Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Án efa besti þáttur sem hefur komið upp, og verður alltaf í uppáhaldi hjá mér.
Joss Whedon að sanna sig algerlega í leikstjórn og handritsgerð í sambandi með Firefly, þar sem að hann hefur gert stórann heim til notkunar, en aðeins fengið örlítið brot af honum þar sem að FOX aflýsti þáttunum eftir 11 þætti.
En það voru gerðir heilir 14 þættir (pilot'inn er tvöfaldur), og bíómynd seinna meir sem gefur ekkert á eftir þáttunum, en þar er einmitt frætt mann aðeins meira um það sem að þættirnir voru ekki búnir að gera.
Hinsvegar hefði ég viljað fá þættina áfram og fræðst þannig lítið í einu, og halda spennunni í sambandi með hina og þessa hlutina uppi. En það væri samt sem áður hægt að segja frá öllu og losað úr spennunni strax, og samt myndi þessi þáttur halda áfram að vera magnaður með hverjum þættinum.
Firefly fjallar basicly um 9 meðlimi áhafnar Serenity, sem er Firefly class geimskip, og þurfa þau að taka að sér hverskyns vinnur -- löglega, sem ólöglega, til þess að halda skipinu gangandi, og mati á borðinu.
Persónurnar eru hreint út sagt frábærar, og alveg æðisleg samtöl þar sem Joss Whedon fullkomnar með skriftum sínum.
Þessi þáttur er öðruvísi en aðrir í sambandi með cameru vinnslu, og er hann blandaður af Sci-Fi og dálítlum vestra.
Það þarf þó ekki að fýla Sci-Fi eða vestra til þess að horfa á Firefly.
Tæknibrellurnar eru til sóma, og sjálft theme lagið er komið á minnið strax eftir fyrsta þáttinn, og er alltaf jafn falleg í hvert skipti sem maður spilar það (enda er það núverandi símhringingin mín -- samið af Joss Whedon), og er hægt að segja að öll tónlistin í þáttunum er æðisleg.
Hvert skipti sem maður heyrir það syngur maður með af fullum krafti.
Fyrir þá sem hafa ekki séð þættina, endilega drífa sig í því.
Svo er hægt að kaupa seríuna (Special Edition) í Nexus til dæmis, og mæli ég eindregið með því.
Gæti sagt svo margt meira um þættina, og farið út í svaka details um hana, en læt þetta nægja.
Firefly er eitt besta dæmi um þáttamorð sem hægt er að finna, eftir aðeins fjórtán þætti þá ákvað Fox að klippa á þráðinn og hætta með Firefly út af, sagt er, ekki nógu miklu áhorfi. Lokaþátturinn endar út í bláinn, það er greinilegt að það var hætt við framleiðslu mjög snöggt því það eru engin greinileg lok til staðar. Þar kemur kvikmyndin Serenity til staðar nokkrum árum seinna til þess að binda þræðina aftur saman. Miðað við góðu dómana sem bæði þættirnir og kvikmyndin fær þá þarf ennþá að berjast fyrir því að halda Firefly áfram, því miður þá gekk myndinni ekkert sérstaklega vel í bíóhúsum sem er nánast búið að útiloka möguleikana fyrir framhaldsmynd. Það sem er einstakt við Firefly er að hver einasti þáttur er frábær, með flestum þáttaseríum þá eru nokkrir frábærir þættir en þó nokkrir ekkert merkilegir. Ég er yfirleitt ekkert mikið fyrir Joss Whedon en hann fær mitt hrós fyrir Firefly, það sem heldur Firefly uppi eru persónurnar, það eru engar rosalegar tæknibrellur eða megahasar til staðar, nánast einungis persónurnar að ruglast í hvort öðru. Joss Whedon kann svo sannarlega að skrifa handrit, þar sem hann nær svo auðveldlega að halda manni háðum öllum fjórtán þáttunum, allavega lenti ég í því að horfa á alla þættina í röð án pásu. Sem betur fer þá hafa þessir þættir öðlast stóran fan-base og kult frægð en ég skil samt ekki þar sem þessir þættir hafa einn stærsta fan-base í heimi að ekki sé hægt að endurvekja þá eða allavega búa til framhald af kvikmyndinni sem jafnaðist vel við þættina í gæðum. Mögulega er Firefly einfaldlega með slæmt karma og að deyja fyrir sinn tíma eru örlög þessara þátta, vond örlög fyrir svona góða þætti.