Risahelgi hjá risaeðlunum

Risaeðluhasarinn Jurassic World: Fallen Kingdom stökk ný á lista beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um nýliðina helgi, og fékk langmesta aðsókn allra kvikmynda. Í myndinni ætlar menn að flytja risaeðlurnar á nýja eyju og leyfa þeim að lifa þar í friði, en peningaöflin grípa í taumana og vilja græða á öllu saman, með ófyrirséðum afleiðingum.

Annað sæti listans féll íslensku kvikmyndinni Kona fer í stríð í skaut, en hún fer upp um eitt sæti á milli vikna. Ljóst er að myndin, sem hlotið hefur frábæra dóma, er að spyrjast vel út. Deadpool 2 fer niður um eitt sæti, niður í þriðja sæti listans.

Ein ný mynd til viðbótar er á listanum að þessu sinni, Terminal, sem fer beint í 11. sætið. Margot Robbie fer þar með aðalhlutverk.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: