Náðu í appið
Twister

Twister (1996)

"Don't Breathe. Don't Look Back."

1 klst 53 mín1996

Myndin, sem gerist í miðríkjum Bandaríkjanna, fjallar um hópa af vísindamönnum sem hafa það að atvinnu að elta skýstrokka og safna upplýsingum um hegðan þeirra.

Rotten Tomatoes68%
Metacritic68
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:HræðslaHræðslaBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Myndin, sem gerist í miðríkjum Bandaríkjanna, fjallar um hópa af vísindamönnum sem hafa það að atvinnu að elta skýstrokka og safna upplýsingum um hegðan þeirra. Skýstrokkar verða til þegar mjög kalt loft mætir heitu lofti og þess vegna eru aðstæður fyrir þá ákjósanlegar í miðríkjum Bandaríkjanna. Síðla vors er þegar orðið mjög heitt í Mexíkóflóanum en mjög kalt í Kanada. Vegna stöðu Klettafjallanna í landslaginu berst kalt loft suður og austur yfir Bandaríkin og mætir það heita loftinu yfir miðríkjunum á svæði sem stundum er kallað "Sund skýstrokkanna". Þegar fréttir berast af stærsta skýstrokki sem komið hefur í Oklahoma í nær hálfa öld setja vísindamenn sig í stellingar með tæki og tól tilbúnir að leggja líf og limi í hættu til að safna upplýsingum um strokkinn. Tveir hópar keppinauta hafa hvor um sig hannað búnað til að senda inn í skýstrokkinn. Búnaðurinn safnar tölulegum upplýsingum um hegðan strokksins og sendir í tölvubúnað á jörðu niðri. Þess hóps vísindamanna, sem tekst að koma búnaðinum inn í þennan stærsta skýstrokk aldarinnar, verður minnst í sögubókum og hlýtur virðingu innan veðurfræðinnar um allan heim, því engum hefur tekist það fyrr. Það er því til mikils að vinna og báðir þessir hópar vísindaofurhuga eru tilbúnir að leggja allt undir því þeir ætla sér sigur yfir skýstrokkunum svo og öðrum vísindamönnum. Eltingaleikurinn er hafinn en barátta við skýstrokka er ekkert gamanmál því þeir eru óútreiknanlegir, hlífa engum og gereyða öllu sem þeir snerta.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Warner Bros. PicturesUS
Universal PicturesUS
Amblin EntertainmentUS

Verðlaun

🏆

Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir hljóð og tæknibrellur.

Gagnrýni notenda (2)

Þessi mynd er svo uppfull af tæknibrellum að aðstendendur myndarinnar virðast hafa gleymt söguþræðinum. Meðan ég horfði á hvirfilbylina þeyta beljum út um allar trissur, varð ég svo...

Leikstjórinn Jan De Bont sem sló heldur betur í gegn með mynd sinni Speed 1994, er hér mættur til leiks á ný með meiriháttar skemmtilega stórspennumynd þar sem tæknilið undir handleiðsl...