Aðalleikarar
Leikstjórn
Flott en löng
Þeir sem hafa gaman af þrívíddarmyndum fá ágætis sýningu fyrir peninginn. En þetta er engin Avatar.
Það vantar ekki upp á tæknibrellur og tölvutrikk, en söguþráðurinn er frekar þunnur finnst mér.
Svo er lopinn teygður heldur mikið og liggur við að hann slitnar þegar aumingja Carter er þrábeðinn um að berjast. Aftur og aftur. Og svo enn einu sinni í viðbót og svo bara einu sinni enn til öryggis.
En Nonni er ekkert á þeim buxunum og liggur við vonbrigðum þegar loksins kemur að einhverjum hasar.
Svo er þarna fögur mey sem gengur í gegnum ýmsar mannraunir en klikkar ekki á málningunni og er stífmáluð alla myndina eins og skinka í Kringlunni. Þó þetta sé ævintýramynd þá hefði ekki skemmt fyrir myndinni að krydda hana smá veruleikablæ.
En hún á sína góðu spretti sem gera þetta sæmilega afþreyingu. Húmorinn nær að skila sér og svo er þarna vanskapað hundkvikindi sem hittir vel í mark.
Þetta er dísætt þrívíddakonfekt, puðrað með flórsykri fyrir yngri kynslóðina. .
Góða skemmtun.
Þeir sem hafa gaman af þrívíddarmyndum fá ágætis sýningu fyrir peninginn. En þetta er engin Avatar.
Það vantar ekki upp á tæknibrellur og tölvutrikk, en söguþráðurinn er frekar þunnur finnst mér.
Svo er lopinn teygður heldur mikið og liggur við að hann slitnar þegar aumingja Carter er þrábeðinn um að berjast. Aftur og aftur. Og svo enn einu sinni í viðbót og svo bara einu sinni enn til öryggis.
En Nonni er ekkert á þeim buxunum og liggur við vonbrigðum þegar loksins kemur að einhverjum hasar.
Svo er þarna fögur mey sem gengur í gegnum ýmsar mannraunir en klikkar ekki á málningunni og er stífmáluð alla myndina eins og skinka í Kringlunni. Þó þetta sé ævintýramynd þá hefði ekki skemmt fyrir myndinni að krydda hana smá veruleikablæ.
En hún á sína góðu spretti sem gera þetta sæmilega afþreyingu. Húmorinn nær að skila sér og svo er þarna vanskapað hundkvikindi sem hittir vel í mark.
Þetta er dísætt þrívíddakonfekt, puðrað með flórsykri fyrir yngri kynslóðina. .
Góða skemmtun.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Andrew Stanton, Edgar Rice Burroughs, Jessica Hecht
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
9. mars 2012
Útgefin:
12. júlí 2012
Bluray:
12. júlí 2012