Allir vilja Villibráð

Miðað við umræðuna í þjóðfélaginu og stöðuna á nýja íslenska bíóaðsóknarlistanum er varla hægt að segja annað en að það séu allir æstir í nýju íslensku kvikmyndina Villibráð. Hún er nú fjórðu vikuna í röð á toppi aðsóknarlistans.

Símafjör í partýi.

Villibráð (2023)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.5

Í matarboði í Vesturbænum ákveða sjö vinir að fara í stórhættulegan samkvæmisleik. Viðstaddir leggja símana á borðið og fallast á að öll símtöl og skilaboð sem berast verði deilt með samkomunni til að sanna að ekkert þeirra hafi nokkuð að fela. ...

Nína Dögg Filippusdóttir og Björn Hlynur Haraldsson hlutu Edduverðlaun fyrir leik í aukahlutverki. Tilnefnd til níu Edduverðlauna.

Myndin hefur fengið einróma lof og þykir mjög fyndin og skemmtileg, sem skýrir líklega hina miklu aðsókn. Samtals eru tekjur myndarinnar komnar upp í 67 milljónir króna frá frumsýningu.

Litlar sviptingar

Það eru annars mjög litlar sviptingar á toppi listans þessa vikuna. Allt er óbreytt frá því í síðustu viku og vikunni þar á undan. Avatar: The Way of Water er í öðru sæti, Stígvélaði kötturinn í því þriðja og Babylon í því fjórða.

Nýju myndirnar, The Whale, Maybe I Do og The Fabelmanns fylgja í humátt á eftir ásamt hinni stórskemmtilegu Guy Ritchie mynd Operation Fortune.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: