Aðalleikarar
Leikstjórn
Yndisleg
Ég ákvað fyrir löngu að sjá up en tafðist dálítið og sá hana ekki fyrr en í gær. Hún er alveg frábær og er ég mjög ánægð að ég sá hana.
Up fjallar um gamlan mann Carl sem er búin að vinna við blöðrur alla sína ævi. Hann er búin að missa konuna sína sem hafði dreymt um að fara til suður-ameríku alla sína ævi. Stuttu eftir að konan hans deyr lemur hann mann sem keyrir á póstkassan hans. Í kjölfarið er honum stefnt og er honum skipað að fara beint á elliheimili. Þá ákveður hann að láta helíum blöðrur á húsið sitt og fara með það til suður-ameríku. Þegar að hann er nýkomin í loftið heyrir hann bank á hurðinni sinni þá er það skáti Russel sem hafði komið fyrr um daginn til að bjóðast til að hjálpa Carl. Þeir fara saman til suður-ameríku og lenda rétt hjá fossunum sem Ellie konu Carls hafði dreymt um að sjá. Þeir ákveða að labba með húsið þangað á bakinu. Á leiðinni hitta þeir undarlegan fugl og hundinn Doug sem ferðast með þeim þangað. En skyndilega birtast fullt af hundum og mikil vandræði. Þau leysast þó á skemmtilegan og undarlegan hátt og líður áhorfenda mjög vel í lok myndarinnar.
Myndin er núna mín uppáhalds pixar mynd. Hún er skemmtilega gerð í þrívídd, frumleg og fyndin. Ég mæli með henni fyrir börn á öllum aldri.
Ég ákvað fyrir löngu að sjá up en tafðist dálítið og sá hana ekki fyrr en í gær. Hún er alveg frábær og er ég mjög ánægð að ég sá hana.
Up fjallar um gamlan mann Carl sem er búin að vinna við blöðrur alla sína ævi. Hann er búin að missa konuna sína sem hafði dreymt um að fara til suður-ameríku alla sína ævi. Stuttu eftir að konan hans deyr lemur hann mann sem keyrir á póstkassan hans. Í kjölfarið er honum stefnt og er honum skipað að fara beint á elliheimili. Þá ákveður hann að láta helíum blöðrur á húsið sitt og fara með það til suður-ameríku. Þegar að hann er nýkomin í loftið heyrir hann bank á hurðinni sinni þá er það skáti Russel sem hafði komið fyrr um daginn til að bjóðast til að hjálpa Carl. Þeir fara saman til suður-ameríku og lenda rétt hjá fossunum sem Ellie konu Carls hafði dreymt um að sjá. Þeir ákveða að labba með húsið þangað á bakinu. Á leiðinni hitta þeir undarlegan fugl og hundinn Doug sem ferðast með þeim þangað. En skyndilega birtast fullt af hundum og mikil vandræði. Þau leysast þó á skemmtilegan og undarlegan hátt og líður áhorfenda mjög vel í lok myndarinnar.
Myndin er núna mín uppáhalds pixar mynd. Hún er skemmtilega gerð í þrívídd, frumleg og fyndin. Ég mæli með henni fyrir börn á öllum aldri.
3D tæknin
UP er ein af þeim teiknimyndum sem líklega fullorðnir hafa ögn meiri skemmtan af að sjá en börn. Allur boðskapur og umgjörð er eiginlega fyrir fullorðna, en þar sem hún er teiknuð, þá er hún einhvern veginn meira ætluð börnum!
Myndin er í ætt við margar ferða- og þjóðvegamyndir. En er óvenjuleg í krafti þess farartækis sem stuðst er við, nefnilega loftbelg eða ca. milljón blöðrur.
Höfuðpersónan, Carl Fredricksen, sem minnir skuggalega á Ólaf Ólafsson, fyrrv. landlækni, er frábær, enda af eldgamla skólanum!
Handritshöfundum tekst einstaklega vel að fá fram þennan dæmigerða karakter sem misst hefur náin ástvin og sem lætur einskis ófreistað til að ná markmiðum sínum og uppfylla óskir ástvinarins. Allt gengur jú 'UP' að lokum.
En það er eitt sem er frekar hvimleitt með þrívíddarmyndirnar, en það er ljósið í þeim. Finnst alltaf vanta upp á birtuna. Það væri gott ef framleiðendur bættu þennan ágalla á annars frábærri tækni sem 3D er.
