Náðu í appið
Toy Story 2

Toy Story 2 (1999)

"The toys are back in town."

1 klst 32 mín1999

Í Toy Story 2 hafa Woody og Buzz sæst frá því í fyrstu myndinni og er Woody að búa sig undir að fara í sumarbúðir yfir helgi með Andy, stráknum sem á öll leikföngin.

Rotten Tomatoes100%
Metacritic88
Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð

Hvar má horfa

Söguþráður

Í Toy Story 2 hafa Woody og Buzz sæst frá því í fyrstu myndinni og er Woody að búa sig undir að fara í sumarbúðir yfir helgi með Andy, stráknum sem á öll leikföngin. Andy tekst því miður að rífa handlegginn óvart af Woody, sem leiðir til þess að hann er skilinn eftir uppi á hillu þegar Andy leggur af stað. Á meðan Andy er í burtu ákveður mamma hans að halda bílskúrssölu og ætlar að selja Wheezy, gamla gúmmímörgæs. Þegar Woody laumast út í garð til að bjarga Wheezy er hann óvart skilinn eftir þar og er stolið af leikfangasafnaranum Al McWhiggin þegar móðirin neitar að selja hann. Buzz og félagar verða því að leggja upp í langa og stórhættulega ferð til að bjarga Woody áður en hann verður safngripur hjá Al til frambúðar. Vandamálið er hins vegar að Woody líkar vistin hjá Al ekkert svo illa, þar sem komið er fram við hann sem dýrmætan söfnunargrip...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

PixarUS

Verðlaun

🏆

Óskarsverðlaun 2000: Tilnefnd:Besta lag – „When She Loved Me“

Gagnrýni notenda (15)

Mér finnst þessi mynd alveg framúrskarandi. Hún er fyndin og skemmtileg í alla staði og mér fannst eiginlega Gullgrafarinn og potatohead skemmtilegastir. Ég er mikill aðdáandi disneymynda...

Þetta er mjög skemmtileg fjölskyldumynd sem fjallar um leikföng. En það á að verað garðsala í garðinum hjá fjölskylduni sem á öll þessi leikföng. Viddi þarf að fórna sínum höndu...

Þessi mynd er mjög góð! Þótt að ég sé búin að sjá þessa mynd soldið oft samt er hún mjög góð ennþá.Viddi,Bósi og allir hinir eru rosalega fyndnir í þessari mynd.Ég mæli með h...

★★★★★

Þessi mynd er hrein og bein snilld! Ég er alveg sammála um það að þessi mynd (Toy story 2) sé miklu betri en fyrri myndin, þar sem Viddi og Bósi eru óvinir. Toy story 2 er miklu fyndnari...

Þessi mynd er mjög léleg og mjög barnalegt grín í henni. Fyrri myndin var mun betri bara skemtilegri. Aukapersónunar eru ekkert skemtilegar. Því miður finst mér hún ekki góð.

★★★★★

Þessi mynd er góð fyrir alla fjölskylduna. Gamla myndin er jafn góð og þessi. Ég hrökk við þegar ég sá nýju persónurnar. Skemmtilegasta persónan er klikkaði Hesturinn hans Vidda, Bull...

Mér fannst myndin ágæt en mér fannst fyrri myndin betri. Myndin er góð fyrir yngri kynslóðina og hún gæti vel passað sem góð fjölskyldumynd.

Ég er átta ára og fannst þessi mynd mjög skemmtileg. Því miður komst ég ekki á myndina með Íslenska talinu. Það var nefninlega uppselt á hana og þessvegna horfði ég á myndina með e...

Mér fannst TOY STORY 2 mikið betri en númer eitt, til dæmis var miklu meira grín í þessari. Þegar ég horfði á TOY STORY 1 langaði mig að vita fiyir hvað Viddi varð frægur og þess vegn...

Þótt fyrri myndin var góð er þetta meistaraverk. Þetta er líklega besta Disney myndin til þessa hún fyrir alla aldurshópa, líka fyrir fullorðna.

Ég hef nokkur orð að segja um þessa mynd: HÚN ER MJÖG FYNDIN OG ÞVÍLÍK SNILLDARMYND. EIN AF BESTU TEIKNIMYNDUM SEM HAFA VERIÐ GERÐAR, NOKKURN TÍMANN.

Frábær fjölskyldumynd þar sem þráðurinn er tekinn upp að nýju með leikföngunum frá því að fyrstu myndinni lauk. Er í alla staði vönduð og vel gerð og er gott skólabókardæmi um v...

Þessi mynd var besta Disney mynd sem ég hef á ævinni séð! Ég fór auðvitað á hana með ensku tali því mér finnst þær vera rosalega leiðinlegar þýddar á íslensku. Ég gef henni hæs...

Frábær fjölskyldumynd sem tekur upp þráðinn þar sem skilið var við leikföngin í fyrri myndinni. Þegar Toy Story var gefin út fyrir fimm árum var hún fyrsta kvikmyndin sem var algerleg...