Eiðurinn langvinsælust

Eiðurinn, ný spennumynd Baltasars Kormáks, hlaut langmesta aðsókn allra kvikmynda á Íslandi um helgina og þénaði rúmar 12,5 milljónir króna, samkvæmt nýjum aðsóknarlista bíóhúsanna.

baltasar eiðurinn

Önnur vinsælasta mynd helgarinnar var toppmynd síðustu viku, hin sannsögulega og gráglettna War Dogs, og í þriðja sæti situr hasarmyndin Mechanic: Resurrection, ný á lista, með þeim Jason Statham, Jessica Alba og Tommy Lee Jones.

Þrjár aðrar nýjar myndir eru á listanum þessa vikuna; teiknimyndin Kubo og strengirnir tveir fer beint í sjötta sæti listans, Neon Demon situr í því 19. og hin íslenska Yarn, eða Garn, fer beint í 23. sæti listans.

Sjáðu íslenska bíólistann í heild sinni hér fyrir neðan:

boxoffice