Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

John Carter 2012

(John Carter of Mars)

Aðgengilegt á Íslandi

Frumsýnd: 9. mars 2012

Lost in Our World. Found in Another.

132 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 52% Critics
Rotten tomatoes einkunn 60% Audience
The Movies database einkunn 51
/100

John Carter er hermaður sem er sendur til Mars þar sem hann er tekinn til fanga af hinum þriggja metra háu verum sem þar hafa hreiðrað um sig. John tekst um síðir að sleppa úr prísundinni og hittir þá hina fögru prinsessu Dejuh Thoris sem hefur verið hrakin frá völdum. Í framhaldinu lendir John á milli steins og sleggju í baráttunni um yfirráðin á plánetunni... Lesa meira

John Carter er hermaður sem er sendur til Mars þar sem hann er tekinn til fanga af hinum þriggja metra háu verum sem þar hafa hreiðrað um sig. John tekst um síðir að sleppa úr prísundinni og hittir þá hina fögru prinsessu Dejuh Thoris sem hefur verið hrakin frá völdum. Í framhaldinu lendir John á milli steins og sleggju í baráttunni um yfirráðin á plánetunni rauðu og neyðist til að taka afstöðu fyrir hvað og hverja hann vill berjast. Sú barátta á heldur betur eftir að taka á sig ýmsar myndir því erfitt er að sjá hverjum John getur treyst og hverjir sitja á svikráðum ...... minna

Aðalleikarar

Flott en löng
Þeir sem hafa gaman af þrívíddarmyndum fá ágætis sýningu fyrir peninginn. En þetta er engin Avatar.
Það vantar ekki upp á tæknibrellur og tölvutrikk, en söguþráðurinn er frekar þunnur finnst mér.
Svo er lopinn teygður heldur mikið og liggur við að hann slitnar þegar aumingja Carter er þrábeðinn um að berjast. Aftur og aftur. Og svo enn einu sinni í viðbót og svo bara einu sinni enn til öryggis.
En Nonni er ekkert á þeim buxunum og liggur við vonbrigðum þegar loksins kemur að einhverjum hasar.
Svo er þarna fögur mey sem gengur í gegnum ýmsar mannraunir en klikkar ekki á málningunni og er stífmáluð alla myndina eins og skinka í Kringlunni. Þó þetta sé ævintýramynd þá hefði ekki skemmt fyrir myndinni að krydda hana smá veruleikablæ.
En hún á sína góðu spretti sem gera þetta sæmilega afþreyingu. Húmorinn nær að skila sér og svo er þarna vanskapað hundkvikindi sem hittir vel í mark.
Þetta er dísætt þrívíddakonfekt, puðrað með flórsykri fyrir yngri kynslóðina. .
Góða skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

01.03.2019

Bráðavaktarstjörnur tjá sig um metmissi

Í gær, fimmtudaginn 28. febrúar sló læknadramað Grey´s Anatomy met læknaþáttanna ER, eða Bráðavaktarinnar, eins og þættirnir hétu hér á Íslandi, sem sú læknasería sem hefur verið lengst í gangi á besta tíma...

01.01.2015

Flopp ársins 2014

Nú þegar nýtt ár er gengið í garð þá er upplagt að líta yfir farinn veg og skoða þær myndir sem gengu ekki upp fjárhagslega á árinu sem var að líða. Þrátt fyrir að 2014 hafi ekki átt myndir á borð við John Carter eða The Lone...

06.03.2013

Óskarsverðlaunahöfundur skrifar fyrir Wachowski systkinin

Tónskáldið Michael Giacchino er sérstaklega lagið við að semja tónlist fyrir kvikmyndir í vísindaskáldsagnastíl. Til dæmis samdi hann tónlist fyrir Star Trek Into Darkness, John Carter og Super 8, og nú er hann kominn með rétt eina vísin...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn