Villibráð skákaði Avatar

Stórmyndin Avatar: The Way of Water þurfti að gefa toppsæti íslenska bíóaðsóknarlistans eftir til íslensku kvikmyndarinnar Villibráðar um síðustu helgi. Mjótt var á munum en tekjur Villibráðar voru 12,1 milljón króna en tekjur Avatar: The Way of Water voru 11,9 milljónir króna í öðru sæti listans.

Þriðja sætið tók svo myndin sem var í öðru sæti í síðustu viku, teiknimyndin Stígvélaði kötturinn 2: Hinsta óskin.

Á listanum er ein önnur ný mynd, Aftersun, sem fór beint í áttunda sæti listans.

Jólalegar missa flugið

Það er fátt fleira markvert á lista helgarinnar, nema þá að jólamyndirnar Violent Night og Jólamóðir þurfa að sætta sig við langmesta fallið í aðsókn, enda Jólin á enda. Aðsókn á Violent Night féll um 83% en aðsókn á Jólamóður féll um 90% milli vikna. Alls hafa nú 5.926 séð Violent Night en 1.394 hafa séð Jólamóður.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: