Náðu í appið
Toy Story

Toy Story (1995)

Leikfangasaga

"Hang on for the comedy that goes to infinity and beyond!"

1 klst 21 mín1995

Toy Story segir frá nokkrum leikföngum í eigu stráksins Andy, en þó sér í lagi Woody, gamaldags kúreka sem er leiðtogi leikfanganna af því að hann er uppáhaldsleikfang Andys.

Rotten Tomatoes100%
Metacritic96
Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð

Hvar má horfa

Söguþráður

Toy Story segir frá nokkrum leikföngum í eigu stráksins Andy, en þó sér í lagi Woody, gamaldags kúreka sem er leiðtogi leikfanganna af því að hann er uppáhaldsleikfang Andys. Þegar Andy er ekki nálægt lifna leikföngin nefnilega við og lifa sínu eigin viðburðaríka lífi. Woody til mikils hryllings kemur Andy heim einn daginn með glænýtt leikfang, geimfarann hugrakka Buzz Lightyear. Verður Buzz brátt hið nýja uppáhaldsleikfang Andys og verður Woody afar afbrýðisamur í kjölfarið. Á sama tíma gerir Buzz sér enga grein fyrir því að hann er í raun aðeins leikfang og horfir á hin leikföngin sem hindrun í mikilli geimför sinni. Þegar Woody ætlar að hefna sín á Buzz fellur hann út um gluggann og neyðist því að leggja í stórhættulega för út í heiminn til að bæta fyrir mistök sín og endurheimta Buzz.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

PixarUS

Verðlaun

🏆

Óskarsverðlaun 1996 >VANN: Sérstök afreksverðlaun fyrir fyrstu tölvuteiknimyndina í fullri lengd >Tilnefnd (3): Besta handrit / Besta tónlist – Randy Newman / Besta lag – „You‘ve Got a Friend“

Frægir textar

" Þú ert aumkunarverður lítill kall og þú átt alla mína samúð, farvel."

Gagnrýni notenda (5)

Góð fjölskyldumynd!

Toy story er fyrsta mynd pixars fyrirtækisins í fullri lengd og er frekar góð. Reyndar voða einföld saga og þunn en manni leiðist aldrei og gæðin eru mikil miðað við hvenær hún kom út....

Toy Story - 1995 Leikstjóri : John Lasseter Handrit : John Lasseter & Andrew Stanton - Toy Story er um Adda, sem er ungur drengur, og leikföngin hans. Addi á fullt af leikföngum og...

Þessi teiknimynd er ein sú allra besta... Viddi lögreglustjóri er uppáhalds leikfangið hans Adda og þar með vinsælasta leikfangið í leikherberginu, þar til að Addi fær nýjast og flottas...

TOY STORY er mjög góð kvikmynd en það mætti vera meira grín í henni og mér finnst að þaðsé asnalegt að seta hermennina í það asnalega hlutverk að koma fyrir talstöð í einhverjum a...

Þetta er frábær mynd í alla staði. Woody og öll hin dótin í herberginu hans Andy eru mjög spennt yfir því hvað hann fær í afmælisgjöfunum. Woody er svo viss að enginn mun leysa neinn ...