Náðu í appið
17
Bönnuð innan 12 ára

Lara Croft Tomb Raider: The Cradle of Life 2003

(Tomb Raider 2)

Frumsýnd: 22. ágúst 2003

117 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 24% Critics
The Movies database einkunn 43
/100

Hinn djarfi breski fornleifafræðingur Lara Croft hefur mögulega gert stærstu fornleifauppgötvun sögunnar: hnött sem leiðir til hins goðsagnakennda box Pandóru. Til allrar óhamingju þá lendir hnötturinn í höndum Jonathan Reiss, ills vísindamanns sem verslar með stórhættulegar veirur, og vonast til að selja leyndarmálin í boxinu, sem hættulegasta vopn allra... Lesa meira

Hinn djarfi breski fornleifafræðingur Lara Croft hefur mögulega gert stærstu fornleifauppgötvun sögunnar: hnött sem leiðir til hins goðsagnakennda box Pandóru. Til allrar óhamingju þá lendir hnötturinn í höndum Jonathan Reiss, ills vísindamanns sem verslar með stórhættulegar veirur, og vonast til að selja leyndarmálin í boxinu, sem hættulegasta vopn allra tíma. Breska leyniþjónustan ræður Lara til að ná boxinu af Reiss, og hún fær með sér í lið Terry Sheridan, breskan fyrrum sjóliðshermann, sem orðinn er málaliði ( og er fyrrum kærasti hennar ). Þau lenda í miklum ævintýrum sem teygja sig yfir margar heimsálfur í leit sinni að hnettinum. ... minna

Aðalleikarar


Horfði á þessa í nótt eftir verzló reunion. Ég veit ekki hvort að það var bjórinn en þetta er ein alversta mynd sem ég hef séð, hún nálgaðist næstum því Batman & Robin. Fyrsta myndin var ágæt afþreying en við hliðin á þessari breytist hún í eitthvað fullkomið meistaraverk. Cradle er eins og hún hafi verið gerð fyrir 10 ára krakka sem hafa aldrei séð myndir á borð við Indiana Jones eða James Bond. Hver einasta setning er hallærisleg klysja og action atriðin eru oftast tilgangslaus og fáranlega ótrúleg. Við erum að tala um það að Lara Croft kýlir hákarl (mjög gervilegan) og lætur hann svo synda með sig upp að yfirborðinu. Óvinurinn gæti alveg eins heitið Dr. Evil svo absúrd er hann. Í einu atriðinu drepur hann einn af fundarmanna á glæpafundi af því hann var svikari, mjög frumlegt. Þessi mynd er ekki kusk í nafla Indiana Jones. Ef þið hafið ekki séð hana í guðanna bænum EKKI SJÁ HANA!

Þetta er versta mynd Gerald Butler, versta mynd Angelina Jolie (sem var reyndar flott í silfur spandex búningnum) og versta mynd Jan De Bont sem er mikið sagt eftir Speed 2: Cruise Control.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég var í þannig stuði að ég nennti ekki að takast á við einhverja snilldar mynd sem lætur þig hugsa og tekur tíma að móttaka. Ég var bara í stuði fyrir mynd eins og Tomb Raider. Tomb Raider var upphaflega byggt á tölvuleik sem bar sama nafn og myndin. Lara Croft er aðalpersóna sögunar. Hún á að vera einhverskonar blanda af James bond og Indiana Jones nema hvað að hún er kona. Lara croft er leikin af Angelinu Jolie og tekst henni ágætlega til.

Myndin sjálf var nákvæmlega það sem ég var að leita af á þeim tíma en alls engin úrvals mynd. Ég hélt þó að hún myndi vera verri en hún var og komu mörg atriði mér mjög á óvart og á tímum var ég nokkuð spenntur, sem er bara gott. Einnig gef ég henni plús fyrir að flest öll áhættu atriðin eru gerð í alvöru og þar má nefna þegar þau(Lara og Terry) hoppuðu niður af háhýsinu í kína. Reyndar voru það ekki þau en plús samt sem áður.



Ef þú ert að leita að mynd sem reynir ekki á og hefur kynþokkafulla konu í aðalhlutverki sem gaman er að horfa á, þá gæti þetta verið myndin fyrir þig.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Tomb Raider The Cradle Of Life er án efa mjög góð mynd kannski svolítið slöpp á tímum en mjög skemmtileg ævintýramynd og ef þú ert tilbúinn að sætta þig við það þá er þetta mjög góð afþreying. Tæknibrellurnar eru mjög góðar og þær skyggja ekkert á sögunna sem er mjög gott og bardaga atriðin eru ágæt en þau hefðu getað verið betri og söguþráðurinn var mjög fínn en handritið ekki eins gott því það vantaði eitthvað aukalega í það. Í myndinni fer Lara Croft(Angelina Jolie)í leiðangur til að finna öskju Pandóru og hyggst ná öskjunni áður en brjálaði og valdagráðugi vísindamaðurinn Reiss(Ciarán Hinds)sem ætlar að nota hana til að drepa milljónir af fólki og gerir sér í raun ekki grein fyrir hverju hann er að sleppa út í heiminn með því að nota hana. Lara fær yfirvöld og lögregluna til að sleppa gömlum kærasta og vinnufélaga Terry Sheridan(Gerard Butler)sem fór í fangelsi fyrir að svíkja Löru og landið sitt. Myndin gerist á mörgum flottum stöðum þar á meðal Hong Kong og Grikklandi en hún endar svo í Kenýu. Myndin hefur meiri kosti en galla og er yfirburða skemmtileg, Jan De Bont er fínn leikstjóri og ég hef fylgst með honum alveg síðan hann gerði Speed, Twister og The Hunting alveg til Tomb Raider 2 og vonast til að sjá meira frá honum fljótt. Þessi mynd fær þrjár stjörnur frá mér því mér fannst hún skemmtileg, spennandi, flottar tæknibrellur og flott bardaga atriði og Angelina Jolie hefur aldrei verið betri í kvikmynd hingað og ég bara vona að Tomb Raider 3 verði gerð á næstunni en ég vona að Simon West taki við því verkefni.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessar þrjár stjörnur fær myndin af því að þegar ég sá hana horfði ég á hana með því hugarfari að þetta væri ævintýramynd.

Góð hasar/ævintýramynd með mörgum flottum atriðum.

Ekki búast við Indiana Jones, en horfðu á hana án of mikilla væntinga, því hún er nokkuð skemmtileg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mér fannst fyrsta myndin góð. Hún var vel tekin og hasarinn var kraftmikill og spennandi. Fyrri myndir eftir Simon West voru góðar og Tomb Raider var engin undantekning. En þessu var ömuleg af minni hálfu. Það voru nokkrar flottar senur en það bætti ekki kraftlausu hasaratriðin, leiðinlega leikstjórn og ömulegt andrúmsloft myndarinnar. Tomb Raider bólan er sprungin. Myndin er ömuleg og nýji leikurinn er svo troðfullur af villum að það er varla hægt að klára hann nema að fá eitthvað patch fyrir hann.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn