Lói flaug á toppinn!

Íslenska þrívíddarteiknimyndin Lói – Þú flýgur aldrei einn sló heldur betur í gegn í íslenskum bíóhúsum um helgina og flaug beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans, en myndin var frumsýnd á föstudaginn síðasta.

Í öðru sæti listans er toppmynd síðustu viku, Maze Runner: The Death Cure og í því þriðja, niður um eitt sæti á milli vikna, er Paddington 2.

Auk Lóa eru fjórar aðrar nýjar myndir á bíóaðsóknarlistanum: hrollvekjan Winchester í fjórða sæti, Darkest Hour í sjötta sæti, Molly´s Game í því ellefta, og franska kvikmyndin Lífs eða liðinn sem fór beint í 23. sæti listans.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: