Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Vantar Tom Hanks.
Finding Nemo er bráðskemmtileg mynd sem segir söguna um þegar Nemo (Alexander Gould) er rænt af mannkyninu og verður settur í fiskabúr í Syndey og þá fer Marlin (Albert Brooks) að elta bátinn sem Nemo er í og reyna svo að drífa til Syndey. En Marlin hittir brátt Dory (Ellen DeGeneres) og þau fara svo að leita að Nemo og lenda í ýmsum ævintýrum.
Ég væri miklu meira til í að hlusta á Tom Hanks sem Marlin í stað Albert Brooks því Hanks er miklu skemmtilegri.
Finding Nemo er ein af mínum uppáhalds Pixar myndum. Finding Nemo er svipuð góð og Toy Story þríleikurinn en samt nær hún að toppa Monsters Inc á alla kanta. Hún er allavega sú flottasta sem Pixar menn hafa gefið, hvernig þeir ná að gera sjóinn og allt þetta svo flott meistaraverk og þá með góðum söguþræði.
Handritið getur varla verið betur skrifað, það var samt einn galli sem fór frekar mikið í taugarnar á mér það var það að þegar einhver var að tala þá pössuðu ekki alltaf varinar með en ég á ekki við þegar talið er of seint ég á við þegar þeir eru að tala og varirnar eru ekki að stemma á orðin. Þrátt fyrir þennan eina galla þá er hún svakalega flott. Það er allt svo vel litríkt og flott, ég mæli með að horfa á hana í HD gæðum þá verður maður kjaftstopp.
Söguþráðurinn er dásamlegur og hvernig þeir ná að gera svo góða byrjun þegar þessi flotta hasarsena (Byrjunaratriðið, enginn spoiler) þegar maður er kominn með svona góða byrjun þá er miklu léttara að halda áfram með efnið. Leikstjórnin er fullkomin ég hef ekkert að setja út á hana nema það að hún er fullkomin. Talsetningin gekk samt alveg misvel, í sumum tilfellum þá hreyfðust ekki varirnar það er samt sem betur fer bara eitt atriði.
Einkunn: 8/10 - "Stórskemmtileg og bráðskemmtileg fjölskyldumynd sem heppnast mjög vel en samt nokkrir gallar sem verða pirrandi, samt alltof vel vönduð og gæði allt í kring. Spekkiði á því þegar þið horfið á myndina að það væri betra að hafa Tom Hanks sem Marlin."
Finding Nemo er bráðskemmtileg mynd sem segir söguna um þegar Nemo (Alexander Gould) er rænt af mannkyninu og verður settur í fiskabúr í Syndey og þá fer Marlin (Albert Brooks) að elta bátinn sem Nemo er í og reyna svo að drífa til Syndey. En Marlin hittir brátt Dory (Ellen DeGeneres) og þau fara svo að leita að Nemo og lenda í ýmsum ævintýrum.
Ég væri miklu meira til í að hlusta á Tom Hanks sem Marlin í stað Albert Brooks því Hanks er miklu skemmtilegri.
Finding Nemo er ein af mínum uppáhalds Pixar myndum. Finding Nemo er svipuð góð og Toy Story þríleikurinn en samt nær hún að toppa Monsters Inc á alla kanta. Hún er allavega sú flottasta sem Pixar menn hafa gefið, hvernig þeir ná að gera sjóinn og allt þetta svo flott meistaraverk og þá með góðum söguþræði.
Handritið getur varla verið betur skrifað, það var samt einn galli sem fór frekar mikið í taugarnar á mér það var það að þegar einhver var að tala þá pössuðu ekki alltaf varinar með en ég á ekki við þegar talið er of seint ég á við þegar þeir eru að tala og varirnar eru ekki að stemma á orðin. Þrátt fyrir þennan eina galla þá er hún svakalega flott. Það er allt svo vel litríkt og flott, ég mæli með að horfa á hana í HD gæðum þá verður maður kjaftstopp.
Söguþráðurinn er dásamlegur og hvernig þeir ná að gera svo góða byrjun þegar þessi flotta hasarsena (Byrjunaratriðið, enginn spoiler) þegar maður er kominn með svona góða byrjun þá er miklu léttara að halda áfram með efnið. Leikstjórnin er fullkomin ég hef ekkert að setja út á hana nema það að hún er fullkomin. Talsetningin gekk samt alveg misvel, í sumum tilfellum þá hreyfðust ekki varirnar það er samt sem betur fer bara eitt atriði.
Einkunn: 8/10 - "Stórskemmtileg og bráðskemmtileg fjölskyldumynd sem heppnast mjög vel en samt nokkrir gallar sem verða pirrandi, samt alltof vel vönduð og gæði allt í kring. Spekkiði á því þegar þið horfið á myndina að það væri betra að hafa Tom Hanks sem Marlin."
Alveg pottþétt ein af bestu teiknimyndum sem hefur verið gerð með Toy Story. Marv er fiskur sem ætlar að sjá til þess að Nemo nái að fæðast á þessa jörð, eftir hræðilegt slys. Þegar Nemo er í skólaferð, lendir hann í því að honum er rænt af köfurum. Og ákveður Marv að gera hvað sem er til að ná honum. Hákarlar sem eiga við vandamál að stríða, fiskur með skammtímaminni, mávar sem segja bara: Mine, flott gerð bíómynd með ótrúlega góðum húmor, góðar frammistöður hjá Albert Finney, Ellen Degeneres, Geoffrey Rush o.fl, góð saga og mjög gott skemmtanagildi, hvað þarf meira í eina bíómynd? Algjört snilldarverk sem ég mæli eindregið með að þið sjáið ef þið eruð ekki búin að því nú þegar.
Þetta er ágætis afþreying mjög fyndin og skemtileg. Pixar gaurarnir eru að gera góða hluti. Sem sagt ágætis mynd þrjár stjörnur.
ATH!! Í ÞESSARI UMFJÖLLUN SEGI ÉG MJÖG STÓR ATRIÐI ÚR ÞESSARI MYND OG ÞANNIG AÐ ÞEIR SEM HAFA EKKI SÉÐ ÞESSA MYND OG ÆTLA AÐ SJÁ HANA HÆTTIÐI AÐ LESA NÚNA!!! Marel sem er trúðfiskur og konan hans lifa góðu lífi á kóralrifi. Þau áttu mjög mörg egg sem voru bráðum að fara að opnast og einn daginn kom stór fiskur með risastórar tennur til þeirra fiskurinn rotaði Marel og þegar hann Marel vaknaði þá voru öll eggin horfin og konan hans líka. Svo fann hann eitt egg sem var það eins sem var eftir. Hann ákvað að gæta eggsins mjög vel meira segja eftir að það opnaðist. Eggið opnaðist á endanum og Marelskýrði son sinn Nemo, hægri uggin á Nemo var styttri en sá vinstri en hann var samt mjög kraftmikill og var alltaf að koma sér í vandræði, þess vegna var Marel alltaf að vernda hann og var mjög hræddur um að hann myndi slasast. Hann Nemo þurfti að fara í skólann í byrjun myndarinnar í fyrsta skipti og Marel fannst það ekki svo góð hugmynd að byrja strax í skólanum því hann var svo hræddur um að hann myndi slasast. Á fyrsta skóladeginum stakk Nemo af með skólafélugum sínum úr skólanum og þeir sáu bát sem var ekki á ferðinni. Þá fann Marel hann Nemo og sagði honum að mann mætti ekki koma nálægt bátnum. En hann Nemo fór að bátnum og snerti hann, svo þegar Nemo var á leiðinni til baka þá komu tveir kafarar og tóku Nemo. Þeir fóru upp í bátinn með Nemo og fóru af stað, Marel fór á eftir bátnum og reyndi að ná bátnum. En það skipti engu máli hvað hann synti hratt hann náði aldrei bátnum. Svo eftir stutta stund sá hann ekki bátinn lengur. Svo fór Marel að spurja aðra fiska hvort þeir hafa séð bát fara hér um og þá hitti hann hana Dory. Dory var blár fiskur með lélegt minni, en hún sagðist vita hvar báturinn fór og bað Marel um að elta sig. Svo eftir tvær mínútur þá var hún búin að gleyma hver Marel var. Nemo var svo allt í einu kominn í fiskabúr á tannlæknastofu, hann varð vinur hinna fiskanna sem voru þarna með honum í fiskabúrinu. Fiskarnir þar hétu Bloat, Deb, Peach, Bubbles, Jacques og Gill. Í sjónum hitta Dory og Marel risastórann hákarl sem heitir Bruce, hann kynti þeim fyrir vinum hans Anchor og Chum. Marel hélt að hákarlarnir ætluðu að borða hann og Dory, en þessir hákarlar hafa búið til hóp til þess að hjála þeim af borða aldrei fisk aftur. En Bruce fannst það svo freistandi af borða Marel og Dory og hann elti þau til þess að borða þau. En Marel og Dory sluppu og þau héldu áfram ferð sinni. Þau finna grímuna sem kafarinn notaði sem tók hann Nemo og nafnið og heimilisfangið var aftan á grímuni. En þau geta ekki lesið hvað stendur aftan á grímuni og þau missa grímuna niður í svarta myrkrið. Þau synda niður í myrkrið til þess að reyna að fina grímuna en svo sáu þau alls ekki neitt það var bara allt svart í kringum þau. Svo allt í einu sjá þau ljós fyrir ofan þau, þau fara upp að ljósinu og skoða það. Svo sáu þau að þetta ljós var á risa stórum fiski með risa stórar tennur og fiskurinn byrjaði að elta þau. Fiskurinn var með grímuna með heimilisfanginu og fiskurinn elti Marel á meðan Dory reyndi að lesa það sem stóð á grímuni með hjálp ljóssins. Hún Dory náði að lesa það sem stóð á grímuni og það var P. Sherman, 42 Wallaby Street, Syndey, Ástralía. Og síðan ná þau að sleppa frá fiskinum og synda áfram til Sydney. Í fiskibúrinu reyna fiskarnir þar að gera áætlun um að flýja úr fiskabúrinu, því að Nemo átti að fara til hennar Dörlu sem var dekrað barn. Gill gerir áætlun sem endar með því að hann Nemo var næstum því búin að sogast fiskibúrahreinsunartækið. Í sjónum spurðu Dory og Marel hóp fiska hvert þau áttu að fara til þess að komast til Syndey. Fiska hópurinn vísar þeim í rétta átt en þau fara í vitlausa átt og enda í risa stórum hóp af marglyttum. Marglytturnar eru svo margar og á endanum líður yfir þau bæði og Marel vaknar á skel á skjaldböku sem heitir Crush og hann var með fullt af öðrum skjaldbökum á Eastern Australia Current sem er leið sem leiðir þau til Sydney. Svo sá hann að Dory var lifandi og hún var bara að leika við aðrar litlar skjaldbökur. Áður enn þau fara úr EAC þá spyr Marel hvað Crush var gamall hann sagðist vera 150 ára. Svo héldu þau áfram ferðinni og Dory reynir að spyrja steypireið hvert á að fara en svo kom steypireiðurinn og gleypti þau. En þau komast út úr holunni á steypireiðnum og þá sjá þau á yfirborðinu að þau erú í Sydney. Þau hittan hann Nigel sem er fugl sem kemur oft inná þessa tannlæknastofu og hann fór með Marel og Dory á tannlæknastofuna þar sem Nemo er. Þegar þau voru komin á tannlæknastofuna þá var Darla komin þangað til þess að fá hann Nemo og eftir stutta stund þá sleppa Marel, Dory og Nemo útúr tannlæknastofuni og myndin endar. Finding Nemo er æðisleg mynd, mjög vel gerð það eru svo mörg atriði sem eru svo raunveruleg að maður trúir því varla að þetta er tölvugert. Alveg eins og á pörtum á Final Fantasy en það var samt miklu raunverulegra í Final Fantasy. Allir sem hafa ekki séð þessa mynd þá mæli ég sterklega með því að fólk færi á vídeó leigu ef fólk hefur ekki séð þessa mynd. Toy Story 3 kemur held ég árið 2006 eða 2007 en þá verður það ekki með Pixar og þá held ég að hún verður ekki góð því að Pixar eru meistararnir í tölvuteiknimyndum. Svo í ár kom mynd sem græddi mikið The Incredibles en mér fannst hún ekki jafn góð og Finding Nemo. Svo er að fara koma ný Pixar mynd sem heitir Cars ég veit ekkert hvað hún er um eða eitthvað um hana´hún kemur bara á næstu árum. Þeir sem töluðu fyrir alla í Finding Nemo ´gerðu það mjög vel Albert Brooks var góður fyrir Marel, Ellen DeGeneres var góð sem Dory, Willem Dafoe var góður sem Gill, Geoffrey Rush var góður sem Nigel og Alex Gould var góður sem Nemo. Þeir sem gerðu þessa mynd gerðu það mjög vel og ég vona aðþað kemur ekki Finding Nemo 2 því að Finding Nemo er þannig mynd að það er ekki hægt að gera framhald af. Það var alveg hægt að gera framhald af Toy Story en það er ekki hægt að gera framhald af hinum Pixar myndunum. Þetta er langbesta tölvugerða teiknimynd sem hefur verið gerð og ég gef henni fjórar stjörnur.
Það er orðið ljóst að þegar maður fer á Pixar mynd í bíó þá á maður von á frábæri skemtun og þar er Finding Nemo enginn undantekning. Ég fór á þessa mynd á sérstakri forsýningu einhver tímann fyrir jól og skemmti mér svo vel að ég skelti mér á hana aftur í gær. Myndin byrjar á því að hákarl ræðst á öll eggin sem foreldrar Nemos voru búinn að hryggna og í örvæntingarfullri tilraun til að vernda eggin lætur móðir Nemos lífið og étur hákarlinn öll eggin nema eitt og áhveður Marel (það er nafnið á föður Nemos) að skíra hann Nemo. Myndin heldur svo áfram nokkrum árum seinna þegar Nemo littli er að fara byrja í skólanum. Kennarinn áhveður að fara með krakkana á stað sem heitir The Drop off. Marel er ekki allveg sáttur við það enda er það staðurinn þar sem móðir Nemos lét lífið. Elltir hann hópinn uppi og þegar hann sér Nemo og fjóra aðra krakka vera í keppni um hver geti synt nærst bát sem er þar fríkar hann út og hundskamar Nemo. Nemo sárnar það mjög og þegar faðir Nemos og kennari hans byrja að ræða málin syndir Nemo að stað og fer hann alveg upp að bátnum og snertir hann bátinn. En þegar Nemo er að synda til baka er honum rænt af köfurum sem nema hann á brot. Í skelfingu sinn fer Marel að elta bátinn en mysir hann sjónar af honum. Eftir þetta er myndin tvískipt. Annars vegar fylgist maður með Marel og leit hans að Nemo en á ferð hans kynnist hann bláum fiski sem heitir Dóra og þjáist hún af skamtíma mynnisleysi. Og hún slæst í för með Mareli þó hún sé oftar til vandræða frekar en til gagns. Á ferð þeirra í leit að Nemo hitta þá hákarla sem eru að reyna að hætta að borða fiska, þá lenta í marglitu geri, þau hitta risaskjalbökur á AÁS (austur ástralíu straumurinn), þau lenda í hvalsmaga svo fát eitt sé nefnd. Hinn hluti myndarinnar er að maður fylgist með Nemo littla en hann var tekinn af tanlækni til Sydney í Ástararlíu og ætllar hann að gefa frænku sinni Dæju Nemo í afmælisgjöf. Í búrinnu sem Nemo er í kynnist hann öðrum fiskum sem eru þar og kalla þeir Dæju fiska morðigjan. Og svo svo fylgist maður með flóttatilrunum þeira og áætlunum að koma Nemo unda Dæju. Þessi mynd er enn ein rósin í hnappagatið fyir Pixar og hlaut myndin verðskulduð óskarsverðlaun fyrir bestu teiknimynd ársinns 2003 en hún var einnig tilnefnd fyrir besta frumsamnda handritið, bestu tónlistina og fyrir hljó vinnslu. Ég sá myndina með íslensku tali og er hún mjög vel talsett og er þatta einn besta talsetning á teiknimynd á íslensku sem gerð hefur verið lengi. Leikstjóri myndarinar er Andrew Stanton og vferð ég að segja að þessi maður er snillingur en hann leikstýrði myndinni, skrifaði handritið og var einn af framleiðindum hennar. Sem sagt, hér er á ferðinni mynd sem einginn ætti að missa af og er hún skildu eignn á hverju siðmenntuðu heimili. Takk fyrir.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Walt Disney Pictures
Kostaði
$94.000.000
Tekjur
$940.335.536
Vefsíða:
Aldur USA:
G
Frumsýnd á Íslandi:
28. september 2012
Útgefin:
7. mars 2013
Bluray:
7. mars 2013
VHS:
26. apríl 2004