Náðu í appið
Lost Highway

Lost Highway (1997)

2 klst 15 mín1997

Saxófónleikarinn Fred Madison er grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína Renee, en þetta atvikast þannig að Fred finnur myndband fyrir utan útidyrahurðina en á...

Rotten Tomatoes69%
Metacritic53
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiKynlífKynlífBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Saxófónleikarinn Fred Madison er grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína Renee, en þetta atvikast þannig að Fred finnur myndband fyrir utan útidyrahurðina en á því er að finna mynd tekin inni í húsinu. Hann er sannfærður um að einhver hafi brotist inn í húsið og hringir á lögregluna. En hlutirnir taka óvænta stefnu þegar hann finnur annað myndband þar sem hann sést myrða eiginkonuna, og lögreglan handtekur hann af því að eiginkona var í raun myrt! Þegar hann er á dauðadeild í fangelsinu þá umbreytist hann í ungan mann að nafni Pete Dayton, sem lifir allt öðru lífi. Þegar Pete er sleppt úr fangelsi, þá byrja leiðir þeirra tveggja að renna saman á súrrealískan, og undarlegan hátt, og við sögu kemur bófaforinginn Dick Laurent.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

CiBy 2000FR
Asymmetrical ProductionsUS

Gagnrýni notenda (1)

★★★★☆

Virkilega góð mynd frá virkilega skrýtnum leikstjóra. Þegar ég sá hana fyrst þá stórbrá mér að maðurinn skyldi ekki vera á geðveikrahæli. Allir leikarar eru stórfínir og Robert Bla...