Ljósár (2022)
Lightyear
"Út fyrir endimörk alheimsins"
Upprunasaga Bósa Ljósárs, hetjunnar sem var innblásturinn fyrir samnefnt leikfang.
Deila:
Öllum leyfðSöguþráður
Upprunasaga Bósa Ljósárs, hetjunnar sem var innblásturinn fyrir samnefnt leikfang. Hér er hinn goðsagnakenndi geimfari yfirgefinn á óvinaplánetu 4,2 milljón ljósár frá Jörðu ásamt yfirmanni sínum og öðrum áhafnarmeðlimum. Hann reynir að finna leiðina heim í gegnum tíma og rúm ásamt kettinum Sox og fleiri góðum félögum. Það flækir málin að erkióvinurinn Zorg er mættur á svæðið með her miskunnarlausra vélmenna sem vilja ræna orkunni hans.
Aðalleikarar
Vissir þú?
Með íslensku leikraddirnar fara Hjörtur Jóhann Jónsson, Aldís Amah Hamilton, Ahd Tamimi, Guðjón Davíð Karlsson, Lísa Pálsdóttir, Harald G. Haraldsson, Davíð Guðbrandsson, Orri Huginn Ágústsson, Ævar Þór Benediktsson og Kjartan Darri Kristjánsson.
Nokkur lönd höfnuðu því að sýna myndina vegna þess að persónur af sama kyni sjást kyssast í henni. Um er að ræða vinkonu Bósa, geimfara, sem giftist konu.
Höfundar og leikstjórar
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur

PixarUS






































