Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Mission to Mars 2000

Frumsýnd: 19. apríl 2000

For centuries, we've searched for the origin of life on Earth...We've been looking on the wrong planet.

114 MÍNEnska

Árið er 2020 og hópur geimfara er búinn undir tveggja ára alþjóðlega ferð til Mars. Jim McConnell, Woody Blake og eiginkona hans Terri Fisher, Luke Graham og Phil Ohlmyer, eru bestu vinir og Jim missti af tækifærinu til að lenda á Mars þegar ástkær eiginkona hans Maggie McConnell lést. Fjögurra manna geimfarateymi fer og lendir á Mars en dularfullur stormur drepur... Lesa meira

Árið er 2020 og hópur geimfara er búinn undir tveggja ára alþjóðlega ferð til Mars. Jim McConnell, Woody Blake og eiginkona hans Terri Fisher, Luke Graham og Phil Ohlmyer, eru bestu vinir og Jim missti af tækifærinu til að lenda á Mars þegar ástkær eiginkona hans Maggie McConnell lést. Fjögurra manna geimfarateymi fer og lendir á Mars en dularfullur stormur drepur þrjú þeirra og aðeins Luke lifir af. Björgunarleiðangur undir stjórn Woody, og með þeim Jim, Terri og Phil, fer til Mars og kemst að því að aðeins Luke er á lífi. Nánari rannsókn þeirra leiðir í ljós að stormurinn dularfulli var ekki af náttúrunnar völdum, og var búinn til til að vernda einhvern leyndardóm á plánetunni, en hvaða leyndardómur er það?... minna

Aðalleikarar


Mission to Mars er mikið betri en Red Planet, sama hvað þið hin segið. Mission to Mars gerist árin 2020-2021, en Red Planet 2045 eða 2050. Geimbúningarnir eru líka miklu flottari í Mission to Mars. Red Planet er frekar óraunsönn, en Mission to Mars er mjöööööööööög raunsönn, þar af geimflaugin Mars I. Það er Flott í myndinni hvernig Jim McConnell finnur út hvernig hægt sé að lenda í yfirborði Mars til að bjarga Luke, fyrirliða Mars I (Jim og félagar eru í Mars II), ef að Luke sé enn á lífi. Þegar Geimfarnir eru komnir á Mars hefst atburðarásin! Snilldarmynd De Palmas, með úrvalsleikurum. Mæli með Missin to Mars!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Eftir að hafa gert snilldarmyndir eins og Scarface(1983), The Untouchables(1987) og Casualoties of war (1989) hefur Brian De Palma ekki verið að sína neitt. Hérna er hann kominn svo neðarlega að það má fara að byrja að kalla hann B-myndaleikstjóra (allavegna ef hann kemur með jafn hörmulega mynd aftur). Mission to Mars er gjörsamlega ónýt mynd í alla staði. Það var eitt atriði í myndinni sem var flott en það var allt of sumt fyrir 650 króna mynd, að maður fékk að sjá góðar 10 mínutur. Brian De Palma hefur alltaf verið mjög vandaður og góður leikstjóri en með þessari mynd held ég að hann hafi alveg glatað heiðrinum. Þetta er synd því hann var alltaf í svo miklu uppáhaldi hjá mér og þá sérstaklega eftir að ég sá Scarface í fyrsta skipti. Og ég skil ekki hvað Brian De Palma er að gera með Gary Sinese í myndinni, sá leikari er gjörsamlega ömulegur, hann bara kann ekki einfaldlega að leika. Ég mæli alls ekki með þessari mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mjög góð mynd um geimferðamenn sem eru á leið til Mars en eitthvað verður úrskeiðis og hópurinn missir
samband við Jarðarbúa og send er björgunarvél með þeim færustu. Myndin sjálf inniheldur margt gott og atriðið þegar þau finna út hvað
sem Sinise fann út var það besta. Góðar tæknibrellur og kvikmyndatakan er æðisleg. Gert er smá grín af
2001:Space Oddisey því innihald björgunarflaugarinnar er alveg eins og í hlaupaatriðinu í 2001:SO.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er LEIÐINLEGASTA mynd allra tíma! Þeir hjá Disney slá, met þeir hafa bara búið til leiðilegustu mynd ever! Fyrstu 60 mínúturnar eða meira er bara bull og þvaður. Maður ætti bara að fara inn þegar hlé er og stelast inn þar sem fólkið er að reykja úti og stelast inn. Reyndar ætti maður ekkert að fara á hana. Hún er væmin, langdreginn, leiðinleg, illa skrifuð , leiðinleg spennu atriði , leiðinleg, illa leikin, fjallar um þvaður enda hvað trailerinn var flottur ætti maður bara að sjá hann, þá er maður búinn að sjá bestu partana. Eingin stjarna takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ha ha ha ha ha! Mér er aðeins hlátur í huga eftir að hafa séð síðustur þrjátíu mínútur þessarar myndar; þær eru eitt mesta kjaftæði sem Hollywood hefur sent frá sér í langan tíma! Öll myndin er stæling á öðrum myndum og ber þá hæst að nefna 2001: A Space Odyssey eftir Stanley Kubrick; öll geimskipin eru með snúningshring - allir þeir sem hafa á annað borð séð 2001 vita um hvað ég er að tala - og endaatriðið í hvíta herberginu ... guð minn góður, dæmið sjálf. Söguþráðurinn er mesta klisja sem hefur verið sett fram og ég gat á mörgum stöðum sagt fyrir um hvað persónurnar mundu segja næst, án gríns! Látna eiginkonan og söknuðurinn er til staðar, viðskilnaðurinn við ástvini er til staðar og hið „glæsilega“ plott sem er afhjúpað í endi myndarinnar er til staðar ... og hvílíkt plott! Ég og félagi minn lágum í hláturskrampa þegar hin illa gerða geimvera kom og sýndi þeim örlög Mars og hvernig lífið ... já ... Nánast öll samtöl í myndinni þjóna þeim tilgangi að fara yfir það sem hefur gerst og útskýra það nánar fyrir áhorfendum. Það er mikill löstur. „Fyrst þetta er svona þá hlýtur hitt að vera svona.“ „Já, þú meinar að hitt verði þá svona ef AKF3489 tækið bregst svona við!“ Þetta er myndin í hnotskurn. Mission to Mars er samansafn af ömurlegu, illa leiknu og illa skrifuðu efni sem er SVO ömurlegt og hallærislegt að það verður drepfyndið! Þess vegna mæli ég með því að allir fari á þessa lélegu, samhengislausu mynd til að geta hlegið og hlegið og hlegið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

14.05.2021

Jungle Cruise á Disney+

Ævintýramyndin Jungle Cruise verður aðgengileg á streymi Disney+ samhliða bíóútgáfu hennar. Til stóð upphaflega að frumsýna myndina um sumarið 2020 áður en hún var færð til júlímánaðar 2021. Verður hún þá gefin ...

13.10.2019

Blunt og Johnson á bátskrifli niður Amazon í Jungle Cruise

Walt Disney Studios hafa birt fyrstu opinberu stikluna fyrir kvikmyndina Jungle Cruise, en hún er byggð á þekktu leiktæki úr skemmtigörðum Disney. Dwayne Johnson samþykkir að fara með Blunt eftir að hún segist eiga ful...

01.08.2016

Raising Cain viðhafnarútgáfa á Blu

„Raising Cain“ (1992) eftir Brian De Palma fær viðhafnarútgáfu frá Scream Factory í Bandaríkjunum. Myndin þykir meðal þeirra síðri eftir leikstjórann en hann á að baki nokkrar mikils metnar myndir á borð við „Carrie“...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn