26 Pixar myndir frá verstu til bestu

Teiknimyndafyrirtækið Pixar hefur verið við lýði í næstum þrjá áratugi, en bráðum 28 ár eru frá því fyrsta myndin í fullri lengd kom frá fyrirtækinu. Vefritið Men´s Health raðaði tuttugu og sex myndum í röð eftir gæðum og má sjá listann hér fyrir neðan. [Ath. listinn var gerður áður en Elemental kom út í fyrrasumar.]

Í formála segir Men´s Health að hægt sé að skipta árutugunum þremur í þrjú tímabil. Það fyrsta hafi verið frá 1995 til 2004 (Toy Story til The Incredibles), sem hægt sé að kalla gullöld Pixar. Þarna vann fyrirtækið með Disney sem endaði svo á að kaupa Pixar árið 2006.

Annað tímabilið er frá 2004 til 2010, með myndum eins og WALL-E og Ratatouille.

Eftir frumsýningu Toy Story 3 árið 2010 byrjaði núverandi tímabil Pixar sem hægt er að skipta í tvo undirflokka: framhaldsmyndir og tilraunamyndir. Meðal mynda í síðarnefnda flokknum eru Coco og Inside Out.

Kíktu á listann hér fyrir neðan, við byrjum á númer 26 og endum á númer 1.

Cars 2 (2011)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.2
Rotten tomatoes einkunn 39%

Í Cars 2 endurnýjum við kynnin við kappaksturbílinn síhressa, Lightning McQueen, en hann og hinn trausti vinur hans, dráttartrukkurinn skrautlegi Mater, leggja nú upp í sína fyrstu ferð út fyrir Bandaríkin, þar sem McQueen á að keppa í heimsmeistarkeppninni í kappakstri, en þrjú ...

Cars 3 (2017)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.7
Rotten tomatoes einkunn 69%
The Movie db einkunn7/10

Hinn goðsagnakenndi kappakstursbíll Lightning McQueen þarf að víkja fyrir nýrri kynslóð hraðskreiðra kappakstursbíla. Til að fá að aftur að taka þátt í leiknum þá þarf hann að fá aðstoð hjá áhugasömum tæknimanni sem er með sínar eigin hugmyndir um hvernig hægt er að ...

Góða risaeðlan (2014)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.7
Rotten tomatoes einkunn 76%
The Movie db einkunn7/10

Í myndinni er spurt spurningarinnar hvað hefði gerst ef risaeðlurnar hefðu ekki dáið út fyrir 65 milljónum ára, þegar hinn meinti risaloftsteinn rakst á Jörðina. Eftir að risaeðlustrákurinn Arlo verður viðskila við föður sinn þarf hann að bjarga sér upp á eigin spýtur í ...

Ljósár (2022)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.1
Rotten tomatoes einkunn 74%
The Movie db einkunn7/10

Upprunasaga Bósa Ljósárs, hetjunnar sem var innblásturinn fyrir samnefnt leikfang. Hér er hinn goðsagnakenndi geimfari yfirgefinn á óvinaplánetu 4,2 milljón ljósár frá Jörðu ásamt yfirmanni sínum og öðrum áhafnarmeðlimum. Hann reynir að finna leiðina heim í gegnum tíma og ...

Monsters University (2013)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.2
Rotten tomatoes einkunn 80%
The Movie db einkunn7/10

Myndin fjallar um þá Mike og Sulley og þeirra fyrstu kynni og hvernig þeir leystu úr ágreiningsefnum og urðu síðan bestu vinir. Já, þeir Maggi og Sölli voru nefnilega engir vinir þegar þeir voru ung skrímsli og þurftu að deila bæði herbergi og koju í Skrímslaháskólanum. Þvert...

Finding Dory (2016)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.2
Rotten tomatoes einkunn 94%
The Movie db einkunn7/10

Myndin fjallar um hina gleymnu Dóru og leit hennar að fjölskyldu sinni. Sagan gerist um sex mánuðum eftir atburðina í fyrri myndinni, Leitin að Nemó. Allt í einu byrja minningar úr æsku Dóru að rifjast upp fyrir henni og um leið að hún á fjölskyldu einhvers staðar. Þetta leiðir...

Hin ótrúlegu 2 (2018)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.5
Rotten tomatoes einkunn 93%
The Movie db einkunn8/10

Þótt þrettán ár séu liðin frá því við hittum Parr-fjölskylduna hefur tíminn í sögunni um þau lítið liðið því myndin byrjar nánast þar sem þeirri fyrstu lauk. Eftir að hafa bjargað heiminum frá glötun færist nú ró yfir fjölskyldulífið, allt þar til Helenu er ...

Áfram (2020)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.4
Rotten tomatoes einkunn 88%
The Movie db einkunn8/10

Bræðurnir Ívar og Barði eru unglingsálfar sem fá einstakt tækifæri til að eyða einum degi til viðbótar með látnum föður sínum. En fyrst verða þeir að leggja í ævintýraför á Háðvöru (kagganum hans Barða) með tilheyrandi töfraþulum, bölvunum, dularfullum kortum, ...

Luca (2021)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.4
Rotten tomatoes einkunn 91%
The Movie db einkunn8/10

Óvænt en sterk vinátta myndast á milli ungs drengds, Luca, og sjóskrímslis sem er dulbúið eins og maður, á ítölsku ríverunni....

Tilnefnd til BAFTA verðlauna.

Toy Story 4 (2019)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.6
Rotten tomatoes einkunn 97%
The Movie db einkunn8/10

Í Toy Story 4 mæta að sjálfsögðu öll gömlu og góðu leikföngin til leiks á ný með Vidda og Bósa ljósár í fararbroddi. Auk þess hafa nokkur ný leikföng bæst í hópinn, þar á meðal plastgaffallinn Fork, sem eigandi leikfanganna, Bonnie, bjó sjálf til og á eftir að verða ...

Vann Óskarsverðlaun fyrir bestu teiknimynd. Tilnefnd einnig til Óskars fyrir lag ársins eftir Randy Newman: I Can't Let You Throw Yourself Away.

Toy Story 2 (1999)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.9
Rotten tomatoes einkunn 100%
The Movie db einkunn6/10

Í Toy Story 2 hafa Woody og Buzz sæst frá því í fyrstu myndinni og er Woody að búa sig undir að fara í sumarbúðir yfir helgi með Andy, stráknum sem á öll leikföngin. Andy tekst því miður að rífa handlegginn óvart af Woody, sem leiðir til þess að hann er skilinn eftir uppi ...

Óskarsverðlaun 2000: Tilnefnd:Besta lag – „When She Loved Me“

Brave (2012)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.1
Rotten tomatoes einkunn 78%
The Movie db einkunn7/10

Myndin gerist í hinum dulúðlegu skosku hálöndum, þar sem Merida er prinsessa í konungsríki sem stjórnað er af Fergus kóngi, og Elinor drottningu. Merida er óstýrilát dóttir, og góður bogmaður. Einn daginn ákveður hún að bjóða helgum venjum konungsríkisins birginn og veldur ...

Cars (2006)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.2
Rotten tomatoes einkunn 74%
The Movie db einkunn8/10

Á leiðinni til Kaliforníu til að keppa í Piston Cup keppninni gegn The King og Chick Hicks, þá skemmir hinn frægi Lightning McQueen bíll, óvart veginn í smábænum Radiator Springs, og er dæmdur til að gera við skemmdirnar. Lightning McQueen, verður að leggja hart að sér og kynnist...

A Bug's Life (1998)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.2
Rotten tomatoes einkunn 92%

Flik, útskúfaður maur, ákveður að finna "stríðspöddur" til að verja hina maurana gegn engissprettunum illu. Flik veit hins vegar ekki að liðið sem honum tókst að smala saman er hópur af sirkusfyrirbærum....

Turning Red (2022)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7
Rotten tomatoes einkunn 95%
The Movie db einkunn8/10

Þrettán ára stúlka, Mei Lee, breytist í risastóran rauðan pandabjörn alltaf þegar hún verður of æst. Mamma hennar, Ming, ofverndar hana aðeins meira en Lee þolir og það hjálpar ekki til. ...

Tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta teiknimynd.

Monsters, Inc. (2001)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.1
Rotten tomatoes einkunn 96%
The Movie db einkunn6/10

Eins og allir vita búa skrímsli í Skrímslaborg og fá orku frá öskrum barna sem hræðast þau. Staðreyndin er hins vegar að sum skrímslin í Skrímslaborg eru ekki síður hrædd við börn en börnin við þau. Þrátt fyrir það neyðast skrímslin til að halda áfram að hræða ...

Tilnefnd til fernra Óskarsverðlauna og hlaut þau fyrir besta lagið (If I Didn’t Have You - Ef ég hefði þig ekki) eftir Randy Newman.

WALL·E (2008)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.4
Rotten tomatoes einkunn 95%

Árið er 2700 og WALL-E hefur eytt síðustu hundruðum ára einn að gera það sem hann var hannaður til að gera - að þrífa jörðina, en mennirnir skildu eftir sig svo mikið rusl að þeir þurftu að lokum að yfirgefa jörðina og finna nýtt heimili. Eftir allan þennan tíma í einsemd...

Ratatouille (2007)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.1
Rotten tomatoes einkunn 96%
The Movie db einkunn8/10

Remy lifir á rusli með fjölskyldu sinni á sveitabýli, en ólíkt flestum hefur hann stóra drauma; hann þráir það heitast að verða kokkur. Á flótta frá býlinu stía örlögin honum frá fjölskyldunni og staðsetja hann á fyrrverandi veitingahús átrúnaðargoðs síns, kokksins ...

Finding Nemo (2003)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.2
Rotten tomatoes einkunn 99%
The Movie db einkunn8/10

Fiskur af trúðfiskakyni sem heitir Marlin, býr í Great Barrier kóralrifjunum. Hann týnir syni sínum Nemo þegar Nemo fer á flakk út á opið haf , þrátt fyrir að faðir hans sé stöðugt að vara hann við hættum úthafsins. Nemo lendir í neti og er tekinn um borð í bát, og sendur...

The Incredibles (2004)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8
The Movie db einkunn5/10

Bob Parr, öðru nafni Hr. Ótrúlegur, og eiginkona hans Helen, öðru nafni Elastigirl ( teygjustúlka ), eru heimsins mestu ofurhetjur. Þau búa í Metroville og berjast þar gegn glæpum. Þau eru í sífellu að bjarga lífum og berjast við þorpara á hverjum degi. En síðan líða 15 ár ...

Toy Story (1995)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.3
Rotten tomatoes einkunn 100%
The Movie db einkunn8/10

Toy Story segir frá nokkrum leikföngum í eigu stráksins Andy, en þó sér í lagi Woody, gamaldags kúreka sem er leiðtogi leikfanganna af því að hann er uppáhaldsleikfang Andys. Þegar Andy er ekki nálægt lifna leikföngin nefnilega við og lifa sínu eigin viðburðaríka lífi. Woody ...

Óskarsverðlaun 1996 >VANN: Sérstök afreksverðlaun fyrir fyrstu tölvuteiknimyndina í fullri lengd >Tilnefnd (3): Besta handrit / Besta tónlist – Randy Newman / Besta lag – „You‘ve Got a Friend“

Coco (2017)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.4
Rotten tomatoes einkunn 97%
The Movie db einkunn8/10

Coco segir frá hinum músíkalska Miguel sem þráir að verða tónlistarmaður eins og Ernesto de la Cruz sem var álitinn stórkostlegasti gítarleikari og söngvari Mexíkó á sínum tíma. Vandamálið er að fjölskylda Miguels lítur á tónlist sem bölvun á ættinni og bannar hana ...

Óskarsverðlaun sem besta teiknimynd.

Inside Out (2015)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.1
Rotten tomatoes einkunn 98%
The Movie db einkunn8/10

Inside Out segir frá ungri stúlku, foreldrum hennar og tilfinningunum sem bærast innra með þeim og stjórna daglegri líðan þeirra og skapsveiflum. Inside Out segir frá ungri stúlku, Dagnýju, sem er nýflutt ásamt foreldrum sínum á nýjan stað þar sem hún er byrjuð í nýjum skóla,...

Óskarsverðlaun sem besta teiknimynd

Up (2009)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.3
Rotten tomatoes einkunn 98%

Carl Fredericksen er 78 ára, einmana gamall fýlupoki sem hefur lítið að gera á daginn. Dag einn ákveður hann að láta gamlan draum, sem hann og nýlátin kona hans áttu, verða að veruleika, og fara í ferðalag til Suður-Ameríku. Með því að binda þúsundir blaðra við húsið ...

Teen Choice Awards 2009 VANN: Gamanmynd sumarsins

Soul (2020)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8
Rotten tomatoes einkunn 95%
The Movie db einkunn8/10

Tónlistarmaðurinn Joe Gardner er í tilvistarkreppu. Hann elskar djass, en er búinn að gefa drauminn um að verða sjálfur djassleikari upp á bátinn. Dag einn dettur hann niður í holræsi og lendir á ævintýralegum stað þar sem hann þarf að hugsa upp á nýtt hvað það raunverulega ...

Fékk Óskarsverðlaun sem besta teiknimynd og fyrir bestu tónlist.

Toy Story 3 (2010)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.3
Rotten tomatoes einkunn 98%

Addi er orðinn 18 ára og vaxinn upp úr leikföngunum sínum. Hann ætlar sér að setja þau öll upp á háaloft, en móðir Adda gefur þau óvart til leikskóla. Börnin á leikskólanum leika sér því miður ekki fallega með dótið sitt svo Viddi og Bósi, ásamt öllum hinum ...