The Fall Guy flaug á toppinn

Gamanmyndin The Fall Guy, með Ryan Gosling og Emily Blunt í aðalhlutverkum, flaug beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi. 2.400 manns sáu myndina og tekjur voru 4,6 milljónir króna.

Í öðru sæti er toppmynd síðustu viku, Challengers, sem hefur verið að fá fína dóma, rétt eins og Fall Guy.

Vinsældir teiknimyndarinnar 10 líf halda áfram og er myndin nú í þriðja sæti listans eftir þrjár vikur í sýningum.

Dune tekjuhæst

Tekjuhæsta myndin á listanum samtals er svo Dune: Part Two en 38.700 manns hafa barið hana augum á hvíta tjaldinu frá því hún var frumsýnd fyrir tíu vikum síðan.

Sjáðu íslenska bíóaðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: