Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

King Arthur 2004

Frumsýnd: 21. júlí 2004

The Untold True Story That Inspired The Legend

126 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 31% Critics
The Movies database einkunn 46
/100

Myndin er byggð á mun raunsærri sögu af Arthúri konungi, en hefur áður verið birt á hvíta tjaldinu. Myndin leggur áherslu á sögu og pólitík tímabilsins sem hann ríkti á - þegar rómverska keisaraveldið riðaði til falls. Árið 400 eftir Krist nær rómverska heimsveldið til stranda Bretlands og Rómverjar hrífast af bardagahæfni Sarmatian fólksins, og þeir... Lesa meira

Myndin er byggð á mun raunsærri sögu af Arthúri konungi, en hefur áður verið birt á hvíta tjaldinu. Myndin leggur áherslu á sögu og pólitík tímabilsins sem hann ríkti á - þegar rómverska keisaraveldið riðaði til falls. Árið 400 eftir Krist nær rómverska heimsveldið til stranda Bretlands og Rómverjar hrífast af bardagahæfni Sarmatian fólksins, og þeir hlífa því fólki, en skylda það til að senda syni sína til Rómar til að gegna þar herþjónustu næstu 15 árin, en eftir þann tíma mega hermennirnir snúa aftur heim til Bretlands. Arthúr konungur og riddarar hringborðsins eru þarna á meðal og takast á hendur eitt lokaverkefni áður en þeir fá frelsi sitt.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


King Arthur er ekki alveg nógu góð til að vera snilld hjá mér. Ég sá þessa mynd með pabba mínum,en vinur minn finnst hún vera lang besta stríðsmynd sem hann hefur séð, ekki mér. Leikararnir eru ágætir og þeir koma á óvart í þessari mynd. Mér finnst hún vera alveg ágæt, ég mæli mikið með þessari fyrir þá sem finnst spennumyndir skemtilegar. Ég gef henni þrjár stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta hefði verið ágætis mynd, ef þetta hefði ekki verið mynd um King Arthur. Það er alltaf sorglegt þegar sögulegir atburðir/persónur eru Holliwood-iseraðir. Sögulega séð er fáránlegt að hafa 8 manna rómverskt riddaralið, því þó að rómversk riddaralið hafi verið nokkuð fámenn (miðað við fótgöngusveitirnar), þá voru þeir þó alltaf nokkur hundruð manns. 8 manns geta ekki talist heilt riddaralið. Anakronismi er mjög áberandi í myndinni, t.d. að Saxar skulu hafa lásaboga. Vestur-Rómverska Keisaradæmið leið undir lok árið 476 og lásabogar komu ekki fram fyrr en á 10. eða 11. öld, í Ítalíu. Hvað Saxar voru að gera við þá á 5. eða 6. öld skil ég ekki. Og hvað í ósköpunum voru Keltar að gera með valslöngur? Það er líka spurning hvernig ástarsamband Guinevere drottningar og Sir Lancelots er háttað, því það átti skilst mér, að eiga sér stað eftir að Arthur var orðinn konungur (það eru hestarnir sem valda mér hugarangri ;) ).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mig langar til að gefa þessari mynd 3 stjörnur, en eigi maður að líta á þetta frá tiltölulega hlutlausu sjónarmiði á hún ekki meira skilið en 2 og hálfa.


Myndin er ágætis afþreyging, skitpir ekki öllu máli hvort hún fari eftir söguþræðinum, sem hún hefði nú mátt gera. Myndin er nú ekki nógu vel leikin á köflum og sterk tilvísun í gladiator, enda stendur sami handritshöfundur að baki þessum verkum. Að öðru leiti er hún fínasta afþreyging, full af léttum húmor.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frekar klisjukend þessi... það komu partar sem hún var að verða góð, en þá datt hún aftur niður. Fáránlegt þegar það er hrópað Rus! Og að hafa Keiru í ermalausum kjól í snjónum, meðan allir eru í brynjum og loðfeldum. Hún gerði heldur ekki mikið í myndinni, kom þegar helmingur var búinn og sagði ekki mikið, bara stóð þarna með bogann sinn og var sæt. Þetta er flott saga, en framleiðendurnir hafa gleymt sér við vinsluna. Fyrri helmingurinn snérist ekki út á neitt, það komu fyrir nokkur atriði sem skýra frá sögunni en það var síðan ekkert meira fjallað um það, bara einhverjir misheppnaðir brandarar í samtölunum hjá riddurunum. Maður komst heldur ekki inní persónurnar. Annars ágæt á sumum pörtum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Týpísk Hollywood-froða frá A-Ö
Ég myndi segja að King Arthur væri misheppnuð tilraun, en þá yrði ég alltof örlátur við hana.

Fyrir utan gott útlit er fátt annað hérna í gangi sem er virkilega hróssins virði. Þessi mynd er bara standard klisja og ekkert annað. Hér er farið illa með fræga sögu og ætlast er til að hún sé byggð á einhverjum týndum heimildum. Ég skil ekki hvers vegna handritshöfundurinn David Franzoni (sem meðskrifaði m.a. Gladiator) lét verða af því að breyta goðsögn yfir í formúlukennda Hollywood-ævintýramynd sem tekur sjálfa sig fullalvarlega. Leikstjórinn Antoine Fuqua ætti líka aldeilis að halda sig við nútímann, því hann gerir ekkert hér sem getur flokkast undir frumlegt eða áhugavert. Mér finnst hann reyndar bara yfirhöfuð slæmur leikstjóri. Hann stóð t.d. á bakvið Training Day, sem er einhver ofmetnasta mynd í heimi, og svo loks Tears of the Sun, og því minna sem ég segi um þá hörmung því betra.

Annað sem þessa mynd skortir er persónusköpun. Allar meginpersónurnar eru svo skelfilega þunnar og því verða þær sjálfkrafa óspennandi. Við gægjumst einungis rétt aðeins inn í persónulegt líf þeirra í 5 mínútur eða svo, en eftir það breytast þær í skrípafígúrur. Mér var alveg nákvæmlega sama um hver myndi lifa af eða deyja því handritið gefur manni enga ástæðu til að halda með eitthvað af þessu fólki. Leikararnir gera sitt besta og tekst þeim Clive Owen og Keira Knightley að gera kostulega hluti, en þar sem hlutverkin eru svo illa skrifuð og samtölin enn verri þýðir ekkert að hrósa þeim neitt frekar. Aðstandendur hefðu alvarlega þurft að lesa handritið áður en þetta rugl var fjármagnað. Meira að segja bardagasenurnar eru ekkert sérstakar. Það bætir heldur ekki úr skák að þau virka ósannfærandi þar sem blóð er í minnsta magni, enda PG-13 stimpill hér á ferð. Slæm ákvörðun.

Ég bið þá sem virða goðsögnina að láta þessa slátrun í friði. Ég skil ekki hvernig Jerry Bruckheimer getur endalaust blandað sér út í svona vitleysur. King Arthur er sóun í orðsins fyllstu merkingu; Sóun á sviðsmyndum, sóun á leikurum, sóun á peningum, sóun á TÍMA. Sem betur fer skilur hún ekkert eftir sig. Þetta er eins og að horfa á Monty Python and the Holy Grail án brandaranna.

2/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn