Náðu í appið
Öllum leyfð

A Bug's Life 1998

(Pöddulíf)

Justwatch

Frumsýnd: 12. febrúar 1999

An epic of miniature proportions.

96 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 92% Critics
The Movies database einkunn 77
/100

Flik, útskúfaður maur, ákveður að finna "stríðspöddur" til að verja hina maurana gegn engissprettunum illu. Flik veit hins vegar ekki að liðið sem honum tókst að smala saman er hópur af sirkusfyrirbærum.

Aðalleikarar


Myndin Pöddulíf kom út árið 1994 og var stíluð Meistaraverk. Pöddulíf fjallar um maurinn Flikk og hina maurana sem hann býr með í maurabúinu og lendir hann, og allir hinir maurarnir, í mörgum ævintýrum. Felix Bergsson talar fyrir Flikk, eins og í flestum þýddum Disneymyndum.


Pöddulíf - 1998


Leikstjórar : John Lasseter & Andrew Stanton

Handrit : John Lasseter & Andrew Stanton


-

Pöddulíf fjallar um maurinn Flikk og hans ævintýri. Flikk er ekki vinsæll í maurabúinu og er átalinn vitleysingur. Einn daginn, þegar maurarnir eru búnir að vera að safna mat allan daginn fyrir engisspretturnar, finnur Flikk upp nýja uppfinningu. Prinsessan, hún Atta, hefur ekki mikið alit á Flikk og álítur hann smán á maurabúið. Þegar viðvörunarbjallan fer í gang hlaupa allir maurarnir inn í búið, og vonast til þess að engisspretturnar komi, éti og fari, eins og þær hafa ávallt gert. Flikk hinsvegar er of seinn og hendir þessari fínu uppfinningu á matinn sem dettur ofan í poll. Sem er eins og á í þeirra augum. Engisspretturnar verða reiðar og hóta öllu illu. Þær fara og segjast ætla að koma aftur þegar síðasta laufblaðið er fallið, og þá eiga maurarnir að vera tilbúnir með mat, og tvöfalt af öllu.


Þegar dæma á Flikk, fyrir gáleysi sitt, kemur hann með hugmynd. Hann segist geta farið, af eyjunni sem búið er staðsett á, og fundið stærri og sterkari pöddur til að hjálpa við að berjast við engisspretturnar. Drottningin og aðstoðar menn hennar þurfa ekki að hugsa sig um tvisvar, ef Flikk fer í burtu þá verður allt betra. Flikk fer því til frá eyjunni og allir fagna, hann heldur að maurarnir séu að fagna honum góðrar ferðar, en maurarnir eru að fagna því að hann er farinn og kemur ekki aftur. Flikk fer til Pödduborgar og hittir þar marga, en enginn vill hjálpa honum. Hann finnur þá misheppnað sirkúsfólk sem hann heldur að sé herpöddur. Hann fer með “herpöddurnar” heim í búið og þeim er tekið vel. Sirkúspöddurnar sjá fljótt að það halda allir að þær séu herpöddur. Þær flýja burt, en Flikk nær þeim og þá skeður eitt merkilegt. Þegar þær eru að fara lender litla drottningarbarnið í vandræðum, en ná pöddurnar að bjarga henni, og sanna sig fyrir maurunum.


Flikk kemst að því að foringi eingissprettana er skíthæddur við fugla. Hann tekur uppá því að búa til risafugl í þeirri von að hræða Skoppa, foringjann og þá kannski myndu engisspretturnar fara og aldrei koma aftur. Maurarnir fatta samt að þetta eru bara venjulegar sirkúspöddur og búa sig undir það versta. Einn daginn, þegar síðasta laufið fellur, koma eingisspretturnar aftur og vilja matinn sinn. Auðvitað er enginn matur til, því að allur tíminn fór að búa til fuglinn. Skoppi verður ævareiður og byrjar að ráðast á fuglana, segir þeim að fara að ná í mat og þannig. Þá fara Flikk og fleiri maurar og ná í fuglinn og fljúga niður. Það heppnast mjög vel, fyrir utan það að ein paddan kveikir í honum, og vinna maurarnir. Eins og áður þá endar þessi saga vel.


Takk fyrir mig.


Kveðja,

Hrannar Már.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Maurabú á í vandræðum. Engisprettur undir forystu hins illa Hopper, Kevin Spacey, ræna þá mat ár eftir ár svo þeir hafa einungis rétt nóg handa sjálfum sér. Eftir að maturinn sem engispretturnar eiga að fá fellur niður í poll vegna þess að einn maurinn slysast óvart til að fella hana gefur Hopper maurunum þann kost að þeir verði að safna helmingi meiri fæðu handa þeim næst þegar þeir koma. Þetta virðist vera ógjörningur. Hinn klaufski maur, sem eyðilagði matinn, fær þá hugmynd að kalla á aðrar pöddur sér til aðstoðar. Hann finnur þær en þær reynast þá vera sirkuspöddur en ekki bardagapöddur. Þær ætla nú samt að hjálpa maurunum að vinna bug á engisprettunum. Þessi sniðuga, fyndna, litla Disneyteiknimynd er svar Disneyfyrirtækisins við Antz frá Dreamworks. Myndin er eins vel gerð og á verður kosið og er mjög fyndin í besta Disneystílnum. Leikraddirnar eru allar til fyrirmyndar, sérstaklega er hinn frábæri leikari Kevin Spacey skemmtilega illur sem Hopper. Best fannst mér hvernig þeir sýndu stærðarhlutföllin. Til dæmis er spörfuglinn, sem við teljum sætt og lítið dýr, gerður að risastóru og ægilegu skrímsli hérna. Samt líkaði mér betur við Antz af því að hún var ekki eins hefðbundin. Til gamans má geta að frumhugmyndin að þessu verki er runnið frá myndinni The Seven Samurai, meistaraverki Akira Kurasawa. Allt í allt mjög fyndin og skemmtileg mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það er engin spurning, Bugs life er einfaldlega besta myndin. Hún fjallar um vinnumaur sem leggur upp í langa ferð við að bjarga búinu frá engispretunum. Hann átti að leita að her en það sem hann fékk var fjöllistahópur. Það er frábær tölvugrafík (betri en í toy story) en þó má finna galla í henni. Seinustu mínúturnar voru orðnar svolítið langdregnar en fyrir utan það er þetta rosalega góð mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er brilliant! Geggjaðar persónur með húmorinn í lagi! Fjórar stjörnur er of lítið fyrir svona góða mynd. Trúið mér! Þetta er besta teiknimynd sem gerð hefur verið á öldinni!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Nokkru eftir að Toy Story leit dagsins ljós kemur næsta mynd Pixar sem fjallar um maurabú sem lendir í vandræðum þegar ekki tekst að safna nógum mat fyrir engisprettur sem lengi hafa kúgað maurana. Einn af maurunum er sendur til þess að sækja stærri pöddur til að hjálpa í baráttunni við engispretturnar en í staðinn fyrir að finna illskeyttar bardagapöddur tekst honum aðeins að finna leikhóp sem var rekinn úr flóasirkus. Það er frekar óhjákvæmilegt að bera þessa mynd saman við hina nýlegu Antz, báðar myndirnar fjalla um maurabú í vandræðum og hafa báðar þann meginboðskap að einstaklingur geti skipt máli þótt hann sé örsmár hluti af stórri heild. Útlitslega séð ætla ég ekki að gera upp á milli þeirra, báðar myndirnar eru gerðar með glæsilegri tölvugerða þrívíddargrafík. Reyndar voru svipbrigðin á persónunum mun vandaðri í Antz, í þessari mynd eru til að mynda allir maurarnir með mjög lík andlit. Ég hafði aðeins meira gaman af þessari heldur en Antz samt, sennilega af því að húmorinn fannst mér fyndnari. Það er samt rétt að taka fram að ég er ekki neinn sérstakur Woody Allen aðdáandi. En þessi mynd er allavega frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna, það er alveg óhætt að mæla með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn