Nokkuð góð sjónvarpsmynd. Van Damme kemur með góðann leik. Sagan er góð. Handritið er frumlegt og tæknilega gerð myndarinnar er bara stórkostleg miðað við að hún er sjónvarpsmynd...
Legionnaire (1998)
"A fugitive from a killer. A remote outpost. A fight to the death."
Myndin gerist á þriðja áratug síðustu aldar.
Bönnuð innan 12 ára
OfbeldiSöguþráður
Myndin gerist á þriðja áratug síðustu aldar. Alain Lefevre er hnefaleikamaður sem fær greitt frá mafíósa, Lucien Galgani, í Marseille, til að tapa viðureigninni. Þegar hann hinsvegar vinnur bardagann, þá reynir hann að flýja til Bandaríkjanna með kærustu mafíósans, Katrina, sem er í raun líka fyrrum kærasta Alain sem hann hætti við að giftast á síðustu stundu. Áætlunin bregst, menn Galgani handsama Katrina, og hann fer í staðinn í frönsku útlendingahersveitina til að komast undan mafíósanum, og er sendur til Afríku. Þar á hann í höggi við hrottafenginn liðsforingja, Steinkampf, og binst félögum sínum þeim Luther, Mackintosh og Rosetti vinaböndum. Mafíósinn kemst að því hvar hann heldur sig og ræður tvo leigumorðingja til að myrða hann. Nú þegar hersveitin er í miðjum bardaga, og hann á óvini innan raða hersveitarinnar einnig, þá kemst Lefevre að því að það er erfitt að fá annað tækifæri í hersveitinni.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar

Aðrar myndir

Aðrar myndir

