UP er ein af þeim teiknimyndum sem líklega fullorðnir hafa ögn meiri skemmtan af að sjá en börn. Allur boðskapur og umgjörð er eiginlega fyrir fullorðna, en þar sem hún er teiknuð, þá er hún einhvern veginn meira ætluð börnum!
Myndin er í ætt við margar ferða- og þjóðvegamyndir. En er óvenjuleg í krafti þess farartækis sem stuðst er við, nefnilega loftbelg eða ca. milljón blöðrur.
Höfuðpersónan, Carl Fredricksen, sem minnir skuggalega á Ólaf Ólafsson, fyrrv. landlækni, er frábær, enda af eldgamla skólanum!
Handritshöfundum tekst einstaklega vel að fá fram þennan dæmigerða karakter sem misst hefur náin ástvin og sem lætur einskis ófreistað til að ná markmiðum sínum og uppfylla óskir ástvinarins. Allt gengur jú 'UP' að lokum.
En það er eitt sem er frekar hvimleitt með þrívíddarmyndirnar, en það er ljósið í þeim. Finnst alltaf vanta upp á birtuna. Það væri gott ef framleiðendur bættu þennan ágalla á annars frábærri tækni sem 3D er.
Er hægt að biðja um meira?
2009! þvílíkt ár! Watchmen, Inglorious Basterds, Star Trek, Public Enemies, District 9, Drag me to Hell og núna UP! Ég veit ekki með ykkur en mér finnst þetta frábært úrval á stuttum tíma.
Ég ætla að hafa þetta stutt: Ég elskaði UP. Hún hefur nákvæmlega allt sem maður gæti viljað af teiknimynd. Ég hló, grét, varð spenntur og leið vel allann tímann. Grafíkin var frábær, handritið sniðugt og persónurnar ógleymanlegar.
TÍU-mynd hiklaust. Þumlarnir UPP!!
2009! þvílíkt ár! Watchmen, Inglorious Basterds, Star Trek, Public Enemies, District 9, Drag me to Hell og núna UP! Ég veit ekki með ykkur en mér finnst þetta frábært úrval á stuttum tíma.
Ég ætla að hafa þetta stutt: Ég elskaði UP. Hún hefur nákvæmlega allt sem maður gæti viljað af teiknimynd. Ég hló, grét, varð spenntur og leið vel allann tímann. Grafíkin var frábær, handritið sniðugt og persónurnar ógleymanlegar.
TÍU-mynd hiklaust. Þumlarnir UPP!!
ágætis afþreying
Pixar er löngu farið að vera tákn um gæði, þegar kemur að kvikmyndum. Það eru því miklar væntingar við það að fara á Pixar mynd.
Myndin stenst fyllilega undir væntingum hvað varðar teikningarnar, tæknina, stílbragð og áferð. Stundum eru smáatriðin í teikningunum svo fínpússuð að það veldur verki í kjálka að rína í þau lengi.
Söguþráðurinn er frumlegur svona í grófum dráttum og myndin byrjar mjög vel, en eitthvað fannst mér vanta upp á framkvæmdina og hvernig sagan er sett fram. En myndin er stundum svolítið brokk geng, fyrirsjáanleg og fékk maður á tilfinninguna stundum að það vantaði meira púður í söguna til að láta hana endast í heila kvikmynd.
Myndin nær nokkrum sinnum góðu flugi með stórkostlega vel samsettum senum, en svo koma á milli senur sem virðast bara vera þarna til að vera fyndnar eða einhverskonar uppfyllingarefni sem tekst ekki alveg nógu vel upp.
Einnig eru nokkrar klisjur í myndinni sem hefði mátt sleppa (ég nefni hér: vondi fasteignabraskarinn sem er að reyna að kaupa húsið af saklausa fólkinu), en það virðist vera ómögulegt að sleppa klisjunum alveg í amerískum myndum. Einn mínus fyrir það.
Myndin nær samt ákveðnum frumleika þrátt fyrir ofnotað uppfyllingarefni af hollywood færibandinu, það er t.d. eitthvað mjög kómískt við það að gamli karlinn sé með húsið í eftirdragi næstum alla myndina.
Svo er aauðvitað stórkostlegt að sjá svona mynd í 3D. Ég held að myndin verði ekki nærri eins góð á DVD. Svo ég mæli með að allir skelli sér í bíó!
Pixar er löngu farið að vera tákn um gæði, þegar kemur að kvikmyndum. Það eru því miklar væntingar við það að fara á Pixar mynd.
Myndin stenst fyllilega undir væntingum hvað varðar teikningarnar, tæknina, stílbragð og áferð. Stundum eru smáatriðin í teikningunum svo fínpússuð að það veldur verki í kjálka að rína í þau lengi.
Söguþráðurinn er frumlegur svona í grófum dráttum og myndin byrjar mjög vel, en eitthvað fannst mér vanta upp á framkvæmdina og hvernig sagan er sett fram. En myndin er stundum svolítið brokk geng, fyrirsjáanleg og fékk maður á tilfinninguna stundum að það vantaði meira púður í söguna til að láta hana endast í heila kvikmynd.
Myndin nær nokkrum sinnum góðu flugi með stórkostlega vel samsettum senum, en svo koma á milli senur sem virðast bara vera þarna til að vera fyndnar eða einhverskonar uppfyllingarefni sem tekst ekki alveg nógu vel upp.
Einnig eru nokkrar klisjur í myndinni sem hefði mátt sleppa (ég nefni hér: vondi fasteignabraskarinn sem er að reyna að kaupa húsið af saklausa fólkinu), en það virðist vera ómögulegt að sleppa klisjunum alveg í amerískum myndum. Einn mínus fyrir það.
Myndin nær samt ákveðnum frumleika þrátt fyrir ofnotað uppfyllingarefni af hollywood færibandinu, það er t.d. eitthvað mjög kómískt við það að gamli karlinn sé með húsið í eftirdragi næstum alla myndina.
Svo er aauðvitað stórkostlegt að sjá svona mynd í 3D. Ég held að myndin verði ekki nærri eins góð á DVD. Svo ég mæli með að allir skelli sér í bíó!
Frumleg, fyndin og stórskemmtileg
Pixar er löngu hætt að vera einungis merki um gæði. Það er orðið að merki um ferskleika, húmor og botnlaust ímyndunarafl. Að aðrir kvikmyndagerðarmenn - sérstaklega þeir sem sérhæfa sig í teiknimyndum - skuli ekki taka aðstandendur Pixars meira til fyrirmyndar er langt handan míns skilnings. Þeir taka ekki bara sinn tíma til að segja sína sögu, og það vandaða sögu, heldur er þeim skítsama um svokallaðar "pop-culture" tilvísanir og frægar raddir. Grafík og útlit er líka aukaatriði, og lítið er verið að blóðmjólka þrívíddartæknina nema þá bara til að gera sögunni góð skil.
Eftir meira en 20 ára feril og núna 10 bíómyndir í fullri lengd hefur Pixar-kompaníið aldrei gert miðjumoðsmynd, hvað þá lélega. Þeir misstu aðeins dampinn með Cars en sneru fljótt aftur á rétta veginn með tvær hugmyndaríkustu teiknimyndir sínar til þessa, Ratatouille og Wall-E, sem mér finnst vera ein besta ef ekki albesta myndin frá þeim. Up er nýjasta afsprengi Pixar sem er á allan hátt eins góð og hún gat mögulega orðið. Hún styðst kannski svolítið við kunnuglegar "buddy-mynda" formúlur og frekar standard keyrslu í seinni helming, en hins vegar er söguþráðurinn svo gríðarlega frumlegur og skemmtilegur að maður horfir auðveldlega framhjá því. Bætt við hið gríðarmikla hjarta myndarinnar, fyrirtaks útlit og hátt í frábæran húmor og þá verður niðurstaðan einhver besta og ánægjulegasta bíóupplifun sumarsins! Alveg örugglega ársins líka, og ég er alls ekki búinn að nefna alla þá kosti sem myndin hefur til viðbótar.
Hugmyndaflugið er svakalegt í þessari mynd og oft á tíðum geysilega brenglað - á jákvæðan hátt. Hún hittir líka beint í hjartastað, jafnvel fyrir karlmenn sem ekki munu þora að viðurkenna það.. Fyrstu cirka 10 mínútur myndarinnar fela í sér undarlega áhrifamiklar þöglar senur þar sem við fylgjumst með lykilkarakternum Carl ásamt konu sinni, Ellie, þróast frá litlum krökkum yfir í gömul krúttleg hjón þar sem að lokum hún deyr og Carl neyðist til að takast á við framhaldið án hennar. Þarna er kominn smá fyrirlestur handa áhorfendum um hugtökin líf og dauða, en tónninn er samt aldrei nokkurn tímann væminn eða yfirdrifinn heldur spilast tilfinningarnar út á svo lágstemmdan hátt að þessar senur ættu ekki að skilja neinn eftir ósnortinn. Engu að síður eru þær fallegar og mikilvægar upp á persónusköpun Carls að gera, sem er fúll og ruddalegur gamlingi í fyrstu en svo verður gjörsamlega ómögulegt að líka illa við hann eftir smátíma. Litli strákurinn Russell var ekki alveg eins viðkunnanlegur, en hann á heldur ekki að vera það, og sem betur fer sleppur hann við það að vera óþolandi miðað við ágengu hegðun hans.
Ekki samt láta þungu byrjunina blekkja ykkur, því húmor finnst í miklu magni og er einnig stór hluti af því af hverju Up virkar svona furðu vel. Persónulega finnst mér hún vera fyndnust af öllum Pixar-myndunum (bestur fannst mér hundurinn með bilaða raddtækið. Brilliant!). Alveg fáránlega steiktur en samt ferskur húmor og ekki vottur af pop-culture tilvísunum sjáanlegur. Raddirnar eru jafnframt ljómandi góðar og gott dæmi um hvernig Pixar kýs ávallt að velja "réttu" leikarana í stað þess að velja heimsfræg nöfn í von um betri aðsókn. Ed Asner er óaðfinnanlegur sem Carl, og finn ég enga veika punkti hjá Christopher Plummer og Jordan Nagai, sem talsetur Russell. Ég verð ennfremur að minnast á þrusugóða hljóðvinnslu og æðislega tónlist, sem nær ákaflega flottum retró-blæ, ekki ósvipað og The Incredibles og Wall-E gerðu.
Up er fullkomið dæmi um teiknimynd sem fullorðnir ættu að geta notið til fulls. Hún nær ekki alveg hæðum Toy Story 2 eða The Incredibles og hún er ekki eins kjarkmikil og Wall-E, en hún ber hiklaust höfuð og herðar yfir þær teiknimyndir sem komu út þarna á milli. Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta frábær fjölskyldumynd sem ALLIR - já, m.a.s. gamla fólkið - ættu að sjá. Ég mun allavega horfa á hana aftur og aftur... og líklega nokkur skipti í viðbót eftir það.
8/10
En bíðið nú við... gamall, einangraður fýlupúki, sem nýlega hefur misst konuna sína, vingast við strákpjakk sem hann upphaflega þoldi ekki. Er það bara ég eða minnir þetta dálítið á Gran Torino? Ókei, burtséð frá ævintýraferðinni og þeirri augljósu staðreynd að önnur er fjölskylduvæn en hin ekki. Bara smá pæling.
Pixar er löngu hætt að vera einungis merki um gæði. Það er orðið að merki um ferskleika, húmor og botnlaust ímyndunarafl. Að aðrir kvikmyndagerðarmenn - sérstaklega þeir sem sérhæfa sig í teiknimyndum - skuli ekki taka aðstandendur Pixars meira til fyrirmyndar er langt handan míns skilnings. Þeir taka ekki bara sinn tíma til að segja sína sögu, og það vandaða sögu, heldur er þeim skítsama um svokallaðar "pop-culture" tilvísanir og frægar raddir. Grafík og útlit er líka aukaatriði, og lítið er verið að blóðmjólka þrívíddartæknina nema þá bara til að gera sögunni góð skil.
