Frumefnin flugu hæst

Frumefnin í teiknimyndinni Elemental voru vinsælust í bíó um síðustu helgi hér á landi en næstum því þrjú þúsund manns borguðu sig inn á myndina og tekjur voru 4,5 milljónir króna.

Spider-Man: Across the Spider-Verse gerði sér lítið fyrir og hækkaði sig upp um eitt sæti á milli vikna og situr nú í öðru sæti listans.

Í þriðja sæti er svo hin R-merkta ( bönnuð innan 14 ) gamanmynd með Jennifer Lawrence í aðalhlutverki; No Hard Feelings.

Flash féll í fjórða

Ofurhetjumyndin Flash situr svo í fjórða sæti eftir að hafa vermt toppsætið í síðustu viku.

Hit Big sem kom ný í Bíó Paradís um síðustu helgi fór beint í ellefta sæti listans.

Sjáðu íslenska bíóaðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: