Kathryn Bigelow ekki af baki dottin

Leikstýran Kathryn Bigelow hefur gert góðan samning við Paramount kvikmyndaverið í gegnum framleiðslufyrirtæki sitt sem heitir First Light. Þrátt fyrir að síðustu tvær myndir hennar, K-19: The Widowmaker og Strange Days, hafi báðar verið rándýr flopp, þá hefur Paramount með þessum samningi tryggt henni og First Light heimili hjá Paramount og samningsrétt að handritum sem Paramount kaupir. Efst á óskalistanum hjá henni er kvikmyndin Paycheck, sem byggð er á sögu eftir vísindaskáldsagnahöfundinn Philip K. Dick, og leikstjórinn Brett Ratner var löngum orðaður við. Hann er nú dottinn út úr dæminu, því í augnablikinu lítur helst út fyrir að hann sé að fara að leikstýra nýrri Superman mynd!?