Eftir meira en 20 ára feril og núna 10 bíómyndir í fullri lengd hefur Pixar-kompaníið aldrei gert miðjumoðsmynd, hvað þá lélega. Þeir misstu aðeins dampinn með Cars en sneru fljótt aftur á rétta veginn með tvær hugmyndaríkustu teiknimyndir sínar til þessa, Ratatouille og Wall-E, sem mér finnst vera ein besta ef ekki albesta myndin frá þeim. Up er nýjasta afsprengi Pixar sem er á allan hátt eins góð og hún gat mögulega orðið. Hún styðst kannski svolítið við kunnuglegar "buddy-mynda" formúlur og frekar standard keyrslu í seinni helming, en hins vegar er söguþráðurinn svo gríðarlega frumlegur og skemmtilegur að maður horfir auðveldlega framhjá því. Bætt við hið gríðarmikla hjarta myndarinnar, fyrirtaks útlit og hátt í frábæran húmor og þá verður niðurstaðan einhver besta og ánægjulegasta bíóupplifun sumarsins! Alveg örugglega ársins líka, og ég er alls ekki búinn að nefna alla þá kosti sem myndin hefur til viðbótar.
Hugmyndaflugið er svakalegt í þessari mynd og oft á tíðum geysilega brenglað - á jákvæðan hátt. Hún hittir líka beint í hjartastað, jafnvel fyrir karlmenn sem ekki munu þora að viðurkenna það.. Fyrstu cirka 10 mínútur myndarinnar fela í sér undarlega áhrifamiklar þöglar senur þar sem við fylgjumst með lykilkarakternum Carl ásamt konu sinni, Ellie, þróast frá litlum krökkum yfir í gömul krúttleg hjón þar sem að lokum hún deyr og Carl neyðist til að takast á við framhaldið án hennar. Þarna er kominn smá fyrirlestur handa áhorfendum um hugtökin líf og dauða, en tónninn er samt aldrei nokkurn tímann væminn eða yfirdrifinn heldur spilast tilfinningarnar út á svo lágstemmdan hátt að þessar senur ættu ekki að skilja neinn eftir ósnortinn. Engu að síður eru þær fallegar og mikilvægar upp á persónusköpun Carls að gera, sem er fúll og ruddalegur gamlingi í fyrstu en svo verður gjörsamlega ómögulegt að líka illa við hann eftir smátíma. Litli strákurinn Russell var ekki alveg eins viðkunnanlegur, en hann á heldur ekki að vera það, og sem betur fer sleppur hann við það að vera óþolandi miðað við ágengu hegðun hans.
Ekki samt láta þungu byrjunina blekkja ykkur, því húmor finnst í miklu magni og er einnig stór hluti af því af hverju Up virkar svona furðu vel. Persónulega finnst mér hún vera fyndnust af öllum Pixar-myndunum (bestur fannst mér hundurinn með bilaða raddtækið. Brilliant!). Alveg fáránlega steiktur en samt ferskur húmor og ekki vottur af pop-culture tilvísunum sjáanlegur. Raddirnar eru jafnframt ljómandi góðar og gott dæmi um hvernig Pixar kýs ávallt að velja "réttu" leikarana í stað þess að velja heimsfræg nöfn í von um betri aðsókn. Ed Asner er óaðfinnanlegur sem Carl, og finn ég enga veika punkti hjá Christopher Plummer og Jordan Nagai, sem talsetur Russell. Ég verð ennfremur að minnast á þrusugóða hljóðvinnslu og æðislega tónlist, sem nær ákaflega flottum retró-blæ, ekki ósvipað og The Incredibles og Wall-E gerðu.
Up er fullkomið dæmi um teiknimynd sem fullorðnir ættu að geta notið til fulls. Hún nær ekki alveg hæðum Toy Story 2 eða The Incredibles og hún er ekki eins kjarkmikil og Wall-E, en hún ber hiklaust höfuð og herðar yfir þær teiknimyndir sem komu út þarna á milli. Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta frábær fjölskyldumynd sem ALLIR - já, m.a.s. gamla fólkið - ættu að sjá. Ég mun allavega horfa á hana aftur og aftur... og líklega nokkur skipti í viðbót eftir það.
8/10
En bíðið nú við... gamall, einangraður fýlupúki, sem nýlega hefur misst konuna sína, vingast við strákpjakk sem hann upphaflega þoldi ekki. Er það bara ég eða minnir þetta dálítið á Gran Torino? Ókei, burtséð frá ævintýraferðinni og þeirri augljósu staðreynd að önnur er fjölskylduvæn en hin ekki. Bara smá pæling.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Bob Peterson, Pete Docter, Tom McCarthy
Framleiðandi
Walt Disney Pictures
Vefsíða:
Aldur USA:
PG
Frumsýnd á Íslandi:
28. ágúst 2009
Útgefin:
28. janúar 2010