Pardusinn þriðju viku á toppnum

Marvel ofurhetjukvikmyndin Black Panther situr sem fastast á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans þriðju vikuna í röð, rétt eins og hún hefur gert í Bandaríkjunum einnig.

Önnur vinsælasta mynd landsins er ný á lista, njósnatryllirinn Red Sparrow með Jennifer Lawrence í aðalhlutverki, og í þriðja sæti listans og niður um eitt á milli vikna, er gamanmyndin Game Night.

Ein ný mynd til viðbótar er á listanum að þessu sinni, en það er teiknimyndin Steinaldarmaðurinn, eða Early Man, sem fer beint í sjöunda sætið.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: