Soul (2020)
"Everybody has a soul. Joe Gardner is about to find his."
Tónlistarmaðurinn Joe Gardner er í tilvistarkreppu.
Deila:
Bönnuð innan 6 áraÁstæða:
Hræðsla
HræðslaSöguþráður
Tónlistarmaðurinn Joe Gardner er í tilvistarkreppu. Hann elskar djass, en er búinn að gefa drauminn um að verða sjálfur djassleikari upp á bátinn. Dag einn dettur hann niður í holræsi og lendir á ævintýralegum stað þar sem hann þarf að hugsa upp á nýtt hvað það raunverulega þýðir að hafa sál.
Aðalleikarar
Vissir þú?
Í fyrsta uppkasti sögunnar var 22 aðal persónan en ekki Joe. 22 var meinilla við Jörðina og kvikmyndin gerðist algjörlega í sálarheimi. Joe var búinn til til að hjálpa henni að sjá að það væri þess virði að búa á Jörðinni.
Pixar ákvað að láta aðal persónuna vera tónlistarmann því þeir vildu að hann ynni við eitthvað sem áhorfendur gætu haldið með. Þeir sættust á tónlistarmann eftir að hafa prófað vísindamann sem gekk ekki jafn vel upp.
Höfundar og leikstjórar

Pete DocterLeikstjóri
Aðrar myndir

Kemp PowersLeikstjóri
Aðrar myndir
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur

PixarUS
Verðlaun
🏆
Fékk Óskarsverðlaun sem besta teiknimynd og fyrir bestu tónlist.
























