stað. Núna þurfa þau að komast út úr húsinu áður en þau verða öll drepin.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

DreamWorks PicturesUS
Roth-Arnold Productions

Gagnrýni notenda (6)

Við hverju bjuggust þið? The Haunting er einfaldlega fín afþreying og ekkert meiri en það. Þriggja stjörnu skemmtun og alveg þess virði að sjá. Ég meina, engin bjóst við meistarastykki...

Ömurleg endurgerð einnar albestu hrollvekju sem ég hef séð. Í frumgerðinni frá 1963 sagði frá dulfræðirannsóknum mannfræðings nokkurs í gömlu yfirgefnu stórhýsi, sem alræmt var fyr...

Þessi mynd, The Haunting, þykist vera endurgerð samnefndrar myndar frá árinu 1963, en á í raun ekkert sameiginlegt nema nafnið og stórt, reimt hús. Sjaldan ef nokkurntíma hef ég labbað ja...

Það er ekki hægt að mæla með þessari mynd. Ein af verstu hrollvekjumyndum sem ég hef séð. Myndin var ekkert þannig ógnvekjandi og þetta er eina hrollvekjumyndin sem ég var ekki hræddur ...

The Haunting kom mér nokkuð á óvart. Fyrst hélt ég að hún yrði hræðileg, en Jan De Bont hafði ekki beint sýnt hæfileika sína í Speed 2, en eftir fyrri helming myndarinnar varð mér lj...

Læknir nokkur ákveður að gera rannsókn á ótta í hópi einstaklinga og fær því þrjá einstaklinga sem eiga við svefnleysisvandamál að stríða til þess að gista nokkrar nætur í göml...