Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Speed 1994

Get ready for rush hour.

116 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 95% Critics
The Movies database einkunn 78
/100

Áætlun hryðjuverkamanns um að sprengja lyftu í loft upp klikkar, þannig að hann ákveður í staðinn að koma sprengju fyrir í strætisvagni í Los Angeles. Sprengjan er þannig gerð að þegar hún hefur verið virkjuð, þá verður strætóinn að halda sig á 50 mílna hraða á klukkustund, að öðru leyti mun hann springa. Ef lögreglumaður reynir að sleppa farþegum... Lesa meira

Áætlun hryðjuverkamanns um að sprengja lyftu í loft upp klikkar, þannig að hann ákveður í staðinn að koma sprengju fyrir í strætisvagni í Los Angeles. Sprengjan er þannig gerð að þegar hún hefur verið virkjuð, þá verður strætóinn að halda sig á 50 mílna hraða á klukkustund, að öðru leyti mun hann springa. Ef lögreglumaður reynir að sleppa farþegum úr vagninum þá mun hryðjuverkamaðurinn einnig sprengja vagninn í loft upp.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Fáar myndir gerðu það eins gott í kvikmyndahúsum árið 1994 og þessi spennutryllir, enda er hér á ferð algjör veisla fyrir þá sem unna spennandi söguþræði. Keanu Reeves leikur sprengjusveitarmanninn Jack Traven sem kallaður er á vettvang þegar um sprengjuhótanir er að ræða. Ef hann hefur einhvern tíma þurft á hæfileikum sínum að halda, þá er það nú, því snargeggjaður, en eitursnjall, náungi hefur nefnilega komið fyrir sprengju í strætisvagni sem verður virk um leið og hraði vagnsins fer yfir 80 kílómetra hraða á klukkustund. Eftir það springur sprengjan um leið og hraðinn verður minni en það. Hryðjuverkamaðurinn lætur Traven vita um fyrirætlanir sínar og býr svo um hnútana að Traven er gert mögulegt að komast á vettvang - eftir að sprengjan er orðin virk. Verkefni Travens er því að tryggja að vagninn nái að halda lágmarkshraða og að finna leiðir til að aftengja sprenguna. Til að auka á vandræðin verður vagnstjórinn fyrir skoti og í sæti hans sest ung kona sem hefur ekki einu sinni bílpróf! Leikurinn berst víða um götur Los Angeles þar sem hraðinn er mikill! Keanu Reeves og Sandra Bullock eru hreint frábær í góðum hlutverkum. Einnig eru þeir Dennis Hopper og Jeff Daniels góðir. Þriggja og hálfrar stjarna mynd sem ég mæli eindregið með. Góð og hörkuspennandi mynd sem ég hef horft á milljón sinnum Alls ekki missa af henni!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Storleikaarnir Keanu Reeves, Sandra Bullock og Dennis Hopper leika saman i thessum gedveika spennu triller.Mindin er einfaldlega god.Leikaarnir fara a kostum.thessari mind.Thessi mind var/er einfaldlega spennandi fra byrjun til enda(allveg satt).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Speed. Hvað get ég sagt ? Þetta er ein af þeim bestu myndum áratugarins. Söguþráðurinn er frábær. Keanu Reeves og Sandra Bullock eru góð saman, allt gott að segja um hana. Sjáið þessa, hún er þess virði. Því miður varð framhaldið ömurlegt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Brilliant mynd. Topp spennumynd. Keanu Reeves og Dennis Hopper eru mjög góðir í hlutverkum sínum. 4 stjörnu mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn