Náðu í appið
Cars 2

Cars 2 (2011)

Bílar 2

"Going where no car has gone before."

1 klst 46 mín2011

Í Cars 2 endurnýjum við kynnin við kappaksturbílinn síhressa, Lightning McQueen, en hann og hinn trausti vinur hans, dráttartrukkurinn skrautlegi Mater, leggja nú upp í...

Rotten Tomatoes40%
Metacritic57
Deila:
6 áraBönnuð innan 6 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiHræðslaHræðsla

Söguþráður

Í Cars 2 endurnýjum við kynnin við kappaksturbílinn síhressa, Lightning McQueen, en hann og hinn trausti vinur hans, dráttartrukkurinn skrautlegi Mater, leggja nú upp í sína fyrstu ferð út fyrir Bandaríkin, þar sem McQueen á að keppa í heimsmeistarkeppninni í kappakstri, en þrjú mót verða haldin til að komast að því hver er hraðasti kappakstursbíll í heimi. Fara þau fram í Japan, á Ítalíu og á Englandi og ætlar McQueen sér að sjálfsögðu ekkert annað en sigur. Hins vegar láta vandamálin fljótt á sér kræla. Mater fer að fá meiri áhuga á njósnastarfsemi en honum er hollt, á meðan McQueen þarf að kljást við erfiðari andstæðinga en áður án nokkurrar hjálpar, sem setur vináttu þeirra að auki í nokkra hættu. Ná kumpánarnir að komast í gegnum vandræði sín áður en titillinn er tapaður fyrir McQueen og Mater verður pikkfastur í heimi alþjóðanjósna?

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

PixarUS
Walt Disney PicturesUS

Gagnrýni notenda (1)

Þokkaleg dótaauglýsing

★★★☆☆

Áður en fjallað er um Cars 2 er eiginlega nauðsynlegt að útskýra aðeins hvernig hún varð til og hvers vegna. Tilvist hennar lýsir sér nokkurn veginn svona:Fyrri Cars-myndin frá 2006 var (...